Archive

for November, 2005

ALMENNT

Fauk á Akranes í götóttum skóm

Já þetta er orðið vandamál. Einir skórnir mínir eru svo götóttir í hælana að það nægir mér að bursta í mér tennurnar þá verð ég blautur í hælana. Þrátt fyrir að skórnir séu niðri í anddyri og ég uppi á klósetti. Þetta er orðið slæmt… mjög slæmt.

Manchester tapaði í Meistaradeildinni áðan. Djöfull er ég ósáttur með það. Þeir eru að kúka upp á bak og það líkar mér ekki.

Fékk Pál E. með mér til Akranesar um daginn að hengja upp nokkrar myndir á sýningunni Myndir Ársins. Það var svo mikið rok á leiðinni að ég var á þeim buxunum að við myndum fjúka út í haf. Var samt búinn að undirbúa mig í það að soga allt loftið úr honum Páli ef það myndi gerast. Og toga hann svo upp úr vatningu og láta líta út fyrir að ég væri hetja. En í rauninni væri ég það ekki. En þar sem við tveir værum þarna þá væri ekkert hægt að sanna… ekkert!

Ferði á Akranesi gekk vel. Við vorum svo myndarlegir að við fengum afslátt á Hróa Hetti. Ekki frá því að starfsgamlakonan hafi gefið palla eitt stykki blikk á meðan hún flippaði borgurunum. Við fórum samt lágt því að það var einhver furðulegur gaur sem reyndi að lúra okkur í kynlífsþrælkunarbúðirnar með því að gefa okkur rangar leiðbeiningar… rangar leiðbeiningar sem leiddu okkur ofan í kjallarann hans. En sem betur fer villtumst við af leið og enduðum á endanum á endastaðnum sem var rétti staðurinn.

Á leiðinni til baka fór ég að mynda kú og fauk ofan í skurð. Ekki góð ferð það.

Páll E. og Árni á góðri stundu
Við Paul E. góðir að setja upp sýninguna.

Posted on 2. November 2005 by Árni Torfason Read More
1 5 6 7