Archive

for May, 2006

ALMENNT

Titillinn til Villa

Ég held að það sé deginum ljósara að ég muni missa titilinn “íþróttamynd ársins” í hendurnar á Villa á Fréttablaðinu. Hann er með algjöra klassa íþróttamynd í fréttablaðinu í dag, 4.maí 2006, af honum Óla Stefáns sitjandi á vellinum eftir Ciudad Real með Ólaf í fararbroddi sigraði Meistaradeildina í handbolta. Ljósmynd á heimsklassa. Ekki oft sem maður sér eitthvað svoleiðis á Íslandinu litla. Ef þessi mynd verður ekki valin íþróttamynd ársins fyrir árið 2006 þá skal ég éta pizzu. Finnst pizza mjög vond. Til lukku Villi!

Fréttablaðið á pdf

Posted on 4. May 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Interrail II

6.ágúst 2002 lagði ég upp í ferðalag um Evrópu ásamt Brynju, Palla og Lofti. Það er ekki spurning að Interrailferðalag er eitt af því skemmtilegasta sem ég hef á ævi minni gert. Það er eitthvað við það að ferðast með lest. Hringurinn sem ég fór 2002 var svona:
Kaupmannahöfn – Berlín – Prag – Búdapest – München – Freiburg – París – Kaupmannahöfn

Núna er ég að fara með Auði og er planið örlítið frábrugðið. Það hljóðar svona:
Kaupmannahöfn – Svíþjóð – Berlín – Prag – Zagreb – Pula – Bled – Feneyjar – Flórens – Róm – Pisa – Niéce – Marseille – Barcelona – Lloret de Mar – Kaupmannahöfn

Í síðasta ferðalagi þá var þetta mikil óvissa með gistingu þar sem við fundum bara gistingu þegar við mættum í viðkomandi borg. Núna er planið annað. Erum búin að ganga frá gistingu á öllum stöðunum sem við verðum. Þannig að það mun enginn tími fara til spillist við það að leita að gistingu. Við verðum fyrst í viku í svíþjóð og endum svo á 10 dögum á sólarströnd á Spáni.

Djöfull hlakka ég til!

Posted on 3. May 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Minnsirkus.is

Er ekki alveg nóg að hafa bara myspace? Er fólk almennt að nota frekar minnsirkus.is sem er nákvæmlega eins og myspace.com. Allavega þá er ég með account á báðum þessum stöðum ef þið viljið bæta mér við.

Myspace.com
Minnsirkus.is

Setti inn nýja könnun. Endilega takið þátt. Spurning hvort að fólk sé alltaf að niðurhala þáttum af netinu útaf þessu. “Endilega takið þátt”… kannski of djúpt?

Posted on 2. May 2006 by Árni Torfason Read More
1 2 3