Archive

for January, 2006

ALMENNT

Hann er svo óþroskaður

Var að horfa aðeins á kastljósið. Það var verið að spyrja fólk á götunni hvað þeim fyndist um að gaurinn sem vann herra ísland hafi verið sviptur titlinum. Allar stelpur sem voru spurðar sögðu að þetta hefði verið gott á hann og ein minntist á að hann væri óþroskaður. Sá í einhverjum fréttatímanum viðtal við hann um þetta mál. Hann virtist nú ekkert vera að vaða… en það er svo sem allt í lagi mín vegna. Mér finnst þetta allt hið furðulegasta mál. Furðulegt að svipta einhverjum titli útaf því sem hann er að vinna við. Furðulegt að hann hafi unnið þessa keppni. Furðulegt að einhverjum hafi dottið í hug að taka þátt. Furðulegt að fólk hafi kosið einhvern. Furðulegt að það sé fjallað um þetta í fréttunum því þetta er held ég ómerkilegasta keppni sem er haldin á Íslandi. Væri skemmtilegra held ég að vera bestur í að skipta um batterý í fjarstýringu heldur en að vera herra ísland. Þannig að gaurinn sem vann ætti eiginlega bara vera feginn að hafa losnað við titilinn. Þannig að ég vil óska honum til hamingju.

Posted on 30. January 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Púff Púff Pass

Ég varð vitni að ansi furðulegu í dag og mér blöskraði verð ég að segja. Var að sækja hana Auði í skólann. Sótti hana fyrir utan Barnaspítala Hringsins og á meðan ég beið sá ég konu sem stóð fyrir utan og reykti eins og henni lægi lífið á. Það er svo sem allt í góðu að reykja ef fólk vill það. Mér er nokk sama á meðan það blæs ekki reyknum í andlitið á mér eða slekkur í sígarettunni í auganu mínu. En hún var ekki ein á ferð að reykja. Nei heldur betur ekki. Hún hafði tekið barnið sitt sem var á náttfötunum einum og þar sat aumingja krakkinn í einhverjum vagni sem var ekki með neinum toppi í náttfötunum í kuldanum og hóstandi. Þannig að það var greinilegt að krakkinn var fárveikur. Þá er besta að skella sér út með hann í kalda loftið og púffa smá af reyk í andlitið á honum.

Posted on 26. January 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Ég hef ákveðið

Að vinna fyrsta vinningin í lottóinu á næstu mánuðum. Jafnvel oftar en einu sinni. Held að það sé tími til kominn. Læt ykkur ekki vita hvaða tölur ég ætla að nota því þá fæ ég ekki eins háan vinning. Vildi bara láta ykkur vita af þessu.

Posted on 18. January 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Veldu þér sjálfur föt apinn þinn

Fór í Smáralindina um daginn til að kaupa mér spariskó. Var ennþá í spariskónum sem ég fermdist í. Kannski ekki allur sannleikurinn en nærri því. Keypti mér brúna Lloyd skó og svo bindi í stíl. Og þar sem ég er ekki api þá valdi ég þetta sjálfur. Á meðan ég var að velja bindið þá kom piltur í leðurjakka og lexus bol og veifandi toyota lexus bíllyklinum sínum. Hann talar við afgreiðslumanninn og segist eiga blár eða svarta buxur og þennan leðurjakka og spyr svo afgreiðslumanninn hvort hann eigi einhverja flotta skyrtu handa sér. Allar skyrturnar eru upp á vegg í þessari búð þannig að það er ekki flókið að skoða úrvalið. Það er ekki eins og afgreiðslufólkið feli allar flottu skyrturnar ofan í buxunum sínum bara til þess eins að gabba viðskiptavininn og geta svo dregið þær upp þegar einhver biður um fleiri skyrtur. En þessi ungi piltur hafði greinilega ekki í sér þann hæfileika að geta haft skoðanir og valið sjálfur hvað honum fannst flott. Smekkur fólks er mismunandi og alveg fráleitt að biðja einhvern annan um að velja fyrir sig eitthvað flott. T.d. fannst þessum unga pilti flott að vera með toyota lexus lykla og vera í toyta lexus bol með gullmerki á. Þannig að miðað við það hefði ég ráðlagt honum að fara inn á klósett, vefja sig inn í klósettpappír og hypja sig aftur í lexusinn sinn. Sem var ábyggilega ekki lexus heldur bara ryðgað hjól. Svona svipað eins og þegar Joey raðaði upp pappakössum sem litu út eins og porche og lét svo ábreiðu yfir þá. Grunar þennan unga apa um að hafa verið með svipað plan þar sem hann veifaði lyklunum hraðar í hringi í hvert sinn sem einhver dama gekk framhjá.

Posted on 17. January 2006 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Tími til kominn

Já ekki frá því að það sé kominn tími til að segja eitthvað.

Síðusta rúma vika er búin að vera rugl bara sem er alltaf gott. Um síðustu helgi 7. og 8.janúar kom dómnefnd saman og dæmi og valdi inn myndir á sýningu blaðaljósmyndara. Í dómnefnd voru þeir Ari Sigvaldason, Páll Steingrímsson og svo myndstjóri og ljósmyndari á Verdens Gang í Noregi, Terje Bringedal. Undirbúningur áður en þeir geta byrjað að dæma er töluverður. Flokka myndir og athuga hvort allt sé í lagi og undirbúa fotostation fyrir þá og margt fleira þannig að mitt starf byrjaði fyrr í vikunni fyrir dæmingu og er ekki enn lokið. Lýkur 18.febrúar þegar sýningin opnar.

Í gær, þriðjudag, var ég með stuttan fyrirlestur fyrir meðlimi fókusfélagsins um Tónleikaljósmyndun. Þetta gekk bara bærilega og eftir klukkutíma babbl um tónleikaljósmyndun var ég vel eftir mig í hálsinum. Ekki vanur að tala svona lengi.

Svo er ýmislegt í gangi sem er spennandi. Kem að því seinna kannski.

Posted on 11. January 2006 by Árni Torfason Read More
1 2