Archive

for January, 2007

ALMENNT

Eurosport með litla trú á Íslandi

Var að reyna að skoða stöðuna í riðlinum á Eurosport þar sem að mbl.is er ekki alveg að standa sig í að uppfæra töfluna eftir leikina. En þeir hjá Evrópusporti er bara ekki heldur duglegir þannig að kannski er þetta upplýsingar sem koma frá Þýskalandi og mixast sjálfkrafa. En þarna á Eurosport vefnum er könnun og spurt er “Hver verður heimsmeistari?” Valmöguleikarnir eru Frakkland, Spánn, Danmörk, Þýskaland, Króatía, Rússland, Slóvenía eða Túnis.

Virkilega góð könnun þar sem t.d. Túnis, Slóvenía og hugsanlega Rússland komast ekki einu sinni áfram. Mæli með sem flestir fari þarna inn og kjósi Túnis til að mótmæla.

Posted on 27. January 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Slappa af

Það er ekki oft sem maður fær tækifæri á að slappa af um helgi. Hef tekið nokkuð gott slapp um þessa helgina. Skilaði af mér nokkrum geisladiskum á föstudaginn og smellti nokkrum myndum. Ekkert stórkostleg mikil vinna. Svo horfði ég á 24 og The Prestige með þeim Hugh Jackman og Christian Bale í aðalhlutverkum. Nokkuð skemmtileg mynd. Alltaf gaman af einhverju svona galdradæmi. Í það flóknasta samt þannig að maður þurfi alveg vel að fylgjast með hvað var að gerast. Hoppað fram og aftur og til hliðar í tíma sem var temmilega flókið en reddaðist fyrir horn. Svo var það hamborgari á skalla í kvöldmat og meira sjónvarpsgláp.

Fékk próförk af “Myndir Ársins 2006″ bókinni sem lítur glæsilega út. Styttist heldur betur í sýninguna. 17.febrúar klukkan 15:00 opnar sýningin og þá verður vonandi allt klárt. Það er allt á góðum tíma þannig að þetta ætti að sleppa allt saman.

Í dag svaf ég svo út sem ég hef ekki gert ansi lengi. Svo var bökuð apakaka sem ég gæddi mér á. Þakka Auði og Heiðu fyrir það. Það voru smá afgangar þannig að ég bjó til fallaðan kött sem var ekki síður myndarlegur. Ísland marði Slóveníu í handbolta. Það verður einhver að segja gaurunum sem eru að lýsa að jinxa ekki alltaf leik Íslands. Sögðu nokkrum sinnum á lykilstundu að Ísland gæti nú bara jafnvel tryggt sér sigurinn ef þeir skoruðu. Og að sjálfsögðu klikkuðu þeir. Það má ekki vanmeta jinxið. Ónei!

Eigum við ekki að segja að við tökum svo Þýskaland í bakaríið á morgun og vinnum riðilinn. Eða jafnvel ekki. Má ekki jinxa þetta. En sjáum hvað setur. Það er allavega fínt að vera komin áfram og þurfa ekki að leggja allt í sölurnar á morgun.

Í kvöld stefni ég á að borða kjúkling í matinn, ís með marsósu í eftirrétt og glápa á sjónvarpið og lesa próförkina yfir.

Segjum þetta gott í bili og vonandi höfðuð þið það álíka gott og ég um helgina.

Posted on 27. January 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Ísland 33 – 32 Frakkland

Er ekki um að vera bjartsýnn eins og fólk var fyrir Úkraínu leikinn. Alltaf skemmtilegt þegar fólk er hreinlega búið að gera ráð fyrir að sigra leiki. Þetta var ekkert gífurlega flókið. Ísland var bara lélegt í þessum leik og það er bara þannig. Allir geta átt sína slæmu leiki og hlutirnar ganga ekki upp. Líka ef við hefðum unnið Úkraínu þá hefðum við örugglega á einhvern óskiljanlegan hátt samt ekki komist í milliriðil. Þetta er dálítið íslenska leiðin. Þannig að ég er sáttur að við töpuðum fyrir Úkraínu og þá getum við sýnt hvað í okkur býr og unnið tilvonandi heimsmeistara Fraka með 33 mörkum gegn 32.

Annars gerði ég heiðarlega tilraun að fara og mynda íslenska landsliðið í fjaðrabolta en það gekk heldur betur ekki eftir því það var klesst aftan á mig þegar ég var kominn svona 100m frá heimili mínu. Mér er ekki ætlað að mynda badminton. Óska því til hamingju að vera komið upp í A-riðil.

Posted on 22. January 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

JERICHO

Páll E. benti mér á þætti sem heita Jericho. Ég sló til og tjékkaði á þeim og þeir komu bara skemmtilega á óvart. Þættirnir fjalla um smábæ í bandaríkjunum sem heitir Jericho. Einn góðan veðurdag sjá íbúar Jericho kjarnorkusprengju springa í Denver sem er nærri bænum. Heimurinn breytist á svipstundu og allt fer í ruglið. Það er ýmislegt sem kemur í ljós eftir því sem líður á þættina. Jafnvel fleiri sprengjur? Jafnvel stærri sprengjur? Jafnvel geimverur? Jafnvel ekki geimverur? Annars held ég að þið ættuð að tjékka á þessu þegar þetta byrjar á Skjá Einum 7.febrúar.

Posted on 18. January 2007 by Árni Torfason Read More
1 2 3