Archive

for December, 2005

ALMENNT

Og maðurinn fór með

Ég fór örstutt út í Nóatún áðan að kaupa drykkjarmjólk og snickers… og twix reyndar líka. En það skiptir ekki miklu máli. Á meðan ég stóð í röðinni sá ég ansi æstan eiginmann. Hann var ekki að “lemja konuna sína æstur” heldur “ofur mikið að taka þátt í innkaupunum æstur”. Hann byrjaði auðvitað á því að raða betur körfunum sem voru búnar að staflast upp. Hann tók þær rösklega upp og setti þær á gólfið og smellti þeim á góðan stað undir afgreiðsluborðinu. Konan hans tók poka og ætlaði að fara að setja vörurnar í poka. Hann var ekki lengi að rífa af henni pokann og á miklum hraða þrumaði hann vörunum ofan í poka.

Týpískur maður sem fer aldrei út í búð að versla en af einhverri ástæðu hefur hann komið með þarna og við þetta æstist hann allur upp og ákvað að taka þetta alvarlega og gera þetta vel.

Posted on 5. December 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

James Bond, Sigur Rós og lögreglan

Dagurinn er loksins búinn og ég ætla mér að leggjast til hvílu. Hitti á James Bond, sá Sigur Rós spila eitt lag sem var alveg hreint magnað. Var svo stöðvaður af lögreglunni á leiðinni heim sem var að tjékka á ölvunarakstri. Ég er svo hás af veikindum að ég hljómaði ábyggilega eins og versti drykkjusóði. En þeir slepptu mér nú fljótlega í gegn.

Annars svipaður dagur á morgun. Nóg að gera. Vonandi þrauka ég fram að helgi. Góða nótt.

Posted on 2. December 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Veikindi og fleira

Ég er ekki frá því að ég sé að verða veikur… eða öllu heldur orðinn veikur. Vaknaði með þvílíkt í hálsinum í morgun. Gat varla talað. Rétt rúmlega 9 í morgun var hringt í mig frá fréttastofunni NFS og spurt hvort ég gæti verið við símann 20 mínútur yfir 9 og svarað nokkrum spurningum varðandi vefverðlaunin. Ég játaði því og gaf þeim upp heimasímann. En þar sem ég var ekki heima heldur hjá Auði brunaði ég heim á mettíma og var rétt kominn inn þegar síminn hringdi. Viðtalið var stutt og laggott og ég held að ég hafi ekki skitið mjög mikið upp á bak. En það gerir þá ekkert til. Svo var líka smá viðtal við mig í Morgunblaðinu í dag framarlega sem var skemmtilegt bara. Páll E. var ánægður að ég hafi minnst á hann varðandi hamborgaradómana okkar.

Annars er dagurinn búinn að vera strembinn. Var búinn að planta fjöldann allan af tökum í dag sem ég gat ekki frestað þannig að ég hef verið á ferðinni að taka myndir og frekar veikur. En planið er að verða veikur bara um helgina. Vinna í dag, kvöld, á morgun og annað kvöld og svo skríða undir sæng og sofa í svona 2 sólarhringa.

Ég er að verða of seinn í næstu töku þannig að ég kveð að sinni. Í kvöld verð ég í jakkafötum. Það gerist mjög sjaldan.

Posted on 1. December 2005 by Árni Torfason Read More
1 2