Archive

for September, 2006

ALMENNT

Slökkvi slökkvi ljós og ekkert sést

Þetta plan að slökkva á öllum ljósastaurum til að sjá stjörnur var svo innilega ekki að virka. Það virkar ekkert að slökkva á ljósastaurum ef allir hafa kveikt á sér. Svo er ekki gott að það sé skýjað. Sjást ekki margar stjörnur. Eina sem sást var endurspeglunin af geimstöðinni sem sést eiginlega alltaf bara. Mér fannst þetta uppátæki bara ýta undir leti hjá fólki. Ef fólk vill sjá stjörnur þá bara keyrir það aðeins út fyrir bæinn eða þá fer upp í Árbæ. Þar sér maður stjörnur fínt án þess að ljósin séu slökkt. Ef þetta uppátæki verður ekki notað í Áramótaskaupið í ár þá verð ég fyrir vonbrigðum því þetta var mjög fyndið. Ég heyrði að það ætli gaur að prumpa með lokuð augun uppi í Breiðholti miðvikudaginn 11.október. Fólk ætlar víst að fjölmenna þangað.

Posted on 28. September 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

MYNDIR TIL SÖLU

Er í mesta basli með pláss fyrir myndirnar mínar sem hafa verið svo heppnar að komast á sýningu Blaðaljósmyndara undanfarin 3 ár. Ákvað því að taka mynd af myndunum og smella á netið ef einhver hefur áhuga á að fjárfesta í eins og einu stykki. Myndirnar eru í mismunandi stærðum og ásigkomulagi. Smellti stærðinni á hverri mynd og smá upplýsingum um myndina fyrir neðan hverja og eina. Myndirnar eru samt lang flestar í mjög fínu lagi. Einstaka mynd sem er með smá hnökrum í hornunum. En það er ekki neitt til að tala um.

Ef þið hafið áhuga á að kaupa þá getið þið sent mér línu á arni(hjá)hamstur.is með númeri á myndinni sem er að finna í hægra horninu á þeim. Hugsa að það sé líklegast að ef einhver sem er á myndunum sér þetta og vill eiga sig stóran uppi á vegg. Eða jafnvel ættingi sem þekkir einhvern á myndunum.

Myndirnar er að finna hér.

Ef það gengur illa að selja þetta mun ég taka allar myndirnar og byggja mér lítinn kofa úti í garði þar sem ég mun sofa og spila könustu við sjálfan mig.

Posted on 27. September 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Attacked by Giant Puppet

Ég hugsa að allir á Íslandi hafi séð videoin á youtube.com af brúðunni á röltinu á laugarveginum. Það eru nokkur video. Virðist vera eins og þetta sé eitthvað stórt auglýsingaplott. Brúðan er í Levis buxum sýnist mér. Svo eru öll videoin leikin af einhverju fólki sem leikur skelfilega illa. Einnig eru videoin rosalega stutt flest. Bara nokkrar sekúndur. Tjékkið endilega á þessu. Ef einhver veit nákvæmlega sannleikann á bakvið þessi video þá má hann endilega kommenta hérna fyrir neðan.

Það sést mjög vel á þessu video hér að þyrlurnar eru ekki að hreyfa brúðuna því höndin á kvikindinu fer niður á undan þyrlunni.

Posted on 24. September 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

"Ætlaði bara að faðma hann"

Það er alltaf gaman að heyra af því þegar fólk ákveður að gera eitthvað gáfulegt. Rakst á þessa frétt á mbl.is. Það var sem sagt maður sem ferðaðist í 7 tíma til Peking til þess eins að sjá pandabirni í dýragarðinum þar í bæ. Þegar hann mætti til Peking skellti hann í sig svona 4 bjórum og hélt svo í dýragarðinn. Þar sá hann pöndu og hvað gerir maður þegar maður sér pöndu? Jú maður faðmar hana og það gerði Zhang Xinyan. Pandan sem heitir Gu Gu var ekki hrifin af þessu uppátæki og beit Zhang í báða fæturnar. Zhang var ekki hrifinn af því að vera bitinn og reyndi að bíta Gu Gu í bakið sem gekk auðvitað ekki þar sem Panda er ekki pylsa heldur panda.

“Enginn hefur sagt mér að pandabirnir bíti,” sagði Zhang í viðtali við dagblaðið Beijing Morning Post, eða Peking Morgun Póstur í beinni þýðingu.

Posted on 21. September 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

"Ég er alltaf að þvo á mér hárið á laugardögum."

Var að horfa á kastljósið og sá þar að Pétur L. Kárason mun sjá um áramótaskaupið í ár. Ég er mjög ánægður með það þar sem þessi maður er held ég einn af þeim sniðugri á landinu frá upphafi. Hann á eftir að gera góða hluti og ég mun sitja spenntur fyrir framan sjónvarpið þegar þulan er ekki hluti af áramótaskaupinu í fyrsta skipti í 18 ár og kynnir það bara venjulega.

Fannst gott svar þegar Kastljósstúlkan spurði hann hvort hann horfði ekki á Spaugstofuna. Hann svarði: “Ég er alltaf að þvo á mér hárið á laugardögum.” Nú bíð ég eftir einhverjum alvarlegum…

Posted on 20. September 2006 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4