Archive

for October, 2006

ALMENNT

Sigurjón heimtaði helgarblog

Og Sigurjón fær helgarblog. Á föstudaginn hitti ég Hormjon, Jómar og Gunnar Stein. Ég held að það sé langt síðan að við allir voru dæmdir lúðar en það er eitthvað sem ég er stoltur af þannig að þetta verður ekki erfitt fyrir mig. Við drukkum öl og spiluðum xbox á skjávarpa. Tiger Woods 2007 var aðal leikur kvöldins sem er algjör eðal leikur verð ég að segja. Það var samt aðeins tekið í aðra leiki en það var eitthvað minna.

Á laugardagskvöldið kíktum við Auður í mat til Hlín og Billa þar sem fleira fólk var mætt á svæðið. Það var fondu sem er mjög mjög heit olía og pinnar og alls konar dót sem maður stingur ofaní olíuna og hitar þannig. Assgoti gott. Þetta var góð gleði og margt viðbjóðslega fyndið sem ég komst að. Og það er bara eitt sem er fyndnast í öllum heiminum og það er R.Kelly, barnaníðingur með meiru, sem samdi eitthvað sem hann vill kalla HipHopera. Þetta eru sem sagt hip hop óperur sem eru í nokkrum köflum hver. Og hann er alltaf með sama lagið undir en mismunandi texta. Það er eiginlega erfitt að útskýra þetta nema bara að horfa á þetta. Linkur á þetta hér. Þetta er allt svona “hann sagði” og “svo sagði hún” og “svo sagði hann” og “svo sagði ég”.

Svo er meira hér:
Chapter 9
Chapter 10

Tjékkið endilega á þeim öllum í röð.

Annars fór sunnudagurinn bara í rólegheit og vinna það sem ég átti eftir að vinna fyrir mánudaginn. Nóg að gera. Svo er það Airwaves á miðvikudaginn.

Posted on 16. October 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Fleiri þættir

Það halda áfram að hefjast sýningar á nýjum þáttum sem eru sumir skemmtilegir og aðrir ekki. En nýjustu þættirnir eru þessir:

Lost Season 3
Það voru margir sem gáfust upp á Lost þar sem á tímabili var þetta komið í algjört rugl. Reyndar á mörgum tímabilum sem þetta fór í ruglið. En ég þraukaði nú samt að horfa á þetta allt saman. Og núna er þriðja serían byrjuð og hún byrjaði með sprengju. Mörgum spurningum var svarað en enn fleiri spurningar voru spurðar. Ég var allavega mjög sáttur með þennan fyrsta þátt í seríu 3 og hlakka til að sjá áframhald af þessari seríu.

Heroes
Það eru búnir 2 þættir af fyrstu seríu af þessum þáttum. Hugmyndir hljómar dálítið spennandi þannig að ég ákvað að tjékka á þeim. Er í þessum töluðu orðum að horfa á þátt númer 2. Þetta byrjar rólega. Verið að kynna persónurnar sem fara með aðalhlutverkin í þessari þáttaröð. Mæli með að þið lesið nánar um þá á imdb.com. Plottið er þetta: “They thought they were like everyone else… until they woke with incredible abilities.” Svona plott getur ekki annað en hljómað vel. Uss.

Posted on 9. October 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Ljósmyndaverkefni

Ég var að pæla að gera nokkur ljósmyndaverkefni. Er með geðveikar hugmyndir. Fyrsta hugmyndin er að taka myndir af flottum stöðum úr lofti. Held að það sé geðveikt flott. Svo er ég að pæla að fá kínverja til að sitja fyrir sitjandi tveir og tveir saman í vinnufötum í kárahnjúkum og setja kannski smá skreytingar fyrir aftan þá. Og þeir verða í skónum. Svo ætla ég að gera seríu þar sem ég tek myndir í svart/hvítu frá færeyjum, grænlandi og íslandi. Er að pæla í að kalla hana “andlit úr norðri” eða “andlit norðursins”. Svo ætla ég að ferðast um landið og taka myndir af alls konar Íslendingum og kalla bókina jafnvel Íslendingar. Svo er ég að pæla í lokaseríunni þar sem ég fer á sama stað og flóðin voru þarna um árið þar sem fljóðbylgjan drap fullt af fólki. Mun líklegast taka þetta í svart/hvítu og taka eina mynd af munkum niðri á strönd að sættast við hafið.

Eða er kannski búið að gera þetta allt saman?

Posted on 8. October 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Fúsbolti, Magni & Dilana og þættir

Loksins loksins loksins er maður byrjaður í vikulegum fótbolta aftur. Langur aðdragandi að fá þesa tíma sem við erum með en það hafðist á endanum, þökk sé Arnari hinum ógurlega. Erum sem sagt í tíma á mánudögum í Gerplu klukkan 22:30. Svona í seinna lagi en hvað gerir maður ekki fyrir boltann. Fyrsti tíminn var sem sagt í gærkvöldi og menn bara furðu sprækir eftir langa pásu. Ég get ekki beðið eftir næsta mánudegi.

Fór í morgun og lét herra Magna og Dilönu fá myndir sem við Auður tókum fyrir þau á tónleikunum á laugardaginn. Þau voru yfir sig hrifin af þeim sem er gott mál.

Er búinn að henda nokkrum myndum inn á síðuna mína. Getið séð þær hér og svo myndirnar hennar auðar hér

Annars eru fullt af nýjum þáttum byrjaðir erlendis og má þar helst nefna.
Extras – Season 2
Þetta eru allra fyndnustu þættir sem hafa verið gerðir. Sami gaurinn og er í The Office. Ekki í bandaríska helvítinu heldur upprunalega breska. Ricky Gervais að fara á kostum. Í fyrstu þáttunum koma fyrir David Bowie, Orlando Bloom og kvikindið með gleraugun sem kallar sig Harry Potter. Þetta eru samt svona þættir sem þú annaðhvort elskar eða hatar.

The Unit – Season 2
Sérsveitarmenn að leysa alls konar verkefni. President Palmer úr 24 fer á kostum. Alvarlegur en góður. Fínir spennuþættir.

CSI – Season 7
CSI Las Vegas er alltaf lang best. Fyrstu þættirnir svakalega spennandi. Framhald eiginlega á milli fyrstu þriggja. Allavega framhald á milli 1-2 og svo stefnir allt í meira í þriðja þættinum.

CSI New York – Season 3
Slakastir af CSI þáttunum að mínu mati en samt góðir. Sem segir meira en margt um þessa þætti. Þeir eru að vinna á. Fín mál í fyrstu þáttunum.

CSI Miami – Season 5
Maður elskar Horatio og hatar strumpinn í senn. Hann er alvarlegur og talar alvarlega og er góður og rauðhærður og harður og ákveðinn allt í senn. Rosaleg skepna þarna á ferð. Mikið búið að gerast í 4 seríu. Þannig að kannski maður ætti að klára hana áður en maður byrjar á þessari. Mikið sem kemur í ljós í fyrstu þáttunum.

Criminal Minds – Season 2
Fínir glæpaþættir. Fjallar um svona profilers. Þeir eru doldið að mata upplýsingar í kanann því þeir skilja ekkert. En ef maður lætur það ekki trufla sig þá eru þeir a.o.k. og meira en það.

Family Guy – Season 6
Peter fer á kostum í þessari seríu.

Greys Anatomy – Season 3
Læknarnir komnir á kreik á ný. Fín afþreying. Stúlkur eru held ég hrifnari af þessum þáttum en strákar en ég elska þetta. Ég er samt ekki stelpa!

Justice – Season 1
Bestu lögræðiþættir sem hafa komið á sjónvarpssviðið. Alltaf sýnt hvað gerðist í lok hvers þáttar sem er algjör eðall!

My Name is Earl – Season 2
Earl reynir að bæta heiminn. Fínir þættir. Eiga eftir nokkur season held ég. Fín hugmynd.

Nip Tuck – Season 4
Læknarnir eru mættir aftur og allt svona nokkuð eðlilegt orðið. Þetta var komið út í hádrama og vitleysu en er að róast. Michael JAckson hinn ungi hefur líka lítið sem ekkert sést í fyrstu þáttunum sem gerir þá eðlilega.

Posted on 3. October 2006 by Árni Torfason Read More
1 2 3