Archive

for September, 2006

ALMENNT

Mirza Dajić

Ef maður leitar að orðunum “Mirza Dajić” á www.google.ba þá eru niðurstöðurnar þessar. Fjórði efsti linkurinn vísar inn á torfason.is og nánar til tekið á mynd af perlunni. Þetta er afar furðulegt hvernig þetta internet virkar. Finnst þetta eiginlega furðulegra heldur en þegar ég komst af því þegar embla.mbl.is opnaði að ef maður leitar að Britney Spears þá er ég efstur í röðinni. Og það sem er kannski skemmtilegra er að ef maður leitar að orðinu svalur á emblunni þá er ég 6 efstur á lista og katrin.is þar strax á eftir mér. Hef alltaf sagt þetta. Ég er einum svalari en katrin.is.

Posted on 19. September 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

a – ö.is

Fór allt í einu að pæla hverjir hefðu fengið sér öll þessa einnar stafar lén sem voru í boði hérna um árið. Held að isnic hafi ætlað að græða á tá og fingri á þessu. Man ekki alveg hvernig þetta var. Held að fólk hafi boðið í þetta eða þá það hafi verið fast verð sem var meira heldur en venjulegt. En hérna fyrir neðan eru upplýsingar um öll lénin og hvað er á þeim ef þið nennið ekki að skoða þetta sjálf.

www.a.is
Einhver Ívar Pálsson með þessa síðu. Hann talar um einhvern Stebba þarna sem virðist vera hinn persónuleikinn hans eða eitthvað. “Stebbi var að sjá Marseringu Mörgæsanna…” og “Stebbi segir alveg ótrúlegt hvað mörgæsirnar hafa mikla þolimæði og hvað þær leggja mikið á sig til viðhalds stofninum.” Annað er lítið að finna á þessari síðu heldur en “þarna á eftir að koma eitthvað” og fleira í þeim dúr.

www.b.is
Sami gaurinn á b.is og er með akkúrat það sama og á a.is

www.c.is
OgVodafone á c.is og því fer maður beint inn á ogvodafone.is síðuna. Allt gott og blessað með það. Veit samt ekki tenginuna hjá þeim við c-ið.

www.d.is
Það kom ekki á óvart að d.is tengist sjálfstæðisflokkinum eitthvað. Ungir Sjálfstæðismenn eiga þetta lén og eru þar með svo sem ágætis síðu. Ekki alveg nógu vel uppfærður greinilega þar sem síðasta frétt er skrifuð 26.maí í ár.

www.e.is
Önnur óskiljanleg tenging. Íspólar ehf á lénið e.is. Ekki baun að finna á þessari síðu nema bara upplýsingar um hver er framkvæmdarstjóri og e-mail.

www.f.is
Aftur fer maður á síðuna hjá honum Ívar/Stebba sem er einnig eigandi a og b.is

www.g.is
Á g.is fara Olga og Garðar á kostum í Boston eins og stendur ofarlega á síðunni. Og ég þekki þennan Garðar. Hann æfði með mér fótbolta og var svo í Versló. Ansi ágætur piltur þar á ferðinni.

www.h.is
Maður er ekki lengi að lesa “h.is” og því ekki þörf að fara í hraðlestarskóla. En þessa síðu á hraðlestrarskólinn. Ekki sú allra flottasta sem maður hefur séð en skilar ábyggilega sínu.

www.i.is
DesignEuropa á i.is. Ekki viss á tengingunni. Þeim virðist eitthvað að vera að fara fram. Voru með hræðilega vefi hérna á árum áður. Virðast hafa nælt sér í skárri hönnuð heldur en þessi sem var.

www.j.is
Það er ekkert að finna á j.is en eigandi samkvæmt isnic.is er Jón og Jón sf skráður í Enico eða eitthvað í Californiu. Kannski gerist eitthvað hresandi þarna einhvern daginn.

www.k.is
Nei… nú má þetta fara að verða gott af Ívari og mörgæsinni hans!

www.l.is
Annað stórfyrirtækið hérna á ferðinni. Landsbankadeildin er með lénið l.is. Eitt af fáum sem þessi Ívar virðist ekki hafa náð. Nema að hann hafi keypt bara allt og er að selja þetta háu verði.

www.m.is
www.m.is færir mann yfir á m.glitnir.is. Greinilega mobile útgáfa fyrir netbankann. Sniðugt verð ég að segja.

www.n.is
Þarna er að finna plúskort sem er eitthvað vildarkort. Hef aldrei heyrt þetta áður held ég og veit því ekkert hvað þetta er.

www.o.is
Ívar og mörgæsin hans.

www.p.is
Flottasta síðan hingað til. Bara ein lítil mynd. Einhver sem ætlar sér stóra hluti held ég. Usss.

www.q.is
Sko þessi Ívar hefur eitthvað aðeins tapað sér þegar þessi lén voru til sölu í upphafi. Man ekki hvað hvert þeirra kostaði. En ábyggilega ekki lítið.

www.r.is
Ívar hress aftur og aftur og aftur. Fæ ekki nóg af honum… eða jú!

www.s.is
Jón og Jón aftur með lén hérna sem ekkert er búið að gera við. Það á ekki að leyfa fólki að kaupa nema það ætli að gera eitthvað við þetta.

www.t.is
TM Software er með þetta lén. Þetta er svona hugbúnaðarfyrirtæki með alls konar lausnir og dót.

www.u.is
Þarna fer maður á vefhotel.com sem er hýsing á vefnum sýnist mér í fljótu bragði. Ekki alveg nógu flott síða þannig að ég veit ekki hvort ég myndi treysta þessu. Skil ekki tenginuna á milli “u” og vefhotel.com.

www.v.is
Deja Vu! Ívar hress þarna enn og aftur.

www.x.is
X-lausnir. Veit ekki meir. Engar upplýsingar og ekki neitt. Gott að hafa svoleiðis á netinu…

www.y.is
Ívar vertu velkominn aftur. Ert augljóslega að vinna einhverja keppni.

www.z.is
Hahaha… Z.is brautir og gluggatjöld. Doldið sniðugt hjá þeim að vera með þetta lén. Eitt af fáum sem maður sér tengingu við efni vefarins.

www.þ.is
Það virðist bara enginn eiga þ.is

www.æ.is
Enginn heldur æ.is

www.ö.is
Enginn heldur ö.is. Kannski bara má ekki vera með íslenska stafi svona eina og sér. Það má samt hafa íslenska stafi inni í orðum í lénum.

Niðurstaða:
Ívar Pálsson er held ég íslandsmeistari í að eiga eins stafa lén.

Posted on 17. September 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Nick Cave

Fór á gær á Nick Cave. Nick Cave er frekar svalur gaur. Alveg að verða sköllóttur en samt með flaxandi sítt hár niður á axlir. Svo var ég ánægður að hann var með plástur á puttanum. Eftir myndatökuna röltum við Auður aðeins inn á tónleikana og hlustuðum á svona 4-5 lög. Mjög fyndið að fólk var alltaf að hrópa upp hvaða lög það vildi að Nick Cave tæki og hann var greinilega bara alltaf að bíða eftir að einhver segði lagið sem var næst á set-listanum hjá honum. Fólk var held ég ekki að fatta þetta þangað til hann sagði þeim hvernig þetta var. Fannst það frekar fyndið. Annars er ég að pæla að kíkja á CLERKS II í kvöld. Er frekar spenntur fyrir henni. Er mjög hrifinn af Kevin Smith… eða sko… ekki honum heldur myndunum hans.

Posted on 17. September 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Rockstar:New Kids on the Block

Það er verið að tala um að það verði næst Rockstar:New Kids on the Block þar sem Mark Wahlberg verður fremstur í flokki að leita að nýjum söngvurum með sér. Þetta verður almennilegt rock star.

Update: Fyrir fólk sem er að halda því fram að Mark Wahlberg hafi ekki verið í hljómsveitinni. Þetta var sem sagt þannig að hann byrjaði í bandinu en hætti eftir 3 mánuði áður en þeir urðu frægir og fóru að gefa eitthvað út.

“His older brother Donnie was a member of the 1980′s singing sensation – The New Kids On the Block. Mark himself had been an original member of the band but had backed out early on – uncomfortable with the squeaky clean image of the group.” – imdb.com

“Mark Wahlberg was briefly one of the original New Kids On The Block, a band of Boston city kids whose factory-made pop dance tunes overwhelmed the charts in the 1980s. He then formed Marky Mark and The Funky Bunch and became a pop idol in his own right, famous for innocuous dance tunes and oft-exposed briefs.” – who2.com

“Wahlberg was born in Dorchester, MA, on June 5, 1971; at 13, he and older brother Donnie were recruited by teen pop svengali Maurice Starr to join the producer’s latest project, New Kids on the Block. After just three months Mark left the group” – vh1.com

“Donnie assisted in helping to recruit other members. Among them were his younger brother Mark and his best friend Danny Wood. Wahlberg later coaxed former classmates Jonathan and Jordan Knight, both of whom had exceptional singing voices, into joining.” – wikipedia

Þá er þetta komið á hreint.

Posted on 13. September 2006 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4