Archive

for April, 2006

ALMENNT

Held ég enn metinu?

Dagana 25.mars – 26.mars 2004 tók ég mig til og bloggaði 100 sinnum á einum sólarhring. Ég setti mér markmið í byrjun að hafa öll bloggin lengri en bara eina línu því það er frekar mikið svindl að skrifa bara eina setningu í bloggi. Svo ákvað ég líka að vera ekki að skrifa bara blogg um hvernig mér gengi að klára þessar 100 færslur. Gerði það bara þegar ég var hálfnaður.

Mér var bent á núna um daginn að einhver gaur sagðist hafa bætt þetta met mitt með 105 bloggum. Fann slóðina á síðuna og hana má finna hérna. Hann gerði þetta 25.10.2004 þannig að þið þurfið að skrolla niður til að finna þetta. Getið líka leitað að “íslandsmet í bloggskriftum” og þá fáið þið fyrstu færsluna.

Núna þarf ég eiginlega að fá álit hjá ykkur hvort að viðkomandi hafi bætt metið mitt. Þetta byrjar ágætlega þangað til í 5.bloggi. Þá brýtur hann strax fyrstu regluna og skrifar blogg sem er varla ein lína.

Hérna eru nokkur bloggskrif hjá honum sem eiginlega geta varla talist vera löglegar færslur þar sem þær voru allt of stuttar og innihaldslausar að mínu mati:

“Ákvað að skíra eitt blogg fullu nafni Nonna þar sem að ég hef aldrei gert það áður….nógu innihaldsríkt fyrir ykkur? :D

“Þar sem að ég hef aldrei skírt blogg með fullu nafni á Begga, að þá ætla ég hér með að gera það. Til hamingju Bergur!”

“Verð að taka mér smá pásu, ætla að fara aðeins í Nba 2004 og drekka kók. Kem eftir smá :D

“Ps. Þetta var tekið sem blogg, og þetta blogg líka :D

“Ég ætla aðeins að fikta í Glært Gler og jafnvel taka upp bakraddir, haha, VEI!”

“Hef ákveðið að skíra eitt bloggið með fullu nafni Guðmunds þar sem að ég hef aldrei gert það áður. Til hamingju Gummi!”

“A. B. C. D. E. F. G. H. I. J. K. L. M. N. O. P. Q. R. S. T. U. V. W. X. Y. Z.

Nota Bene! Ég tók þetta af google.com :D

“Ekki margir geta skrifað stafróið afturábaka, en behold the power af Magnus!

A. B. C. D. E. F. G. H. I. J. K. L. M. N. O. P. Q. R. S. T. U. V. W. X. Y. Z

HAHA!”

“Gleymdi að snúa því við!!

Z. Y. X. W. V. U. T. S. R. Q. P. O. N. M. L. K. J. I. H. G. F. E. D. C. B. A.

JEH!”

Svo kemur eitt blogg sem hann kóperar blogg frá mér af síðunni minni í heild sinni og telur sem eitt af þessum 105 bloggum hans.

Svo kemur önnur færsla sem hann útskýrir aftur hvað hann er að gera.

“Rétt í þessu setti ég á Stöð 2 og kastaði upp…

…þakka fyrir mig Haukur!”

“Öss, hver á eftir að muna eftir þessum degi sem byltingarkenndum degi? Allavegana ég sko!!”

“BLESS!”

“Þetta er blogg númer 79, alveg eins og eitthvað númer í amerískum fótbolta…eða hvað, jú!?”

“Og með því ætla ég að flytja smá ljóð:

Bjór er stór þó ey er frjór,
en kók er betra!”

“OOOOOJJJJ það er svo vond lykt af mér, en ég á allavegana 12 blogg eftir þar sem að ég hef ákveðið að rétt skríða yfir íslandsmetið, er það ekki alveg nóg? :S”

“Þakkir frá Gummi, Bergur, Nonni, Björg og þeir sem að kröfðust þess að ég skrifaði löng blogg, þið eruð DA BOMB!”

“á mér, því ég er gjörsamlega að missa það og búinn að fjölga þessu í 105 blogg, haha, ég er farinn!”

Álit mitt:
Ég verð að viðurkenna að mér finnst allt of mörg blogg þarna vera stutt og ekki um neitt. Og allt of mörg bara um hvað hann sé að fara að gera. Fara í fótbolta. Fara niður og fá sér kók og eitthvað.

Nú væri gaman að fá að heyra frá ykkur hvað ykkur finnst. Held ég enn metinu eða sló hann Maggi það?

Posted on 30. April 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Rooney á HM?

Fólk mun ekki muna eftir leiknum í dag sem leikurinn þegar Chelsea urðu meistarar heldur sem leikurinn sem Rooney fótbrotnaði 6 vikum fyrir HM. Löppin á honum fór í algjöran kúk. Ekki oft sem maður sér Rooney kveinka sér eitthvað þannig að ég vissi strax að það var eitthvað alvarlegt að.

arni.hamstur.is says:
ég held samt að hann eigi eftir að harka af sér og taka massífar æfingar til að komast á hm
arni.hamstur.is says:
og england verður heimsmeistari
arni.hamstur.is says:
lokasvar
Sigurjón says:
haha
Sigurjón says:
GLÆTAN að England verði meistari
Sigurjón says:
never ever

Þetta er mín spá. Viðurkenni að hún er frekar ólíkleg en það er ekkert gaman að spá alltaf Brasilíu sigri þannig að þetta er mín spá.

Posted on 30. April 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Piss

Fór í myndatöku um daginn. Þegar ég mætti á svæðið þá var viðkomandi sem ég átti að mynda ekki tilbúinn til að láta mynda og vildi fresta tökunni um óákveðinn tíma. Það var svo sem ekkert gífurlega mikið mál en það sem verra var að þegar ég var á leiðinni út þá hafði hundurinn á heimilinu tekið sig til og pissað á myndavélatöskuna mína og ferðatölvutöskuna mína. Ég var ekki sáttur.

Posted on 29. April 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Nagladekkin af eða á?

Það virðist vera sem að í hvert skipti sem einhver minnist opinberlega á að nú sé sniðugt að fara að setja sumardekkin undir þá komi snjór og hálka. Fyrir svona mánuði síðan var einhver gáfuúlpa að blaðra í mogganum að það væri óhætt að setja sumardekkin undir. Næsta dag var rugl mikil snjókoma og 8 gráðu frost. Núna um páskana voru einhverjar löggur að blaðra í sjónvarpinu um að það ættu allir að vera komnir á sumardekk og daginn eftir var frétt um að strætó hafi runnið í hálku útaf veginum. Ég mæli með að fólk eigi að hætta að segja að það sé óhætt að taka vetrardekkin undan svo að það komi einhvern tíman sumar. Mín vetrardekk fara ekki af fyrr en í fyrsta lagi í ágúst.

Posted on 25. April 2006 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4