Archive

for June, 2006

ALMENNT

Póstkort

Veit ekki hversu mikið ég mun skrifa hérna inn á ferðum mínum um Evrópu næsta mánuðinn. Ætla samt að reyna að henda inn öðru hverju nokkrum myndum svo fólk geti fylgst með hvar ég er í heiminum hverju sinni.

Fyrsta “póstkortið” er komið og er það að finna hér. Þetta er kamelsungi sem ákvað að prufa að borða járngrindverk í dýragarðinum í Kaupmannahöfn.

Við skelltum okkur til Kaupmannahafnar í dagsferð og kíktum í dýragarðinn og á strikið og að sjálfsögðu á KFC. Hefur fólk tekið eftir því hvað KFC er miklu betra hérna í DK heldur en á Íslandi. T.d. eru hot-wings á Íslandi algjörlega óætir en hérna í DK eru þeir svo ljúffengir að það nær engri átt. Spurning hvort að einhver geti hringt í gaurinn sem er með KFC á Íslandi og sagt honum að þetta sé vont hjá honum.

Annars er allt að verða tilbúið fyrir ferðina sjálfa sem hefst á morgun. Við Auður förum með lest frá Malmö klukkan 7:02 sem lendir 7 tímum og 43 mínútum betur í Berlín. Í Berlín verðum við í tvær nætur og gistum rétt hjá dýragarðinum. Svo verður ferðinni haldið til Prag 3.júlí.

Segjum þetta gott í bili. Það á að vera þráðlaus tenging á hótelinu í Berlín þannig að ég mun láta heyra í mér þaðan.

Svo mun ég alltaf setja inn póstkort á þessa sömu síðu og er að finna fyrsta póstkortið. Hugsa að nýjast komi bara efst og næsta detti þá niður um eitt pláss þannig að öll póstkortin verði þarna.

http://arnit.mis.is/interrail/

Posted on 30. June 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Ertu í útlöndum?

Ert þú í útlöndum eða? Allavega þá er ég í útlöndum. Vildi bara láta ykkur vita af því. Kveð í bili. Ætla út að hengja upp Þýskalandsfána á húsið sem ég er í. Hugsa að ég verði ekki vinsælasti maðurinn í hverfinu þar sem ég er í Svíþjóð.

Posted on 24. June 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

6 dagar í brottför

Nú eru aðeins 6 dagar í brottför. Verð mættur út á flugvöll á föstudaginn um 14:00. Þannig að ef þið viljið bera mig augum getið þið mætt þangað og séð mig labba inn. Jafnvel að ég brosi til ykkar. Get samt engu lofað. Verð fyrst viku í Svíþjóð og mun fylgjast grannt með HM þar. Verðum síðan í Berlín 1.júlí þegar fjórðungúrslitin fara fram. Reyndar verður fjórðungúrslitaleikurinn sem fer fram í Berlín þann 30.júní þannig að við rétt missum af þeirri stemmningu. Síðan verðum við í Króatíu 9.júlí þegar úrslitaleikurinn fer fram þannig að það væri ekki verra ef Króatía gæti smúttsjað sér í úrslitin þannig að það verði almennileg stemmning í gangi. Króatía – Argentína í úrslitum hljómar alveg ágætlega svo sem…

Posted on 18. June 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Ölvuð ólétt kona og bhphoto.com

Það hefur verið ansi mikið að gera síðustu vikurnar. Ætla ekki að hafa þetta langt og því bara telja upp það helsta. Fór á Reykjavík Tropik sem heppnaðist ansi vel að mínu mati fyrir utan síðasta kvöldið sem var skítlélegt á Nasa. Þar lendi ég í óléttri konu sem við skulum kalla UrGuGu. Ég var að færa mig fremst til að geta tekið myndir þar sem að það er nauðsynlegt þar sem það er vinnan mín. Fólk er yfirleitt mjög almennilegt þegar það sér að ég er að mjaka mér áfram með myndavélina og færir sig frá og brosir. Enda er ég mjög kurteis maður. En þessi stúlka var ekki sátt með að ég ætlaði að labba fram hjá henni. “Þetta er frátekið!!!” segir UrGuGu. “Hvað meinarðu?” svara ég. “Þú getur ekkert bara troðið þér fram fyrir mig þó þú takir voða fínar myndir!” Hún var sem sagt að reyna að banna mér að ganga fyrir framan hana sem meikar bara ekkert sens. Svo kom vinkona hennar sem var álíka mikið brjáluð og hún UrGuGu. “Sýndu smá virðingu! Hún er ólétt.” Ekki hef ég talið það óvirðingu að ganga fyrir framan fólk sama hvort að það sé ólétt eða ekki. Ég tók þetta ekki í mál og labbaði fyrir framan hana og þær voru reiðilegar á svip. Hugsaði að þær myndu ábyggilega stökkva á mig þegar á liði á tónleikana og lemja mig til óbóta. Og talandi um virðingu þá finnst mér lítil virðing sýnd barni að drekka áfengi, troðast í tónleikum og sígarettureyk sem er enn undir belti.

Að öllu skemmtilegra máli. Pantaði mér fullt af dóti á bhphoto.com um daginn:
- Mini Trekker bakpoka fyrir Interrailið.
- Radio Slave fyrir ljósin mín.
- Snoot fyrir ljósin mín.
- 2 500gb diska vegna plássleysis.
- Vatnshús fyrir Ixusinn minn sem Auður gaf mér í afmælisgjöf.

Svo keypti ég mér í Beco 2 bakgrunna og standa og græjur til að hengja allt saman upp.

Segjum þetta gott í bili. Yfir og út.

Posted on 8. June 2006 by Árni Torfason Read More
1 2