Archive

for December, 2005

ALMENNT

Jólabreytingar

Í fyrsta lagi þá eiga þeir sem taka ekki stefnuljós á þeim stöðum sem það skiptir virkilega miklu máli fyrir aðra ökumenn í umferðinni ekki að fá neina jólagjöf. Nema ef viðkomandi er eldri en 65 ára því þá verður maður að gefa þeim sjéns. Krakkar sem leika sér að því að labba hægt yfir gangbraut eiga að fá eitt mínus stig. Og þegar mínus stigin eru orðin 3 þá fá þau einum færri pakka. Og ef mínusstigin verða fleiri en 20 þá gefur móðir barnsins sem fékk mínusstigin barninu í næsta húsi, íbúð allar gjafirnar sem viðkomandi gríslingur átti að fá.

Í öðru lagi til að gera jólastressið almennilegt jólastress þá ætti hver og einn jólagjafaþyggjandi að útbúa lista eftir jólin þar sem hann raðar gjöfunum sem hann fékk í sæti eftir því hversu góðar þær væru. Þannig að besta jólagjöfin væri í fyrsta sæti og svo koll af kolli. Þannig að ef fólk t.d. lendir í síðasta sæti ein jólin þá er eins gott að gera betur næst vegna þess að sá hinn sami fær enga jólagjöf frá viðkomandi þau jólin. Þessir listar ættu að vera gefnir út sem aukablað með Morgunblaðinu á gamlársdag.

Í þriðja og síðasta lagi þá á að vera snjór en ekki rok, rigning og slabbbbb á jólunum. Og jú eitt í viðbót. Jólalög eiga ekki að vera með heimskulegi rími.

Posted on 24. December 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Jólasnjór

Það lítur út fyrir að það verði ekki snjór um þessi jólin. Til að redda því er ég búinn að kaupa allan kókos á höfuðborgarsvæðinu sem ég mun síðan fara með upp á hús og henda niður á meðan aðrir fjölskyldumeðlimir borða matinn á aðfangadag. Svo að mín verði ekki saknað mun ég búa til nákvæmlega eftirlíkingu af mér úr álpappír, vaxi, smjöri og tannþráð.

Posted on 19. December 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Herra Piparsveinn Íslands

Mér fannst ansi skoplegt að um daginn sá ég einhvern Fólk með Sirrý þátt þar sem var verið að gera upp Bachelor þáttinn og í þættinum voru stúlkurnar sem kepptu og piparsveinninn auðvitað og svo stúlkan sem hreppti rassálfinn. En það sem var fyndið við þetta að í salnum voru einhverjir brúnkuhanar sem kepptu í herra ísland að kommenta á keppnina. Þetta er svona eins og að fá… sjitt mér dettur ekki nein nógu heimskuleg samlíking í hug. Þetta er tvennt það síðasta sem ég myndi gera. Keppa í herra ísland… því það er bara ekki í boði og það vita allir… nema auðvitað þeir sem tóku þátt. Og svo myndi ég ekki fyrir mitt litla líf taka þátt í Bachelornum.

Svo fannst mér líka skondið þegar stúlkan sem vann sagði að allar stelpur nú til dags færu í sleik við aðrar stelpur niðri í bæ. Þetta er svona eins og að segja að allir strákar á Íslandi taki þátt í herra ísland.

Posted on 18. December 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Jólahjól?

Ég ætla að gefa öllum sem ég þekki jólahjól í jólagjöf. Er reyndar ekki búinn að finna neitt jólahjól þannig að ég er orðinn nett stressaður. Datt í hug að tala við Stefán um þetta og sjá hvort að hann geti reddað þessu. Annars er búin að vera nett geðveiki að gera síðustu vikur. Allir að klára allt fyrir jólin og allt á fullu. Held að þetta fari samt að róast vonandi eftir þessa viku. Ætla mér að slappa all svakalega af í næstu viku og yfir jólin.

Það sem mun eiga sér stað er videogláp. Vel valdar jólamyndir er held ég málið. Die Hard, Leathal Weapon, National Lampoons Christmas Vacation, Home Alone. Öss verður svakalegt held ég. Svo er planið að taka jólaseríubíltúrinn og sjá hörmungina. Það er svona 1 af hverjum 1000 Íslendingum sem er ekki algjör asni þegar kemur að jólaseríum. Ég bara næ þessu engan vegin ef ég á að segja alveg eins og er. Það er eins og allir haldi að þeir séu í keppni að vera með ljótustu seríurnar og verst upp settar. Sem gleður mig samt því annars væri þessi bíltúr ekki mjög skemmtilegur. Þannig að ég þakka fyrir mig. Takk takk fólk.

Svo er það síldarveislan árlega 23. desember sem við hötum ekki skal ég segja ykkur.

Posted on 13. December 2005 by Árni Torfason Read More
1 2