Archive

for August, 2006

ALMENNT

Kárahnjúkar hér kem ég

Er á leiðinni út á land eftir svona 2 tíma. Fer með Auði og systir hennar, Heiðu, og kærastanum hennar, Tómasi. Aldrei þessu vant verð ég ekki keyrandi þar sem Tómas ætlar að fara á bíl. Planið er að keyra á Egilsstaði í dag. Svo verður komið við í Kárahnjúkum þar sem við fáum leiðsögn um svæðið. Svo er planið að keyra þarna eitthvað um næsta nágreni og sjá meðal annars Öskju, Kverkfjöll, Mývatn og eitthvað fleira skemmtilegt. Komum heim á sunnudaginn líklegast.

Ákvað að gamni mínu að prufa Flickr um daginn til að sjá hvernig þetta kerfi virkar. Virðist vera nokkuð sniðugt. Hefur sína kosti og galla. Er búinn að henda einhverjum nokkrum myndum inn á svæðið mitt sem er að finna hér:
http://www.flickr.com/photos/torfason/

Auður er líka með svæði þarna:
http://www.flickr.com/photos/audursig/

Posted on 24. August 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

9%

Það eru 9% búin af formötun á c-drifinu mínu. Í gær ákvað hann bara að deyja. Kom eitthvað NTDETECT.COM failed to lunch og eitthvað megavesen. Leitaði á netinu og fann einhverjar leiðbeiningar hvernig hægt væri að redda þessu. Ekkert virkaði. Endaði með að fara til Viðars, bróðir hormjons, og fá að tengja harða diskinn við tölvuna hans. Vesen að vera með SATA disk. Passar ekki í nein utanáliggjandi hús og ekki í neinar gamlar tölvur. Þannig að hann var lífbjargari hann Viðar. Náði að kópera allt sem ég þurfti af disknum og nú er ég að formata kvikindið og setja aftur upp windows og sjá hvort að hann sé algjörlega ónýtur eða bara í ruglinu. Svona tölvuvesen er það leiðinlegasta í öllum heiminum. Vonandi kemst þetta allt í lag í dag. 21% komin og ég kveð ykkur í bili.

Posted on 23. August 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Uppfærsla á Auður.hamstur.is

Auður var að uppfæra síðuna sína. Fullt af sniðugum myndum úr ferðalaginu okkar um Evrópu og eitthvað úr photoshooti með Dikta. Af þeim myndum sem hún var að setja inn er ég hrifnastur af þessari hérna sem er af mér að kafa. Rétt sést í táslurnar mínar. Svo var ein ansi nett af apa í dýragarðinum í Barcelona.

Annars var harði diskurinn í borðtölvunni minni að gefa upp öndina að öllum líkindum. Ekki það sem ég þurfti akkúrat núna!

Posted on 22. August 2006 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4