Archive

for January, 2006

ALMENNT

Helvete

Um daginn var ég búinn að skrifa næstum allan árspistilinn þegar tölvan mín ákvað að vera óhress og hreinlega frjósa. Ég lokaði tölvunni og fór í fýlu þar sem ég var búinn að skrifa mikið og var ekki alveg að nenna að gera það aftur. Ákvað bara að taka mér smá hvíld svona í byrjun árs og koma svo með pistilinn í vikunni.

Hef sem sagt ekki ennþá fundið nennu til að skrifa árspistilinn en hann kemur.

Það er margt annað að gera svo sem. Er að velja myndir til að senda inn í forval á blaðaljósmyndarasýningunni. Það verður dæmt í henni á laugardaginn sem er bara gott mál. Ég verð sýningarstjóri annað árið í röð og hlakka ég bara til. Skemmtilegt að gera eitthvað svona. Mér líst mjög vel á dómnefndina í ár og held að þetta verði einkar góð sýning. Mikið af ungum ljósmyndurum að taka þátt í fyrsta skipti og verður gaman að sjá hvað kemur út úr því. Margir mjög efnilegir þar á ferð.

Kveð í bili.

Posted on 4. January 2006 by Árni Torfason Read More
1 2