Archive

for October, 2006

ALMENNT

1,2,3 í Airwaves er ekki texti

Þriðja kvöldið af Iceland Airwaves 2006 er afstaðið og stóð ég það af mér. Sem og fimmtudagskvöldið var ég í Hafnarhúsinu og sá þar Baggalút, Benna Hemm Hemm, Islands frá Kanada, Apparat Organ Quartet, Jakobínarínu og The Go! Team frá Bretlandi.

Kántrýsöngur er ekki alveg að mínu skapi og því fer ég strax yfir í að segja að Benni Hemm Hemm voru góðir. Eftir Benna komu Islands frá Kanadíu og í hljómsveitinni er einn kúl söngvari og svo asísk-kanadískir lúðar með fiðlur að vopni og nintento belti. Nintendo beltið var reyndar frekar kúl en hvítu fötin og taktarnir voru það ekki þannig að þeir voru á heildina litið ekki kúl. Og ef einhver fer að væla að ég hafi sagt að asíubúar séu ekki kúl þá getið þið sleppt því. Nenni ekki að standa í rifrildum við ykkur. Apparat Organ Quartet eru með merki og allir sem eru með merki eru kúl og það er ekki flókið. Jakobínarína hoppuðu út um allt og út af sviðinu og hingað og þangað og enduðu svo með því að henda öllu um koll á sviðinu. Það var sniðugt þegar fyrsti tónlistarmaðurinn gerði það en ekki svo mikið núna. Svona svipað eins og að stela ljósmyndahugmyndum. Það er bara ekki kúl því miður. En þeir eru samt hressir og gaman að mynda þá þannig að þeir eiga gott skilið. The Go! Team voru bara leiðinleg og læt ég þar við sitja.

Endaði kvöldið á pylsu á Bæjarins Bestu og var það án efa besta pylsan sem ég fékk í gær. Hljómaði þetta illa?

Læt fylgja þessari færslu þrjár myndir frá gærkvöldinu. Fyrsta er af Islands-söngvaranum með gervihöndina sína sem hann stal líklegast af Buster. Önnur er af Benna Hopp Hopp og sú þriðja Jakobænaræna.


ISLANDS @ Listasafn Reykjavíkur


BENNI HEMM HEMM @ Listasafn Reykjavíkur


JAKOBÍNARÍNA @ Listasafn Reykjavíkur

Posted on 21. October 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Eftir einn kom annar dagur í Airwaves

Það var heldur meira fjör á öðrum degi Airwaves heldur en þeim fyrsta. Ég hef ekki gert það oft en ákvað að vera á sama staðnum allan tímann. Sá um að mynda það sem fyrir augu bar í Listasafni Reykjavíkur, betur þekkt sem Hafnarhúsið. Það sem fyrir augu mín bar þar var Ske, Mates of State, Hot Club de Paris, Tilly and the Wall, Klaxons og svo loks Mugison. Það var fín stemmning þarna. Yfirleitt mikið af fólki nema kannski á Ske þar sem klukkan var rétt um 19 þegar þeir byrjuðu. En engu að síður var sæmilega hresst fólkið sem var mætt. Á eftir Ske kom Mates of State… sem var svona lala bara. Hot Club de Paris voru þrír hressir gaurar sem allt í einu reyndu að beatboxa við a capella söng sem var hálf furðulegt og ekki að mínu skapi því þeir gerðu það ekki vel fannst mér. Eftir alla þessa stráka komu 3 stelpur sem voru hálfgerðar rokk Spice Girls eins og einn ágætur ljósmyndari orðaði það. Þær voru klæddar í furðulegan fatnað en það sem kom út úr þeim var ansi hresst. Tvær sungu og spiluðu á gítar en sú þrðija stappaði í gólfið af miklum krafti. Hressar píjur þar á ferðinni. Heldur betur æstist leikurinn þegar Klaxons stigu á svið. Einn gaurinn var ofvirkur og hljóp með gítarinn út um allt og niður af sviðinu og hingað og þangað hettuklættur. Voru samt nokkuð þéttir og áhorfendur virkilega að fíla þá. Kvöldið endaði Mugison sem er að spila sitt síðasta gigg í hálft ár og hann var að spila fyrir stelpurnar þannig að ég yfirgaf húsið eftir 2-3 lög. Enda ekki verið að syngja fyrir mig. Þetta var gott kvöld á heildina litið.

Ákvað að setja þessa mynd af Tilly and the Wall inn. Fannst hún dálítið öðruvísi og ná að fanga stemmninguna sem var þarna. Steppandi óð kona og önnur í hvítu pilsi og korsilettu og sú þriðja öllu venjulegri að syngja.


TILLY AND THE WALL @ Listasafn Reykjavíkur

Posted on 20. October 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Fyrsti í Airwaves

Í gær hófst hin árlega Iceland Airwaves hátíð. Hef verið með vélina á lofti þar síðustu 4 árin held ég ef ekki lengur. Fyrsta árið mitt sem ég myndaði var þegar The Hives, Blackalicious og FatBoy Slim. Það var 2002 er ég nokkuð viss um.

Kvöldið í gær var ágætt. Þetta byrjar alltaf rólega. Stemmningin ekki orðin nógu hress. Vona að það skáni í kvöld. Það sem ég sá fyrsta kvöldið var Spaceman, Kenya Nemor, DJ Platinum, Bent, Fræ, Original Melody, Forgotten Lores, Dikta og We are Scientists. Það er ekki flókið að segja frá því að Dikta stóðu upp úr. Er mjög hrifinn af því bandi. We are Scientists voru líka mjög fínir. Náði samt ekki að sjá þá alla þar sem ég þurfti að vera mættur að mynda Fræ. Fræ komu á óvart. Hef ekkert verið rosalega hrifinn af því sem ég hef heyrt í útvarpinu en þeir komu bara skemmtilega á óvart.

Ætla að smella einni mynd hérna eftir hvern dag. Kannski af því bandi sem mér þótti skemmtilegast eða einfaldlega myndin sem ég var mest hrifin af eftir kvöldið. Hér kemur sú fyrsta.


DIKTA @ Gaukurinn

Posted on 19. October 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Engin einkamál hér!

Mér varð smá brugðið þegar ég sé baksíðuna á mogganum í dag. Þar var grein um einhvern strák sem setti víst upplýsingar um bekkjarsystur sína inn á einhvern einkamálavef. Stuttu seinna fóru einhverjir dólgar að hringja í aumingja stúlkuna. Fékk víst 11 símtöl á klukkutíma. En mér var svo sem ekki brugðið við það að hann hafi gert þetta en mér varð brugðið að myndin við fréttina sýndi vefinn minn sem tengist þessu máli ekkert. Þetta var mynd sem þorvaldur tók fyrir einhverja allt aðra frétt á sínum tíma. Vildi bara koma þessu á hreint að engar einkamálaauglýsingar eru að finna hér og ég stunda það ekki að setja upplýsingar um aðra á einkamálavefi.

Hjalti fær plús í kladdann fyrir kommentið hérna í færslunni fyrir neðan :) Hélt að enginn myndi taka eftir þessu að þetta væri vefurinn minn. Þetta er mynd af síðasta útliti vefsins.

Annars er það Airwaves í kvöld og hér læt ég fylgja með nokkur kvikindi frá því í fyrra:

Posted on 18. October 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Hvað lærði ég í dag?

Jú… ég lærði það að konur sem eru að mála sig í umferðinni eru lítið að fylgjast með hvað þær eru að gera. Ég lærði að það er óþarfi að segja ókunnugu fólki að ég hafi bara verið að sækja mixerinn. Og síðast en ekki síðst lærði ég að það er ekki sniðugt að hlaupa í hettupeysu ef maður er með síma í hettupeysuvasanum. Því að þá flýgur síminn úr vasanum og undir að minnsta kosti þrjá bíla. Sem er vesen.

Posted on 16. October 2006 by Árni Torfason Read More
1 2 3