Archive

for August, 2006

ALMENNT

Fataði strípalingurinn

Fór áðan á KR-Þróttur í undanúrslitunum í VISA vikarnum. Í seinni hálfleik tók einhver gaur sig til og hljóp inn á völlinn. Eiginlega vonlaust að hlaupa svona inn á völlinn nema að vera á sprellanum. Eiginlega bara hálf asnalegt að hlaupa inn á völl og vera í fötunum. Þannig að hér með er þetta dæmt frekar glatað múv og mun þessi piltur bera nafnið “fataði strípalingurinn” það sem eftir er. Veit einhver hver pilturinn er?

Svo er að finna fleiri myndir af þessu atviki hérna.

Posted on 29. August 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Brynja 24 ára

Hún Brynja vinkona mín gerðist svo fræg að verða 24 ára í dag. Óska henni innilega til hamingju með daginn. Við Auður erum með gjöf tilbúna, spennt að gefa henni hana. Hún og Pálus koma frá Portúgal einhvern tíman í dag. Jafnvel að tjékka á textavarpinu og kanna þetta.

Posted on 29. August 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

300mm F/2.8

Ég gladdist mjög þegar ég sá bréf frá póstinum liggja fyrir framan lúguna heima. 300mm linsan mín og fleira komið í pósti! Fór strax og leysti draslið út. Fékk 300mm F/2.8 linsu, 2x extender, shutter snúru og mjög lítinn þrífót. Gat ekki setið á mér og fór á Keflavík – Víking og prufaði linsuna. Smellti inn nokkrum myndum hérna. Það var dálítið dimmt en prufaði samt 2x extenderinn og skaut því á F/5.6 og 600mm sem er rosalegt. Slapp á iso 800. Veit að það skilur mig örugglega enginn en það er ekki minn hausverkur.

Svo verður tekið vel á því á Ísland – Danmörk þar sem planið er að vera með 300mm kvikindið og remote bakvið markið og ekki má gleyma útilegustólnum góða.

Hérna er ein mynd úr leiknum sem mér fannst sniðug. Fannst hins vegar ekki sniðugt að Víkingur hafi tapað. Hélt frekar með þeim heldur en Keflavík.

Posted on 29. August 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Hans Petersen

Fór í Hans Petersen í dag til að athuga hvort að myndirnar sem ég pantaði í netframköllunarforritinu 1.ágúst síðastliðinn ætluðu ekki að fara að skila sér. Við Auður pöntuðum þetta sem sagt þegar við vorum á interrail ferðalaginu og ætluðum að fá sent heim til okkar til að gleðja foreldra okkar. Við fengum e-mail bara daginn eftir sem okkur var tilkynnt að þetta yrði sent fyrsta virka dag eftir daginn sem var þegar við fengum e-mailið. Svo komum við heim 11.ágúst og enginn minntist á myndirnar. Þær höfðu ekki skilað sér. Ákváðum að gefa þeim smá sjéns en ákváðum í dag, 27 dögum eftir að við pöntuðum, að fara og kanna málið. Fórum í Hans Petersen á laugarveginum og töluðum við einhvern strák þar og sögðum honum að myndirnar hefðu ekki komið. Hann spurði okkur hvort að það væri búið að taka af kortinu og hvort við hefðum talað við póstinn. Ég tilkynnti honum að það væri ekki mitt vandamál að tala við póstinn. Svo sagði hann að þetta væri prentað og sent í kerfinu. Hann ætlaði að leita að þessu hjá sér og ef þetta finndist ekki þá ætlaði hann að prenta þetta í hvelli. Ég var búinn að segja honum tilganginn með myndunum og því var mómentið löngu búið og hafði lítinn áhuga á myndunum. Hann sagði okkur líka að það væri ekki hægt að endurgreiða því það væri “nátturulega búið að taka af kortinu”. Sagði honum að hann gæti bara reddað þessu. Hann fór bakvið og kom svo fram með einhvern kóða til að endurgreiða okkur. Fengum peninginn til baka en ekki afsökunarbeiðni fyrir klúðrinu eða neitt.

Ef þetta hefði verið fyrirtækið mitt hefði ég boðið að fá myndirnar og að sjálfsögðu endurgreiða þetta. Ekki gott fyrir viðskiptin að koma svona fram við viðskiptavini. Ekkert svo viss um að ég komi til með að versla þarna aftur. Mæli eindregið með www.pixlar.is. Virkilega góð þjónusta þar. Vissi ekki að þeir væru með svona netframköllunarforrit. Hefði annars að sjálfsögðu pantað hjá þeim.

Posted on 28. August 2006 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4