Archive

for March, 2006

ALMENNT

Langur dagur ekki brátt á enda

Dagurinn í dag er búinn að vera langur. Vaknaði klukkan 7:30 eftir svefn… ekki mikinn en samt svefn. Var mættur í töku klukkan 8:00. Smá undirbúningur og svo var hafist handa klukkan 9:00. Gekk bara mjög vel og er ég sáttur með útkomuna. Birti eitthvað af þessu jafnvel þegar þetta fer í gang. Skilaði af mér myndunum strax og fékk svo 20 mínútna pásu sem fór í My Name is Earl og 7 mínútna svefn. Var mættur í aðra myndatöku 14:30 sem gekk einnig vel. Gekk svo frá myndum frá þeirri töku og gat því slappað af í smá stund. Rétt nóg fyrir einn simpsons þátt en var samt að vinna með öðru auganu. Svo voru það tökur frá 19-21:30. Fótbolti frá 22-23 og sturta eftir það. Og núna er það að halda áfram með vefsíðu sem á að ljúkast fyrir morgundaginn. Ekki mikið eftir þannig að þetta er allt í góðu.

Stefni á svefn kannski á milli 3-4. Kveð í bili. Já og meðan ég man…


Lenti í þriðja sæti í Low Key keppninni á Dpchallenge.com með þessa fimleikamynd.
Posted on 31. March 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Fuglaflensan komin

Það hefur ýmislegt gerst síðustu daga. Fór í fyrsta skipti á ævi minni í líkamsrækt. Keypti mér kort í World Class og hef núna farið tvisvar sinnum. Hormjon bauðst til að koma með mér og sýna mér á tækin og svona sem var mjög sniðugt. Ég hefði ábyggilega verið búinn að hengja mig í einhverju tækinu ef ég þekki mig rétt. Annars er ég sáttur að hafa keypt þetta kort. Ekki frá því að maður hafi gott af því að hreyfa sig. Líka fín leið til að taka sér smá pásu frá vinnudeginum. Yfirleitt mjög mikið að gera hjá mér og því er ég yfirleitt að vinna allan sólarhringinn… nema kannski rétt á meðan ég sef. Þannig að þetta er fín leið til að fá smá pásu svo maður vinni ekki yfir sig.

Fór og keypti mér nýjan skjá í dag. Fjárfesti í Apple 20″ Cinema Display kvikindi. Þýðir ekkert annað ef maður ætlar að vera maður með mönnum. Hann allavega svínvirkar og er hress. Það er bara rugl hvað þetta er skýrt. Prufaði að tengja lappann minn við sjónvarpið mitt um daginn og gæðin eru svipuð og í því. Bara rugl skýrt. Tengist líklegast eitthvað að maður er að tengja þetta með DVI en ekki RGB kapal. Langar núna doldið að kaupa mér kort til að tengja S-Video út í sjónvarpið mitt 7″ sem ég er með við hliðina á tölvunni. Sem myndi ekki virka sem auka skjár heldur bara spila allt DIVX sem er spilað út úr tölvunni. Hormjon hélt að svona kort héti Hollywood eitthvað. Hann átti svona en einhver fékk það lánað og er því týnt. Fólk ekki duglegt að skila hlutunum. Ætla að kanna hvort ég finni svona kort og kaupa mér sem fyrst bara. Ef einhver veit hvort svona er selt einhvers staðar má endilega kommenta hérna.

Náði mér í Mozilla Sunbird sem er svona Calander dæmi. Mjög einfalt og gott. Þetta er í þróun hjá Mozilla þannig að þetta er ekki fullnaðarútgáfa. En mjög þægilegt að hafa þetta til að skrá niður tökur og fleira sem er á dagskrá hjá mér. Mæli eindregið með því að prufa þetta ef þið eruð að leita að einhverju til að skipuleggja. Annars er líka hægt að skrifa þetta bara í bók eins og hann Pálus gerir.

Svo opnaði í dag Fuglaflensa.is og puttarnir mínir komu þar aðeins við sögu. Þessi vefur var gerður í samvinnu við mbl.is og fleiri þannig að útlitið er mjög mjög keimlíkt mbl.is sem var planið. Bara svo fólk komi ekki með eitthvað væl að þetta lúkki eins :)

Til að summa þetta upp: (fyrir þá lötu)
- Fór í World Class
- Sunbird
- Keypti mér skjá
- Fuglaflensa.is

Posted on 28. March 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Flakkarar smakkarar

Sá ansi sérkennilega umræðu í kompási á NFS í gærkvöldi. Það var sem sagt hópur fólks sem vildi banna svokallaða flakkara af því að fólk væri að niðurhala ólöglegu efni, myndum og þáttum, af netinu og setja á þá. Þetta voru sem sagt fólk frá stöð2, skjá einum og sammyndböndum held ég sem var að kvarta yfir þessu. Mér finnst skiljanlegt að þau séu að kvarta yfir því að fólk sé að ná í efni af netinu þrátt fyrir að það virðist ekki hafa áhrif á sölu eða áskriftir eða auglýsingar hjá þeim að þeirra sögn. En að tengja þetta eitthvað við harða diska bara af því þeir eru utanáliggjandi er auðvitað bara fáránlegt. Ætla þeir að banna alla harða diska, alla geisladiska, alla dvd diska, allar ferðatölvur, ipod video og aðrar græjur sem geta geymt og spilað þætti og bíómyndir.

Mér fannst mjög skemmtilegt þegar einhver á stöð2 sagði að þættirnar “Stelpurnar” gengu á milli manna. Skil ekki alveg af hverju það er slæmt. Það sýnir bara að fólk hefur áhuga á þáttunum. En þetta eru þættir sem er búið að sýna og þeir eru ekki það góðir að þeir ákveði að endursýna þá. Þannig að þetta er bara ágætis auglýsing fyrir stöð2 finnst mér. Ekki hef ég orðið var við að fólk sé með þessa þætti ólöglega á tölvunum sínum. Enda langt frá því að vera skemmtilegir.

Þau ætla öll að leita réttar síns í þessu máli. Ef einhver dómur/dómari tekur upp á því að dæma einhverju í óhag því að viðkomandi á flakkara þá bara flyt ég til suður-kóreu frekar. Ábyggilega ánægjulegt og áhugavert þjóðfélag þar.

Annars ef þau ætla að banna flakkara þá hljóta þau að ætla að banna videospólur sem enginn geti tekið upp þætti úr sjónvarpinu og lánað vinum sínum spólurnar. Það hlýtur að vera jafn ólöglegt og að taka upp úr sjónvarpinu yfir á divx.

Annars er í góðu lagi að taka upp sínar eigin dvd myndir og þætti og geyma á svokölluðum flökkurum. Veit ekki alveg hvernig reglurnar eru með að lána svoleiðis efni sem maður hefur tekið upp. Það væri gaman að komast að því.

Ef það er löglegt þá hlýtur að vera löglegt að vera með í láni hjá fólki og ef löggan bankar upp á þá bara “ertu með þetta allt í láni”.

Það verður gaman að fylgjast með þessu máli og hvernig þetta endar.

Það sem sjónvarpsstöðvarnar þurfa að gera er að vera aðeins fljótari með þættina. Ekki mörgum árum stundum á eftir með suma þætti. Stöð 2 kom samt með gott ráð. Ætla að sleppa 2 árum úr Bold and the Beautiful þáttaröðinni. Kannski þetta sé liður í því að koma í veg fyrir að fólk niðurhali þessum þáttum á netinu.

Posted on 27. March 2006 by Árni Torfason Read More
1 2 3