Archive

for November, 2005

ALMENNT

Britney Spears og árni efstur á lista

Ég fór inn á mbl.is áðan eins og ég geri svo og oft. Þar rakst ég á frétt um Britney Spears og að hún, maðurinn hennar og barnið þeirra eru á forsíðunni á People blaðinu. Fréttina er að finna hér. Fyrir neðan fréttina rakst ég á sniðugan hlut. Svokallaðar Embla: Tengdar vefleitir. Doldið sniðugur fídus. Ég ákvað að prufa hvort þetta virkaði ekki örugglega og smellti á leitarorðið Britney og mér til mikillar undrunar var síðan mín efst á lista. Nú veit ég ekki alveg hvernig leitarvélin virkar en mér fannst þetta sniðugt. Ég var líka efstur á lista ef maður leitar að Tupac, Árni, Britney Spears, Spears, Cameron Diaz, Cameron, Zorgnob, fansí pansí, popp og kók, karatebjánar, gaur, family guy, sigurárni… og ég nenni ekki meira. Allavega furðulegur andskoti hér á ferð.

Posted on 23. November 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

22. nóvember er ekki minn dagur

Héðan í frá verður slökkt á tölvunni minni 22. nóvember hvert ár. Sagan er þessi:

22. nóvember 2004:
Þetta gerðist. Einn af diskunum mínum hrundi og ég var ekki búinn að taka backup í langan tíma. Það reddaðist reyndar á endanum og það var enginn annar en Pétur sem reddaði disknum þá.

22. nóvember 2005:
Sama gerðist. Diskurinn tók upp á því að tapa fullt af myndum úr photopoolnum mínum. Sem sagt myndir sem ég var búinn að vinna og ganga frá. Átti afrit af öllum orginal myndunum þannig að ég var ekki alveg eins skelkaður en engu að síður leiðinlegt að tapa margra margra klukkutíma vinnu. Ég talaði að sjálfsögðu aftur við Pétur og viti menn. Hann ráðlagði mér og eftir sæmilega langan tíma af einhverju megamixi þá komu gögnin öll aftur og ég tók gleði mína á ný.

Er búinn að afrita allt sem var á disknum og nú er það bara að panta nýjan disk hið fyrsta. Og annað árið í röð er Pétur maður dagsins þann 22.nóvember.

Fleira sem hefur gerst 22. nóvember:
- John F. Kennedy skotinn 1963
- Jamie Lee Curtis leikkona fæddist árið 1958

Skemmtilegt að JFK var fæddur sama dag og ég… einhver tengsl jafnvel. Efast um að Jamie Lee Curtis standi fyrir þessu. En JFK er líklegur.

Posted on 22. November 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

XBOX

Í dag er 22. nóvember sem þýðir bara eitt… XBOX 360 kemur formlega út í dag.

Frá því ég sá fyrst xbox í fyrsta skipti og hvað er hægt að gera með því og hvernig það virkar var ekki aftur snúið. Keypti mér strax xbox og hef notið þess vel og lengi síðan. Hefur ósjaldan verið góður vinur minn í veikindum og á kvöldin áður en maður legst til hvílu. Og fyrr í dag eignaðist ég xbox númer 2.

Það eru ekki margir sem vita hvað xbox er sniðugt. Allir húkked á playstation 2. Skil það ekki alveg en svona er þetta bara.

Svo verður gaman að sjá hvernig XBOX 360 stendur sig. Hver veit nema að maður skelli sér á eitt. Sjetturinn tetturinn kallinn minn.

Eruð þið meira xbox eða playstation? Og einhver rök fyrir því?

Posted on 22. November 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Á öxlum annarra

Fór á White Stripes tónleikana í gær og það var mikið gaman verð ég að segja. Skemmtileg sviðsframkoma hjá þeim systkinum. Sátu ekki hver í sínu horni eins og margar hljómsveitir þar sem fjöldinn er ekki mikill á meðlimum. Eða eðlimum ef það eru bara eðlur í hljómsveitinni.

En sagan er sú að það er bara innilega ekki kúl að vera strákur og láta lyfta sér upp á axlir annars manns til að sjá betur. Það er eitthvað alveg ótrúlega ókarlmannlegt við það.

Annars er ég að horfa á Las Vega með öðru og vinna með hinu. Las Vegas eru virkilega góðir afþreyingarþættir til að hafa í öðru auga. Ekki of mikið að gerast og ekker of flókið að maður sé “whöt the fuck… hver er gaurinn… en ég hélt að… hvar er kanínan… er hann dauður” í hvert skipti sem maður blikkar auga í meira en átta sekúndur.

Niðurstaða: White Stripes góðir, ókarlmannlegt að axlast, las vegas góð afþreying. búið

Posted on 22. November 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

The White Stripes

I’m thinkin’ about my doorbell, When ya gonna ring it, when ya gonna ring it

Það eru tónleikar á Íslandi. Stórtónleikar á eftir með white stripes í laugardalshöll. Ég ætla ekki að fara að mynda heldur ætla ég að fara með þeim tilgangi að horfa á alla tónleikana og skemmta mér. Þetta er nýjung hjá mér þar sem ég hef eiginlega tekið mig til og myndað flest allt sem hefur komið til Íslands í tónleikageiranum. Nema þegar ég hef verið erlendis.

Ég held að það verði stuð.

Posted on 20. November 2005 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 5 7