Archive

for December, 2006

ALMENNT

Furðulegt símtal og Eiður Smári

Fór í fótbolta í gær með nokkrum góðum mönnum. Tíminn byrjaði 18:10 og við vorum mættir rétt fyrir. Yfirleitt þegar maður er mættur smá fyrir tímann þá hreinlega bara búllíar maður viðkomandi hóp út. Hrópar kannski “Er þetta ekki bara búið hjá ykkur?” Og þá lymkast hinir niður þar sem ég er frekar massaður og fólk vill ekki lenda í mér. Hef heyrt að fólk sé að tala um þetta úti í bæ. En það er önnur saga. Við gengum að vellinum og gerðum okkur reiðubúna í að búllía kvikindin sem voru á undan okkur út. Ég hugsa að það sé bara einn maður á Íslandi sem gæti verið í tímanum á undan þannig að maður myndi hætta við í að búllía. Og sá maður var akkúrat í tímanum á undan okkur þannig að við búllíuðum ekki í þetta skiptið. Það var sjálfur Eiður Smári Guðjohnsen.

Svo fékk ég furðulegt símtal áðan. Það hringdi maður að nafni Will (breytti nafninu) og heilsaði mér með nafni og fór að tjatta eitthvað og sagðist svo vilja segja mér dálítið áður en það breiddist út. Hann tilkynnti mér að hann hefði þurft að reka Ben (breytti nafninu) og að hann ætlaði að einbeita sér betur að minni hóp listamanna. Þessi ákveðni maður skuldar mér reikning þannig að ég beið alltaf eftir að það kæmi einhver setning sem tengdist honum en það gerðist ekki. Endaði með því að hann spurði mig hvort að við ættum ekki að fara að hittast eftir áramót, kíkja kannski í pottinn. Símtalið var orðið of langt og flókið og ég búinn að fá of mikið af upplýsingum sem ég átti ekki að fá þannig að ég játaði bara.

Posted on 30. December 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Hussein hengdur!

Ég hugsa að flestir hafi séð myndbandið þegar snara var sett um hálsins á Saddam Hussein og hann hengdur. Hægt að sjá þetta á flest öllum fréttamiðlum á netinu. Las á einhverju blogi á mbl.is að einhver gaur vildi ekki að hann væri drepinn. Vildi geta spurt hann spurning hvað hann væri að hugsa. Já… Saddam Hussein hefði ábyggilega verið til í það að sytja undir spuringum frá námsmönnum og láta þá vita hvað hann var að hugsa þegar hann sendi hverja sprengjuna á eftir annarri í rassinn á saklausum borgurum hér og þar í heiminum. Ekki sjéns að hann væri til í að svara einu eða neinu. Maðurinn var snarklikkaður og dauðarefsing það eina rétta í stöðunni. Jafnvel að pína hann í svona 5 ár og svo hengja hann. Jafnvel að þetta hafi allt verið sviðsett og það eigi að búa til fótbolta úr honum sem verða seldir á Christies uppboðsvefnum snemma á næsta ári.

Posted on 30. December 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Íþróttamaður Ársins

Þetta eru þeir sem eru tilnefndir sem íþróttamaður ársins 2006:

Auðunn Jónsson, kraftlyftingamaður úr Krafti
Ásthildur Helgadóttir, knattspyrnukona hjá Malmö FF
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG
Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður hjá Barcelona
Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleiksmaður hjá Gummersbach
Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona hjá Duisburg
Ólafur Stefánsson, handknattleiksmaður hjá Ciudad Real
Ragna Ingólfsdóttir, badmintonkona úr TBR
Sif Pálsdóttir, fimleikakona úr Gróttu
Örn Arnarson, sundmaður úr SH.

Mér finnst Auðunn eiga þetta skilið, Birgir Leifur Hafþórsson, Ragna Ingólfsdóttir og Sif Pálsdóttir. Ef ég ætti að spá þá spái ég Birgi Leifi Hafþórssyni fyrir að komast á þessa hressu mótaröð. Annars held ég að Sif Pálsdóttir verði ofarlega. Hún var náttúrulega Norðurlandameistari, Íslandsmeistari og stóð sig nokkuð vel á EM í fimleikum.

Annars er auðvitað ekkert nema hneyksli að ég sé ekki á þessum lista. Alveg gáttaður á þessum íþróttafréttamönnum.

Posted on 28. December 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Mig sem Mann Ársins

Ég hvet aðdáendur mína til að senda tölvupóst á 2006@ruv.is og velja mig sem mann ársins. Keflavík gat komið einhverju dýri þarna í sætið Herra Ísland þannig að ég hef trú á að ég geti orðið Maður Ársins 2006. Þið megið byrja núna.

Posted on 27. December 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Minnistæðar jólagjafir

Var að rifja upp um daginn þær jólagjafir sem ég man virkilega eftir að hafa fengið. Yfirleitt þá steingleymi ég hvaða jólagjafir ég fékk. Jafnvel er það stundum svo slæmt að maður er búinn að gleyma hver gaf manni hvað strax daginn eftir og því erfitt að hitta fólk. Og fólk spyr mann hvort að maður hafi verið ánægður með gjöfina og ég þarf hreinlega að ljúga að ég hafi verið ánægður því ekki hef ég hugmynd hvað viðkomandi gaf mér. En þetta hefur samt lagast síðustu árin. Var virkilega slæmt þegar ég var yngri. Því í æsingnum gleymdi ég að lesa á kortin og það er aldrei góðs viti. Hérna eru nokkrar af þeim gjöfum sem eru sérstaklega minnisstæðar hjá mér.

Nintendo:
Man ekki nákvæmlega hvað ég var gamall þegar ég fékk Nintendo leikjatölvu í jólagjöf. Þetta hlýtur samt að hafa verið eitthvað eftir að hún kom fyrst á markað því að með henni fylgdi Super Mario Bros 3. Ég hugsa að ég hafi aldrei verið jafn ánægður með gjöf sem ég hef fengið. Brosti allan hringinn og svo smá meira. Var oft búinn að prufa Nintendo hjá vinum mínum og var algjörlega agndofa þegar ég opnaði pakkann og sá að ég hafði fengið Nintendo. Spilaði Super Mario Bros allt kvöldið og fram á nótt og daginn eftir og daginn eftir og lét ekki fjarstýringuna frá mér fyrr en ég var búinn að klára helvítið. Svo lét ég seinna meir breyta tölvunni þannig að hún gæti tekið svona multileikjadiska og það var eðall. Á endanum seldi ég tölvuna með öllum leikjunum á 10.000kr. Mestu mistök mín í lífinu. Ef einhver á Nintendo tölvu sem virkar og langar að gleðja lítið hjarta í árbænum þá er ég jafnvel tilbúinn að kaupa hana.

Lítið Snooker borð:
Þessi jól byrjuðu á vonbrigði en enduðu á þvílíkri ánægju. Ég var búinn að skrifa efst á jólalistann minn “Lítið Snóker borð”. Þegar allar gjafirnar voru komnar undir jólatréið og það var byrjað að dreyfa pökkunum áttaði ég mig á því að það var nokkuð ljóst að ég var ekki að fara að fá Snóker borð því það var augljóslega ekki að passa í neinn af pökkunum sem voru undir trénu. Svo kom hver gjöfin á fætur annarri og að sjálfsögðu var maður ánægður en það var tár á hjarta mínu að fá ekki snóker borðið litla sem ég þráði svo mikið. Þegar allt var búið þá laumaðist held ég pabbi upp og náði í risastóran pappakassa og ég vissi náttúrulega strax hvað var að gerast og hoppaði hæð mína af kæti. Ég hafði fengið lítið snóker borð í jólagjöf. Hata þegar fólk segir “billiard borð” þegar það er annað hvort að tala um snóker eða pool borð. Billiard borð er ekki með neinum vösum. Svona eins og bikini. Ég vil taka það fram að litli strákurinn fylgdi ekki með. Það var búið að sérpanta hann úr pakkanum í Neverland einhvers staðar í Bandaríkjunum.

Sjitt ætlaði nú að telja upp fleiri atriði. Kannski mér detti eitthvað í hug meira á næstu dögum fyrir jólin.

Posted on 22. December 2006 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4