Archive

for August, 2006

ALMENNT

Ísland – Spánn í kvöld

Ég ákvað að skella mér á Ísland – Spánn í kvöld að mynda. Hef ekki myndað knattspyrnu í ansi langan tíma vegna utanferðar minnar. Hef mikið gaman af því að mynda knattspyrnu og ekki verra ef það er landslið í boði. Ég ætla að prufa dálítið nýtt á leiknum í kvöld. Það verður gaman að sjá hvort það virkar eins vel og það ætti að virka. Annars fannst mér myndin hans Sverris á forsíðunni á mogganum alveg eðal stemmningsáritunarmynd. Mun betri en þær sem voru í öðrum miðlum.

Annars er helst í fréttum að ég er að fara í klippingu á eftir. Hef ekki farið í klippingu í svona 2 mánuði sem er í það lengsta. Er kominn með fagra síða ljósa lokka alla leið niður á læri. Hugsaði oft um það í ferðalaginu að labba inn á næstu klippistofa og biðja um snoðun. Allavega svona undir lokin á ferðalaginu.

Sjáumst á leiknum í kvöld.

Posted on 15. August 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Er ég bara geðveikur?

Síðustu daga, vikur, mánuði hef ég ferðast ansi mikið í lestum, rútum og einstaka leigubílaferð. Þegar ég hef ekkert að gera þegar ég er að feraðst með farartæki á ég það til að líta út um gluggann og hugsa að ég sé á hjóli eða hjólabretti eða eitthvað á fullri ferð meðfram rútunni, lestinni eða öðru farartæki. Ég man eftir að hafa gert þetta þegar ég var lítill og þetta hefur tekið sig upp svona öðru hverju. Er einhver annar sem hefur gert þetta þegar hann/hún var lítill/lítil eða jafnvel einhver sem gerir þetta reglulega í strætó á leiðinni í TBR á borðtennisæfingu?

Ef enginn kannast við að hafa gert þetta þá er ég algjörlega einn sem gerir þetta og mun leggja sjálfan mig inn á einhverja eðal geðdeild í Reykjavík. Með von um skjót svör.

Posted on 12. August 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Heimkoma: 23:55

Sit á flugvellinum í Barcelona og tengdur þessu líka ágæta neti. Sit með kex og sítrónuvatn því það er eina sem var til í búðinni. Sit með 5 töskur og ennþá slatti í að check in byrji. Sætin eru þægileg… og þegar ég segi þægileg þá meina ég úr stáli og því mjög óþægileg. Er búinn að vera á ferðalagi í 50 daga og því orðið ansi gott. Búin að heimsækja á annan tug landa og enn fleiri borgir Búinn að sjá margt merkileg og enn meira ómerkilegt. Þetta er búið að vera gott frí. Ekki frá því að það sé með þeim betri sem ég hef farið í. Það er samt ágætt að koma aftur til Íslands. Fínt að þurfa ekki að búa í ferðatösku lengur.

Ætla að segja þetta gott í bili. Kveðjur frá Barcelona.

Posted on 11. August 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

11.ágúst heimkoma

Jæja þá styttist í heimkomu. Tæp vika eftir. Er núna staddur á Spáni, nánar tiltekið Lloret de Mar, og baða mig í sólinni. Væntanlega allir hressir og kátir í tjaldi úti á landi akkúrat núna. Er ekki verslunarmannahelgi? Það eru fleiri póstkort komin inn á http://arnit.mis.is/interrail/.

Planið hérna er eins og ég sagði áðan að slappa af eftir ansi langt og strembið, en jafnframt skemmtilegt, ferðalag. Erum búin að sjá margt og labba mikið. Löbbuðum yfirleitt svona 7-10km á dag sem er ansi mikið fyrir lítinn mann eins og mig. Svo ætlum við allavega einu sinni aftur til Barcelona. Höfum farið 2 nú þegar. Einu sinni í dýragarð og svo einu sinni að versla.

Bið að heilsa heim á Ísland og hafið það gott um helgina. Yfir og út.

Posted on 5. August 2006 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4