Archive

for November, 2006

ALMENNT

Nýyrði

Sá frétt á mbl.is um að Námsgagnastofnun er að leita að nýyrðum yfir tíu ensk orð. Orðin eru eftirfarandi:

casual
Hann var í mjög casual fatnaði

crossover
Músíkin hans er crossover milli popps og rokks

date
Ég deitaði hana lengi

fusion
Á hótelinu er fusion-eldhús þar sem blandað er saman asísku og evrópskum mat

nick
Ég sendi þér nickið mitt á MSN

outlet
Ég fór í outlet-búð í Bandaríkjunum

skate
Við skeituðum á Ingólfstorgi í gær

surf
Ég sörfaði á Netinu í gær

trendsetter
Hún er mikill trendsetter í tískunni

wannabe
Hann er wannabe rokkstjarna

Veitt verða þrenn bókaverðlaun fyrir bestu tillögunnar. Hálf lélegt að fá bara bók fyrir að koma með nýyrði. Sleppa bókaverðlaununum og fá bara heiðurinn. Það er betra. Annars finnst mér eitt vanta þarna og það er “surprise”. Svona þegar fólk öskrar þetta þegar verið er að halda óvænta gleði í tilefni afmælis. Held allavega ekki að það sé til neitt orð eða orðatiltæki fyrir þetta.

Posted on 14. November 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Blackout.Reykjavik.Lomo

Smellti inn smá seríu af því þegar það átti að slökkva á öllum ljósum í Reykjavík til að fólk gæti skoðað stjörnurnar. Það eina sem var gert var að slökkva á ljósastaurum sem er engan veginn næstum því nóg til að sjá stjörnur í miðri borg. Öll fyrirtæki og flestir einstaklingar voru bara með kveikt hjá sér og höfðu lítinn áhuga á þessari tilraun. Enda var skýjað og ekki ein stjarna sem sást. Nema einhverjar söugsagnir voru um það að Geir Ólafs hafi verið að ganga niður laugaveginn. Smellið á myndina til að fara í seríuna.

Posted on 12. November 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

www.pressphoto.is

Fyrir nokkru síðan tók ég við af Þorvaldi nokkrum Erni nokkrum Kristmundssyni sem formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Ný stjórn var líka kosinn og í henni sitja með mér Brynjar Gunnarsson, Heiða Helgadóttir, Sigurður Jökull Ólafsson og Valgarður Gíslason. Fyrsta verkefnið okkar var að setja af stað nýjan vef fyrir blaðaljósmyndarafélagið og opnaði hann núna fyrir stuttu. Ef þið viljið tjékka á honum smellið þá á myndina hérna fyrir neðan.

Það er ýmislegt síðan á dagskrá hjá félaginu og ber þar hæst sýning Blaðaljósmyndara sem er alltaf í febrúar á hverju ári og útgáfa bókarinnar Myndir Ársins.

Ef þið eigið ekki nú þegar bókina frá því í fyrra þá mæli ég eindregið með því að þið eignist eintak af henni. Er til í öllum betri bókabúðum og á edda.is

Posted on 11. November 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Vandræðalegir fréttaþulir

Mér finnst alltaf jafn fyndið þegar það verða einhver smávægileg mistök í t.d. fréttaútsendingu þá virðist vera að fréttafólk fari alltaf í kerfi sama hversu oft þetta hefur komið fyrir það. Líka ef það er að horfa í vitlausa kameru þá eiga þau líka til að fara hjá sér og í kerfi. Sniðugast samt ef það kemur eitthvað vitlaust á skjáinn eða það er ótrúlega lengi verið að klippa yfir í fréttina. Þá situr fréttafólkið og reynir að vera svellkalt en það er rosalega langt frá því að vera kalt og hvað þá svellkalt. Hugsa að það væri ekki svo vitlaust að bæta þessu inn í einhver kúrs í fjölmiðlafræði. Hvernig eigi að haga sér þegar allt fer í voll. Bara pæling.

Posted on 9. November 2006 by Árni Torfason Read More
1 2 3