Archive

for May, 2006

ALMENNT

Hálf fimmtugur

Það styttist í það að ég nái 25 ára aldri sem gerir mig að hálf fimmtugum manni. Ánægður með það. Það er búið að vera nóg að gera í þessum mánuði. Búinn að mynda um 20 knattspyrnuleiki og aðrar tökur telja 71 og það sem meira er að mánuðurinn er ekki búinn. Ég er ánægður að tíminn líður því því meira sem hann líður því meira styttist í ferðalagið mitt um Evrópu í sumar. Sem hefst 23.júní og stendur yfir til 11.ágúst.

Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég geri á afmælinu mínu en ég hugsa að það verði eitthvað lítið bara. Ekki mikið fyrir að upphefja afmælisdaginn minn.

Annars ætla ég að gæða mér á tobleroneinu mínu svona rétt fyrir svefninn. Yfir og út.

Posted on 26. May 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

A poor single mother on welfare

“Og skartið er frá gullsmiðju Óla.” Stúlkurnar í Ungfrú Ísland labba inn hver á fætur annarri í kjólum sem kosta meira en fólksbílar og skart sem kosta meira en þyrlur. Og undir hljómar “Dear Mama” með Tupac…

“a poor single mother on welfare”… brot úr laginu. Ekki alveg að passa við glamúrinn og dýru kjólana.

Ef Tupac væri á lífi þá hefði hann mætt á svæðið og stöðvað að lagið væri notað þarna.

Posted on 24. May 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Hver fær Seth?

Hefur fólk almennt fylgst eitthvað með O.C. þáttunum þá er það piltur sem heitir Seth Cohen.

Vitið þið hver fær Seth Cohen? Ef einhver getur svarað þessu þá á sá hinn sami gott hrós skilið og jafnvel einhver verðlaun.

En spurningin er… Hver fær Seth?

Posted on 20. May 2006 by Árni Torfason Read More
1 2 3