Archive

for February, 2006

ALMENNT

4 dagar til stefnu

Það eru fjórir dagar í að sýning blaðaljósmyndara opnar hátíðlega í Gerðarsafni. Sem sagt á laugardaginn fyrir ykkur sem eruð ekki mjög sleyp í reikningnum góða. Síðustu dagar hafa farið í lítið annað en sýninguna. Margt sem þarf að undirbúa. Svo er bókin farin í prentun sem kemur út samhliða sýningunni. Er búinn að sjá próförk og þetta lúkkar ekkert smá vel. Edda Miðlun er að gefa hana út sem er bara besta mál. Hlakka til að sjá fyrstu eintökin heit úr prentvélinni. Myndirnar fóru upp í Gerðarsafn í morgun. Dikta sá um að prenta þær og tókst bara virkilega vel til. Gaman að sjá þær svona stórar og komnar upp á vegg. Það er búið að skipuleggja allt þannig að það verður haldið áfram á morgun að koma þeim upp á vegg, setja myndatexta við myndirarnar og fleira dúddl sem þarf að dúddla við.

Ég er virkilega sáttur með minn hlut í sýningunni. Fékk inn mun fleiri myndir en ég átti von á. Það verður mikið að gera næstu daga fram að sýningunni þannig að ég mun lítið sofa fyrr en á laugardagskvöldið þegar sýningin er farin af stað.

Posted on 14. February 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Getur einhver?

Getur einhver sagt mér af hverju gaurinn og fólkið í Coca Cola Light auglýsingunni lætur ekki lífið þegar tugi þúsunda dósa fellur ofan á þau þegar þau ýta á takkann sem má ekki ýta á. Þetta meikar ekkert sens.

Posted on 8. February 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Sérfræðingur í rasisma

Var að horfa á NFS og það er mikið rætt um dani og myndbirtingarnar góðu og frægu. Ég er ánægður að ég teiknaði ekki þessar myndir. Ég held að gaurinn sé ábyggilega með nettan sammara heima hjá sér. Vúbbs. Ég er samt ánægður með arabana. Það augljóslega gildir bara auga fyrir auga og brennasendiráð, lemja fólk, drepa dani, traðka á smörebrauði fyrir eina skitna mynd af Múhammeð. Ánægður hvernig þeir eru að taka á þessu. Sýnir svo sannarlega að þeir eru ekkert svona miklir sprengigaurar og ofbeldismenn eins og þessi myndbirting átti að sýna.

Annars var talað við sérfræðing í rasisma. Hann er víst með alls konar tól sem hann notar til að berja á öðrum kynstofnum. Hann er t.d. maðurinn sem fann upp nýbúagrindina.

Posted on 6. February 2006 by Árni Torfason Read More
1 2