Archive

for September, 2006

ALMENNT

Bikarúrslit og LOMO

Setti inn myndir frá bikarúrslitum kvenna sem Valur sigraði í vítaspyrnukeppni sem landinn missti af þar sem RÚV ákvað að byrja bara á fréttunum í staðinn. Remote vélin var að gera fína hluti. Náði 3 mörkum og flestum vítunum ágætlega. Svo setti ég inn nokkrar myndir frá interrailferðalaginu inn á LOMO síðuna á torfason.is. Svo reyni ég að vera duglegur að setja inn á Flickr.com í leiðinni.

Posted on 11. September 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Þættir

Það sem fær mann til að brosa í loka sumars þegar það er rigning heilu dagana og ömurlegheit… og það eru sjónvarpsþættir. Nú fara þeir að hrannast einn á dagskrá sjónvarpsstöðvanna hver af öðrum. Og það kætir mitt litla hjarta. Þeir eru rosalega mis skemmtilegir. Sumir alveg það versta sjónvarpsefni sem hefur verið gert en aðrir ansi sniðugir. Sumir svokölluð b-skemmtun sem er bara sama og b-bíómyndir. Fín afþreying en ekki eitthvað listrænt meistaraverk.

PRISON BREAK
Prison Break eru byrjaðir af fullum krafti og á morgun, mánudag, verður sýndur fjórði þátturinn í annarri seríu. Ég var mjög efins þegar ég frétti að það ætti að koma önnur sería sem fjallaði um flóttann. Svo byrjaði þetta fyrir skemmstu og þeir eru að koma skemmtilega á óvart. Það er kominn ofurklár lögreglumaður í spilin sem er leikinn af William Fichtner sem virðist vera á mörkunum alltaf að sjá fyrir næsta leik Michaels. Einhvern veginn grunar mig samt að herra Scofield eigi samt eftir að bjarga sér. Sjáum hvað setur. Vonandi að þetta season verði bara frekar stutt svo þetta endi ekki í algjörri steypu eins og svo oft vill verða.

Næsti þáttur: 11. september

CRIMINAL MINDS
Ég hef haft mjög gaman af Criminal Minds. Þessir þættir eru í gangi á RÚV núna og held því að þeir hafi farið framhjá mörgum. Fólk virðist ekki trúa því að það geti eitthvað skemmtilegt verið á RÚV. Þetta eru þættir sem fjalla um svona “profilers” hjá FBI. Eru sem sagt að koma að glæpum og áætla hvernig morðinginn eða afbrotamaðurinn hagar sér, hversu gamall hann sé og alls konar til að finna hann. “An elite group of profilers analyze the nation’s most dangerous criminal minds in an effort to anticipate their next moves before they strike again.”… kannski að þið skiljið þetta betur. Fínir leikarar og vel gerður þáttur. Ef þið hafið ekki þegar tjékkað á honum ættuð þið að gera það hið snarasta því að annað season byrjar 20.september næstkomandi í bandaríkjunum. Fyrsti þátturinn í annarri seríu er framhald af síðasta þættinum í fyrstu seríunni og hann endaði svakalega!

Næsti þáttur: 20. september

VANISHED
Vanished eru þættir sem komu á óvart. Byrjuðu svona sæmilega en eru orðnir mjög spennandi núna. Fjalla um eiginkonu þingmanns sem er rænt og vafasama fortíð hennar. Samkvæmt mínum upplýsingum virðist þetta vera 6. þátta röð sem er oft fínt. Svona minni þáttaraðir finnst mér oft fínar. Oft sem þáttaraðir verða allt of flóknar og miklar pælingar. Þ.e.a.s. í svona þáttaröðum sem allir þættirnir fjalla um sama atburðinn. Hann er reyndar svona á mörkunum að flokkast undir B-þátt því það eru svo margir fínir þættir sem maður vill frekar horfa á en samt mjög góður og fín afþreying. Spurning hvort hann geti ekki verið B+ eða A- þáttur.

Næsti þáttur: 11.september

CELEBRITY COOKING SHOWDOWN
Celebrity Cooking Showdown er dæmi um mjög leiðinlegan og slakan þátt. Þetta er sem sagt raunveruleikaþáttur þar sem einhverjar algjörar b-stjörnur í bandaríkjunum taka þátt í einhverri kokkakeppni. Þau fara til atvinnukokka og læra að gera einhverja þrjá rétti. Svo koma þau í stúdíó og þar fer keppnin fram. Fá 50 mínútur til að elda held ég. Svo er gaur að lýsa þessu “Steve hleypur að ísskápnum og nær sér í egg… hann er ekki að finna þau… þetta er ótrúleg spenna!” Plottið er sem sagt að það eru 2 “missing ingredients” þannig að fólkið þarf alveg að ná í þau inn í ísskáp eða á borð. Alveg dead boring þáttur í alla staði. Ætla ekki einu sinni að segja ykkur hvenær næsti þáttur er því að þið viljið ekki horfa á hann. Mæli frekar með að þið prjónið á ykkur sokka fyrir veturinn. Mun meiri skemmtun í því.

Eru einhverjir aðrir þættir sem eru að byrja eða eru byrjaðir sem maður ætti að fylgjast með?

Posted on 11. September 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Magni í úrslit!

Magni er kominn í úrslitin. Hugsa að hann hafi fengið flest atkvæði annan þáttinn í röð. Hann var sem sagt einn pottþéttur og síðasti í botn þrjú var Lukas. Valið stóð á milli Toby og Lukas. Annars held ég að Dilana sé að fara að detta út hvað á hverju.

Update:
Storm datt út. Þannig að það verða Magni, Toby, Lukas og Dilana í úrslitum. Ég hallast að því að það verði Toby sem taki þetta svo.

Posted on 7. September 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Steve Irwin stunginn af skötu í hjartastað

Brá heldur betur þegar það var sagt í hádegisfréttunum á NFS að Steve Irwin, betur þekktur sem “Crocodile Hunter”, hafi látist eftir að skata stakk hann í hjartastað. Hann var að taka upp þáttaröð sem heitir “Ocean’s Deadliest” undan ströndum Ástralíu. Hann hætti sér sem sagt aðeins of nærri skötu sem er með eitraða brodda á halanum sínum og svo bara stakk hún hann í hjartað. Það er víst mjög sjaldgæft að fólk láti lífið af svona stungu. Það eru gífurlega litlar líkur að hún nái að stinga í gegnum rifbeinin og í hjartað en það var akkúrat það sem gerðist. Hann hefur oft gert misgáfulega hluti í þessum þáttum sínum. Eiginlega bara furðulegt að þetta hafi ekki gerst fyrr.

Posted on 4. September 2006 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4