Archive

for August, 2006

ALMENNT

Hver er þessi Angelana?

Er að horfa á fréttirnar á RÚV og það var frétt um Rockstar: Supernova og þegar Brooke Burke sagði að Dilana væri ein af þeim af sem var í botninum einhvern tíman í kosningunni þá var nafnið hennar þýtt “Angelana”. Spurning hvort að textarinn á RÚV sé 75 ára og ekki alveg að fylgjast með hvað er í gangi. Alltaf fyndið þegar fólk kynnir sér ekki svona hluti. Oft heyrt eitthvað svona furðulegt eða lesið í sjónvarpinu.

Posted on 31. August 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Gef mér L gef mér O gef mér M gef mér O

Hef verið að dunda mér við það að skanna inn myndir úr lomo-inum góða. Er með ýmsar seríur í huga. Verð að dunda mér í þessu þegar ég hef einhvern tíma aflögu… sem gerist ekkert voðalega oft reyndar en kemur fyrir.

Það eru tvær breytingar á www.torfason.is með tilkomu innskönnunar. Annars vegar er kominn nýr flokkur sem heitir LOMO. Reyndar er bara ein mynd þar núna en þeim á eftir að fjölga mjög fljótlega. Hins vegar setti ég inn seríu sem skartar myndum sem ég tók úr svona rauðum tour bus í Róm í sumar. Þegar fólk er í svona strætó þá horfir flest fólk á það sem er fyrir ofan það. Stór hús, turna, hallir, virki og fleira. Mig langaði því að gera eitthvað aðeins öðruvísi og prufaði því að fylgjast dálítið með því sem var að gerast á götunni fyrir neðan rútuna. Smellið á myndina til að sjá seríuna. Svo bara smella á plúsinn til að fara á næstu mynd.

Ef þið viljið vita meira um lomo tjékkið þá á www.lomography.com

Posted on 30. August 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Þættir um ekkert

Þessir þættir á Sirkus sem heita “Pípóla” eða eitthvað eru bara skelfilegir. Einhverjar tvær stelpur að gera ekki neitt. Eru núna í gifsti að taka þátt í maraþoninu og fara á salatbar í 11 11 eða 10 11. Hugsa að þetta sé eitt versta sjónvarpsefni sem ég hef orðið vitni af.

Posted on 30. August 2006 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4