Archive

for December, 2006

ALMENNT

Sekur eða saklaus, DV eða Kompás

Það er nokkuð ljóst að það er mikið búið að ræða málið með Byrgið og herra Guðmund Jónsson sem á samkvæmt Kompás að hafa misnotað aðstöðu sína og átt í kynferðislegu sambandi við vistmenn. Svona er málið búið að vera í stuttu máli. Kompás sýnir þátt um Byrgið þar sem þau ásaka Guðmund Jónsson um kynferðisbrot og að hafa verið að bardúsa eitthvað með peninga Byrgisins. Það var sýnt myndband í þættinum af Guðmundi þar sem hann er að mynda sjálfan sig og tólið sitt sem hann á síðan að hafa sent einhverri sem var í meðferð hjá Byrginu.

Er Kompás ekki að gera bara nákvæmlega það sama og DV var að gera hérna fyrir dálitlu síðan. Dæma fólk áður en það er búið að sanna eitt eða neitt á það. Sama hvort hann er sekur eða ekki þá er ekki í lagi að koma með svona umfjöllun. Guðmundur er kannski saklaus og þetta var eitthvað megaplott gegn honum. Og þá er aldeilis búið að sverta mannorð hans. Spurning hvort að fólk hefði verið reiðari út í Kompás ef hann hefði svipt sig lífi eins og maðurinn sem var ásakaður um kynferðislegt ofbeldi í DV.

Ég er ekki að segja að ég haldi að Guðmundur sé saklaus. Ég er ekki að segja að hann sé sekur. Hef ekki hugmynd um þetta á hvorn veginn sem þetta er. Þetta er bara orð gegn orði þangað til að dæmt verður í þessu ef þetta fer fyrir dómstóla.

Þetta eru allavega mínar pælingar hvað varðar þetta mál.

En að öllu alvarlegri málum þá gaf Sirrý í Ísland í bítið Loga Bergmanni háa fimmu í þættinum í morgun. Það var frekar furðulegt að sjá þetta en samt frekar fyndið. Sirrý fær held ég + í kladdann.

Posted on 20. December 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Trivial Pursuit

Spurningaeltileikur Trvial Pursuit hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér og hef ég ósjaldan æpt á meðspilara mína, sakað þá um svindl, farið í fússi, fagnað sigri, samið um jafntefli, hent hlutum, spurt leiðinleg og skemmtilega og margt fleira. Það hafa komið út margar útgáfur og á ég þær flestar. Eina mesta framförin fannst mér þegar borðinu var breytt. Teknir voru út 2 “kasta aftur” reitir á milli kökureita og í staðinn settur einn hopp á köku reit. Þetta var mikil framför og stytti spilið töluvert. Vonlaust að vera alltaf að kasta aftur og aftur og aftur og aftur. Svo frétti ég að það væri komin ný útgáfa með nýjum spurningum. Og ég kannaði málið og sá þá mér til mikillrar undrunar að það er komið aftur gamla borðið með leiðinlegu “kasta aftur” reitunum. Ég er ekki sáttur verð ég að segja. Það ætti auðvitað hægt að vera hægt að kaupa bara nýjar spurningar. Svik að maður þurfi að borga fyrir allt draslið aftur.


Hugsa að það væri gaman að eiga svona netta DVD útgáfu.
Posted on 18. December 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Jólin eitthvað

Jólin nálgast víst. Er svona nokkurn veginn búinn að ganga frá jólagjafakaupum. Veit samt ekkert hvar þær eru. Set þær alltaf einhvers staðar og svo steingleymi ég hvar. En það er nú ekkert svo mikið mál. Á eftir að klára nokkrar gjafir. Tek það í vikunni. Lúxus að vera ekki í vinnu frá 8-16 því maður getur bara hoppað nokkurn veginn hvenær sem er í búðir. Fínt að losna við troðninginn og æstu konurnar sem vaða um allt rétt fyrir jólin. Þegar maður var yngri þá var maður með jólalista sem maður lét mömmu fá og svo hafði fólk samband við hana og hún gaf fólki hugmyndir. Það þýddi að maður vissi eiginlega bara allt sem maður fékk í jólagjöf… sem er náttúrulega ekki gott. Geri þetta ekki núna. Fólk verður bara að finna út úr þessu sjálft. Býst nú ekki við neitt sérstaklega mikið af gjöfum. Maður á líka flest allt sem manni langar í. Ekki eins og þegar maður var yngri og átti ekki bót fyrir boruna á sér og stólaði á að eignast hluti með því að fá í jólagjöf eða afmælisgjöf.

Þessi jól leggjast vel í mig. Smá mál sem ég þarf að klára fyrir jól. T.d. að sigra í fótboltadeildinni Pendejo. Því redda ég á morgun, mánudag. Baráttann er á milli mín og Páls e. Sama hvernig fer þá verðum við óvinir yfir jólin. Annaðhvort ég í fýlu út í hann að ég hafi tapað eða öfugt. Betra að það sé öfugt fyrir mig.

Að lokum vil ég óska Sigurjóni til hamingju með sína fyrstu Converse skó og vonandi verða þeir fleiri.

Annars eru þetta djásnin mín:


Nýjustu skórnir mínir. Keypti þá á Interrailinu í sumar.

Keypti þessa brúnu flauels í London. Í uppáhaldi hjá mér.

Hinir hefðbundu bláu. Notaðir ansi mikið eins og sjá má á þeim.
Posted on 17. December 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Það er ekki Gó fyrr en að Bó segir Gó!

Sá hluta af Tekinn! á Sirkus þar sem Björgvin Halldórsson var að árita í Skífunni og Auðunn fékk einhverja stelpu til að áreita hann og vera með vesen. Ágætis hrekkur svo sem en frekar langur. En þetta minnti mig á það þegar ég fékk e-mail frá herra Björgvini og hann var að spyrjast fyrir um myndir af syni sínum Krumma. Og ég svaraði honum og hóf e-mailið með orðunum “Sæll Halldór…”

Posted on 11. December 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Sveittur Borgari – Vitaborgarinn

Já það skal ég segja ykkur. Við frændurnir frábæru eins og sumir vilja kalla okkur skelltum okkur í annan borgaradóm. Ætlum að reyna að vera með þetta reglulegra núna. Tókum okkur smá pásu en erum komnir á fullt skrið núna. Sótti Pál E. í skólann þar sem hann las lögin. Það var marg oft búið að benda okkur á Vitabarinn/Vitaborgarinn þannig að við ákváðum að prufa. Fórum sem sagt á Vitaborgarann sem er við hliðina á hinum marg fræga Breiðvangi eða Broadway.


Vitaborgarinn

Maturinn:
Pöntuðum okkur ostborgaratilboð eins og alltaf. Það fylgdi ekki með kóladrykkur þannig að við þurftum að kaupa það sér. 1/2 dós kostaði 200kr sem er auðvitað frekar dýrt. Borgarinn kostaði samt ekki nema 650kr þannig að þetta rétt slapp þó svo að 850kr sé í það mesta fyrir borgara. Við fengum stórt glas með klaka. Ég var smá skeptískur á það að klakinn myndi bráðna áður en við fengum matinn okkar því yrði kólað vel vatnsblandað en svo var ekki. Fengum borgarana á mettíma enda lítið að gera í hádeginu… sem er kostur eða hvað? Fyrsta sem ég vil nefna eru franskarna. Okkur þótti þær góðar. Þær voru stórar og stökkar og minntu einna helst á American Style franskarnar sem eru í uppáhaldi hjá mér. Við vorum líka ánægðir að fá kokteilsósuna í sér boxi og lokaða. Maður veit aldrei úr hverju hún er að koma ef hún er í skál. En snúum okkur að borgaranum. Það var á honum BBQ sósa sem kom ágætlega á óvart. Það leyndist hins vegar á versta stað tómatsneið sem mér líkar ekki. Hún var undir hamborgaranum í lúmskum feluleik og slorug þannig að erfitt var að plokka hana af. Brauðið var rosalega vont eiginlega bara. Það var þurrt og eins og það hafi ekki verið hitað á grillinu. Minnti einna helst á bara brauð sem maður kaupir úti í búð. Ekki alveg nógu gott það. Við vorum búnir að heyra margt gott um vitaborgarann en hann stóðst engan veginn væntingar. Langt í frá að mínu mati.


Sáttir með að fá kók í dós. Hamborgarinn leit vel út og franskarnar öflugar.

Staðurinn:
Staðurinn er við hliðina á Broadway. Þannig að það er hætta á að jafnvel að það komi einhver sem hafi verið að skemmta sér á Broadway kvöldinu áður. Búinn að fá sér einum eða tveimur of marga raulandi lög með Stebba og Eyfa og með læti. Þannig að ef það er möguleiki að þetta gerist þá er það slæmt fyrir staðinn. Annað sem var ekki nógu gott var að hurðin var með vesen. Veit ekki hvort að hún hafi verið svona stíf eða hvort þetta hafi verið dragsúgur eða hvað. Hún var allavega erfið og með vesen. Líkar það ekki. Það er rosalega langt á milli borða þarna sem gefur manni ákveðið næði en því næði er hægt að ná með básum sem okkur líkar vel við. Lesefnið var mjög gott. Fær A+. Það voru öll helstu slúðurblöðin og svo Mogginn síðustu vikuna raðaður í góða röð. Skipulag á þessu.


Kokteilsósa í lokuðum umbúðum er stór plús. Sjiv hnífurinn gæti komið að góðum notum.

Annað:
Hnífurinn sem fylgdi borgaranum var ansi sjivlegur og ábyggilega góður ef maður þyrfti að sjiva einhvern sem væri með læti. T.d. einhvern með læti af Stebba og Eyfa tónleikunum. En það er hins vegar ekki gott ef viðkomandi er betri með hnífinn en þú. Því þá verður maður sjálfur sjivaður.


Lesefnið var afar gott og skipulagt. Svo var örlítið meira en 1/2 líter í dósinni.

Samantekt:
- Góðar franskar
- Brauðið bara vont. Jafnvel gamalt
- Þurftum að borga fyrir kókið
- Kokteilsósan í lokuðum umbúðum
- Nóg af stæðum… hjá Aggli Árnasyni
- Verðið er í hæsta lagi fyrir ekki nógu góðan borgara

Stjörnugjöf:
Við gefum í hamborgurum og frönskum. Einn hamborgari jafngildir einni stjörnu og franskar jafngildir hálfri stjörnu. Við gefum mest fimm hamborgara.

Vitaborgarinn fær HamborgariHamborgariFranskar

Fyrri dómar:
- American Style
- Red Chili
- Hamborgarabúlla Tómasar – Hafnarfjörður
- Brautarstöðin
- Anna Frænka
- Eikaborgarar

Posted on 8. December 2006 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4