Archive

for December, 2006

ALMENNT

Blog.is/Dell520

Sendi að gamni inn hugmynd að þema fyrir blog.is um daginn. Blog.is var sem sagt með keppni um besta útlitið á þema. Svo á þriðjudaginn var ég boðaður upp í mogga og mér tilkynnt að ég hefði lent í verðlaunasæti. Mætti uppeftir og þá kom í ljós að ég hafði borið sílung úr spýtum og lent í fyrsta sæti.


Þetta er sem sagt útlitið sem færði mér fyrsta sætið.

Fyrir þetta fékk ég að launum Latitude D520 frá EJS. Ansi myndarleg tölva held ég barasta. Ég þakka bara fyrir mig.

Posted on 6. December 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Ég var greinilega að mynda á HM í sumar

Rúllaði í gegnum b2.is í morgun og einn linkurinn bar titilinn “Vorum við á World Cup 2006?” og þar er að finna þessa auglýsingu sem er hérna fyrir neðan.

Augljóst að þarna er um Íslending að ræða og getur því ekki verið mynd frá HM. Mig rámaði doldið mikið í þessa mynd þannig að ég kannaði málið betur og þá kom í ljós að ég átti myndina sem þeir eru að nota þarna. Hafði sett þessa mynd inn á MRX.no og þar hafa þeir mjög líklegast nappað henni. Það stendur þarna Iceland vs. Croatia World Cup af því að þetta var í undankeppni HM og þeir hafa ekkert tjékkað á þessu meira og bara notað kvikindið. Hresst þetta.

En samkvæmt þessu þá var ég að mynda á HM í sumar sem var bara fínt.

Posted on 6. December 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Lögreglubílar ekki hraðar en 85

Heyrði frétt í útvarpinu í morgun sem byrjaði ansi spennandi. Talað var um eltingaleik í miðborg Reykjavíkur þar sem bílstjórinn var á þreföldum leyfilegum hámarkshraða og lögreglan átti í erfiðleikum að elta bílinn. Fyrsta sem ég hugsaði var “sjessurinn… bíll á svona 240km hraða fljúgandi niður Miklubrautina og lögreglan í botni en ræður ekki við neitt”. Svo hugsaði ég “ok… allavega á 180km hraða á 60km svæði og þá fljúgandi yfir hraðahindranir”. En neinei svo slappaðist fréttin aðeins þegar kom í ljós að lögreglan var á 85km hraða en hafði ekki roð í þennan kagga sem hinn hefur verið á sem hefur líklegast verið á alveg 90km hraða. Voru lögreglumennirnir að ýta hvor öðrum í kassabíl?

Posted on 6. December 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Þráðlaust USB hub

Belkin var að kynna að þeir væru farnir að selja þráðlaust USB hubb. Kvikindið á að kosta einhverja 200$ og á að draga um 30fet. 1 fet er c.a. það sem lítill Michael Jackson myndi taka. Hraðinn á að vera 480mbps. Dugar bara fyrir PC tölvur enn sem komið er. Þetta er svo sem sniðug græja. Veit samt ekki alveg í hvað maður ætti að nota þetta. Munar ekkert svo mikið að vera með usb snúrur í tölvuna sína. Gæti verið sniðugt ef maður vill t.d. vera með usb prentara annars staðar heldur en við tölvuna. Dettur ekki önnur not í hug fyrir svona þráðlausa græju.

Nánar um þetta á vefsíðu Belkin.

Posted on 4. December 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Dagskrá

Það vantar svo innilega síðu sem er með almennilega dagskrá fyrir sjónvarpsstöðvarnar hérna á Íslandi. www.sjonvarp.is hefur staðið sig ágætlega. Svo fyrir dálitlu síðan þá bara datt út dagskrá fyrir flestar stöðvar og hún hefur ekki verið söm við sig síðan þá. T.d. núna er dagskrá fyrir Rúv, Skjá einn og Stöð 2 en vantar fyrir Bíórásina, Sýn og Sirkus svo eitthvað sé nefnt. Vísir.is er með dagskrá fyrir flestar stöðvarnar en það er auðvitað alveg fáránlegt að dagskráin breytist um leið og klukkan slær miðnætti. Gerir lítið gagn t.d. núna c.a. 1 um nóttu að vera bara með dagskrá frá 7:00 3.desember. Vantar þarna eins og 6 tíma bil sem er ekki nógu gott. Það liggur við að textavarp.is sé skásti kosturinn þó hann sé langt frá því að vera notandavænn. Ef einhver tæki sig til og væri með vef með almennilegri dagskrá þá á viðkomandi klapp skilið.

Posted on 3. December 2006 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4