Archive

for November, 2006

ALMENNT

Jólijól

Ég er einn af mörgum sem er ekki hrifinn af því að fólk er farið að hengja upp jólaskraut í nóvember. Aðallega samt búðir sem eru að þessum vibba svona snemma. Ekki hrifinn af því skal ég segja þér. Ég á enn eftir að fá “og gleðileg jól” frá afgreiðslufólki. Er jafnvel að pæla að segja við fólk sem segir þetta við mig fyrir svona 15.desember að ég haldi ekki upp á jólin og fara svo að gráta. Það ætti að kenna þeim. Annars þarf maður að fara að huga að jólagjöfum svona bráðlega. Það er yfirleitt allt svo dýrt hérna á fróni og lítið til að ég panta yfirleitt soldið erlendis frá. Og það tekur oft tíma sérstaklega ef það er spilaverslun í Kanada sem tilkynnir manni 30.desember að þeir hafi ekki sent gjöfina því þeir sendi ekki til Íslands. Það mun vera eins og 6 dögum of seint fyrir mig. Annars eru ákveðnar hefðir alltaf sem tengjast jólunum.

Síldarveislan: Pabbi er búinn að vera að æfa sig fyrir hina árlegu síldarveislu sem haldin verður 23.desember eins og vanalega. Karrýsíld, rúgbrauð, egg og kóladrykkur er málið að mínu mati. Veit að mörgum finnst síld ekki góð en þetta venst. Svona eins og blautir sokkar nema þeir venjast ekki.

Jólamyndir: Maður tekur alltaf smá jólamyndamaraþon. Yfirleitt samt bara Die Hard eða Leathal Weapon sem ég enda með að horfa á. Þær eru samt doldið jóla þannig að það sleppur.

Spila: Vildi geta spilað meira um jólin. Fólk samt alltaf í einhverjum boðum og oft erfitt að safna fólki saman í gott spil. Ég held að þessi jólin verði það póker. Fínt að tapa aleigunni svona rétt fyrir jólin.

Jóladagatalið: Og þá er ég ekki að meina dagatalið þar sem maður opnaði myndir úr dagatalinu þar sem þau ferðuðustu á baðkari. Palli átti það dagatal en geymdi það hjá Systu ömmu því hann þorði ekki að viðurkenna það. Ég fæ stundum súkkulaðidagatal og gleymi yfirleitt að borða bitana. Háma svo í mig í einum rykk undir lokin á desember.

Skórinn út í glugga: Ekki viss hvað málið er með sveinka. Hann virðist vera farinn að gleyma mér. Laumar stundum einhverju í skóinn á aðfangadag en það er bara ekki nóg. Er að vinna í því að skrifa formlegt bréf og kvarta í gamalmenninu.

McDonalds í hádeginu á aðfangadag: Við Páll e. gerðum þetta að venju fyrir nokkrum árum. Gerðum þetta aðallega bara til að pirra Brynju hans Páls. Jafnvel að það komi sveittur borgaradómur á aðfangadag í ár. Hvur veit.

Kvöldkaffið á aðfangadag: Fjölskyldan hittist alltaf öll heima hjá ömmu eða einhverjum af systrum mömmu. Það er árlegt á aðfangadagskvöld. Troðið í sig kökum og kannski spilað smá ef tími til gefst.

Ekki fleiri venjur sem ég man eftir í bili nema það að renna ofan í poll í hálkubleytu. Ekki beint venja heldur bara klúður.

Posted on 30. November 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Nýtt útlit

Ákvað að breyta aðeins um útlit hérna á síðunni. Hef gert þetta árlega frá því ég byrjaði. Það var kominn tími á breytingu held ég. Tók að gamni screenshot af öllum útlitunum svo þið getið séð breytinguna hérna frá því ég byrjaði 2002.

Á eftir að fínpússa svona hitt og þetta. Setja jafnvel inn myndaalbúm og leitarfídusinn og könnun og fleira.

Posted on 30. November 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

MAX og svo ALMAX

Nú er ég frekar ringlaður. Sá auglýsingu um að einhver búð sem heitir MAX hafi verið að opna og svo var líka að opna eitthvað sem heitir ALMAX. Er fólk svona lélegt að finna nöfn að það bara hermir eftir hvort öðru? Þetta ALMAX er í eigu Árdegi ehf sem á BT, Skífuna og Sony Center en MAX er í eigu Magnúsar Axelsson og þaðan nafnið greinilega komið. Er ALMAX að fara í samkeppni við BT sem þeir eiga líka eða í samkeppni við MAX. Nú skilur maður ekki alveg. Er Almax að fara í samkeppni við sjálfan sig og MAX?

Posted on 18. November 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

ZUNE

Eins og flestir vita þá er Microsoft kominn með spilara í líkingu við Ipodinn sem heitir Zune.

Þetta er 30GB græja, styður MP3, Unprotected AAC og WMA hljóðskrár, WMV, H.264 og MPEG-4 videoskrár og svo JPEG myndskrár. Það er FM Tuner í kvikindinu og það er 3″ LCD skjár á honum. Batterý dugar í 14 tíma án Wirelesss, 13 tíma með wireless. Þá er miðað við tónlistarhlustun. En annars dugar hann í 4 tíma að horfa á video. Það er sem sagt hægt að ná í lög frá öðrum Zune spilurum yfir á þinn Zune spilara. Það er samt bara hægt að hlusta á lag þrisvar sinnum á þremur dögum eftir að þú nærð í það hjá félaga eða félögu. Svo geturðu merkt það og keypt það af netinu seinna.

Þetta er svo sem ágæti svar við ipodinu. Nema hvað að það eru víst alltaf að koma upp einhverjar villur. Hann virkar ekki eins og er með Windows Vista… sem er frekar furðulegt. Kosturinn við hann virðist vera skjárinn. 3″ er ansi ágæt stærð miðað við 2,5″ hjá ipod video t.d. En annars held ég að ipod hafi vinninginn ennþá. Zune spilarinn fær engan veginn nógu góða dóma í prófunum.

Posted on 15. November 2006 by Árni Torfason Read More
1 2 3