Archive

for October, 2006

ALMENNT

Sveittur Borgari – American Style

Það er kominn tími til á borgaradóm. Byrjuðum sterkir við Páll E. en svo fór þetta niður á við og það gafst ekki tími og eitthvað rugl bara. Skelltum okkur af stað aftur og við vorum ekki að ráðast á girðinguna þar sem hún er þynnst. Við fórum á American Style niðri í bæ.

American Styleli
American Style

Maturinn:
Það er eiginlega ekki hægt að byrja umfjöllun á American Style á öðru en frönskunum. Held að það sé enginn staður á landinu sem gerir eins góðar franskar. Þær eru margar, ljúffenga, semi sveittar og gómsætar. Jafn leiðinlegt að það er að nota tannþráð… jafn góðar eru franskarnar á Ameríska Stælnum. Hamborgarinn er stór, temmilega mikið grænmeti… mætti reyndar kannski sleppa einni gúrkunni en það er nú ekki stórmál. Kokkarinn (kokteilsósan) fylgir ekki með og maður þarf að borga sér fyrir hana sem er ókostur. Yfirleitt tekur hún líka dýrmætt frönskupláss en gerði það reyndar ekki í þetta skiptið. Máltíðin rennur niður eins og smjör á sjóðheitum líkama.
American Style

Það er “frí áfylling” sem þýðir líklegast ein frí áfylling. Hef reyndar aldrei fylgt þeirri reglu og hvað þá kókdrykkjusvólgurinn hann Páll. Bjó þetta orð til. Kókið er gott en glösin mættu vera stærri. 0,5l glös væru alveg málið.

Staðurinn:
Staðurinn er mjög stór og nóg af sætum. Öll sætin eru básasæti og það líka okkur. Fínt að vera í smá næði frá hinum. Ljósin fyrir ofan borðið fá hæstu einkun. Það er ekki að lýsa í augun heldur bara á mitt borðið. Mjög kósý stemmning. Maður gæti jafnvel boðið kærustunni fínt út að borða í sveittan borgara. Það var ekkert lesefni sjáanlegt sem er ekki alveg nógu gott því maður þarf að bíða eftir borgaranum í dálitla stund. Hins vegar er hægt að skoða myndir uppi á vegg… nema hvað við sátum við mynd af Tommy Lee á pungbindi. Ekki alveg nógu gott það.
American Style

Staðsetning:
Staðsetningin á þessum stað niðri í bæ er ágæt. Bílastæðin eru hins vegar vesen. Það þarf að borga í þau. Vorum reyndar heppnir og fundum stæði sem var 1:25 eftir af mælinum. En þetta gæti verið vandamál seinna. Mæli því frekar með einhverjum af öðrum AS stöðunum.
American Style

Samantekt:
- Hamborgarinn er stór og góður
- Franskarnar eru frábærar og skara fram úr
- Þurftum að borga fyrir kokktarann
- Frí áfylling fín en mættu vera stærri glös
- Verðið er ansi hátt en maður fær samt mikið fyrir peninginn
- Maður þarf að borga í stæði

Stjörnugjöf:
Við gefum í hamborgurum og frönskum. Einn hamborgari jafngildir einni stjörnu og franskar jafngildir hálfri stjörnu. Við gefum mest fimm hamborgara.

American Style fær HamborgariHamborgariHamborgariHamborgariFranskar

Fyrri dómar:
- Red Chili
- Hamborgarabúlla Tómasar – Hafnarfjörður
- Brautarstöðin
- Anna Frænka
- Eikaborgarar

Posted on 28. October 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Óvæntur glaðningur seinna í dag

Já gott fólk. Það er loksins komin helgi. Alltaf gott að fá eitt stykki svoleiðis. Vikan er búin að vera ágæt. Sæmilegt að gera. Er að leggja lokahönd á vefsíðu sem fer í loftið á mánudaginn. Segi ykkur frá því seinna. Mamma á afmæli í dag… eða gær. 27.okt sem sagt. Hún og pabbi skelltu sér yfir helgina til Madríd í tilefni dagsins. Heyrði í þeim í dag og þau voru bara að tjilla feitt í góða veðrinu. Planið á morgun er að kaupa örbylgjuofn þar sem að sá sem er hérna núna er frá 1989 og hann er formlega ónýtur. Ótrúlegt hvað hann hefur staðið sig vel. Mæliði með einhverjum nettum? Annars er von á óvæntum glaðning hérna á síðunni minni seinna í dag, laugardag. Fylgist með. Kveð ykkur í bili.

Posted on 28. October 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Bíóhækkun

Það er enn og aftur búið að hækka bíóverðið. Hækkunin er 100 krónur og kostar því nú 900 krónur að fara í bíóhús. Það hlýtur að eiga við um öll bíóhúsin. Erum við að tala um ólöglegt samráð? Man einhvern tíman var sagt að bíóverð hafi hækkað því dollarinn hafi hækkað svo mikið. Svo lækkaði dollarinn en verðið hélt bara áfram að hækka. Furðulegt það. En þetta er ekkert flókið. Maður bara fer ekkert í bíó nema ef maður vinnur bíómiða.

Posted on 25. October 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

2+2 í Airwaves

Síðustu dagar voru ansi fljótir að líða og Airwaves 2006 er formlega búin. Þetta var hressandi hátíð eins og alltaf en það var eitthvað við hana sem gerði hana ekki eins hressa og í fyrra. Veit ekki nákvæmlega hvað það var en það var eitthvað.

Það sem ég sá í gær var Siggi Ármann, Ólöf Arnalds, Kira Kira, Joseph Marzolla, Daníel Ágúst, Pétur Ben, Biggi, Leaves, The Cribs og Kaiser Chiefs. Var sem sagt með annan fótinn á Iðnó og hinn fótinn í Hafnarhúsinu. Það var einstaklega gaman að mynda Daníel Ágúst. Hann er líflegur á sviðinu og þegar ég segi líflegur þá meina ég geðveikur og hoppandi út um allt, tungan út og hægri snú. Afar skemmtilegt myndefni þar á ferðinni. Sá Pétur Ben í fyrsta skipti og var hrifinn. Var aðeins búinn að hlusta þannig að ég vissi svo sem hverju ég átti von á. The Cribs og Kaiser Chiefs voru ekki eins góðir og ég átti von á. Smá vonbrigði þar en svo sem ekkert hægt að gera í því. Fann litla myndavél á gólfinu í Hafnarhúsinu sem einhver hafði greinilega misst. Þannig ef einhver saknar myndavélar þá getiði haft samband. Mun svo smella henni á morgun í óskilamuni hjá Airwaves eða í Hafnarhúsinu.


DANÍEL ÁGÚST @ Listasafn Reykjavíkur


LEAVES @ Listasafn Reykjavíkur


PÉTUR BEN @ Listasafn Reykjavíkur


THE CRIBS @ Listasafn Reykjavíkur


KAISER CHIEFS @ Listasafn Reykjavíkur

Posted on 22. October 2006 by Árni Torfason Read More
1 2 3