Archive

for November, 2005

ALMENNT

Hvað á þetta að þýða?

Hvað í an er að gerast? Nú er Alex Ferguson að segja að hann sé hættur við að kaupa Ballack frá Bayern. Þetta er svo mikil mótsögn hjá honum. Hann segist ekki vanta mann í þessa stöðu þar sem hann hafi Wayne Rooney og Paul Scholes en svo segir hann í sömu setningu að hann hafi áhyggjur af því að liðið hafi ekki nægilega breidd. Hvernig væri þá að fá Ballack til að vera með þessa breidd? Ég held að þetta sé einhver megabrella hjá Ferguson og hann ætli að kaupa hann.

Posted on 25. November 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Þá og nú

Ég fór að velta fyrir mér um daginn hvernig tæknin hefur breyst á þeim stutta tíma sem ég hef verið á lífi. Datt í hug að taka saman helstu breytingarnar sem ég hef tekið eftir.

MP3: ÞÁ
Ég man vel eftir þegar ég kynntist mp3 og spilaði fyrsta mp3 lagið. Það var hann McPete á ircinu sem sendi mér fyrst winamp spilarann minn og fyrsta lagið var lagið “Yoda” með Weird Al. Ekki frá því að hann hafi senti hormjoni það og ég hafi verið hjá honum. Man það ekki svo greinilega. Þegar ég prufaði svo heima hjá mér á minni 486 tölvu þá hökti allt og hikstaði. Ég var ekki sáttur og tilkynnti Herði að mér þætti þetta mp3 ekkert sniðugt. Það stoppaði mig samt ekki í því að taka upp mp3. Man að ég setti tölvuna í gang og tók upp fyrst yfir í .wav sem tók held ég svona 12-14 tíma. Svo þegar það var búið tóku aðrir 12-14 tímar við að breyta yfir í .mp3 format. Lét yfirleitt ganga á nóttinni og eitthvað því tölvan gat ekkert annað gert en að gera þetta. Fyrsti mp3 spilarinn sem ég eignaðist og eini sem ég hef eignast var Rio 500 spilari sem tók heilan geisladisk af lögum. En svo var hægt að setja kort í hann sem tók annan geisladisk. En það kostaði svipað mikið og spilarinn sjálfur.

MP3: NÚ
Mp3 er bara sjálfsagður hlutur. Annar hver maður á ipod spilara sem komast inn á þúsundir af lögum. Það er hægt að versla á netinu lög eða þá taka upp sína eigin diska. Og það tekur bara enga stund að vippa nokkrum geisladiskum yfir á mp3. Maður nær ekki einu sinni að fara á klósettið. Reyndar er það bara hjá mér því að ljósið er svo lengi að kvikna á baðinu. Sumar hljómsveitir eru alveg að tapa sér því þeir eru svo ósáttir við að fólk sé að niðurhala ólöglega á netinu. Aðrar hljómsveitir taka þessum breytingum með opnum örmum og selja tónlistina sína á netinu sem held ég virkar vel.

INTERNETIÐ: ÞÁ
Ég var svalasti gaurinn í bænum þegar ég fékk mitt fyrsta módem sem var 36.6 módem. Flestir voru á þeim tíma með 28.8. Man að pabbi hans Palla frænda átti 14.4 módem eða eitthvað álíka. Maður var marga klukkutíma að ná í eitt mp3 lag en maður þraukaði bara því þetta var það besta á markaðinum. Síðasta módemið sem ég átti var 56.6 og þá var maður skot sáttur. Þvílíkur hraði góðir áhorfendur. Það var alltaf verið að segja manni að þetta væri bara mesti hraði sem símalína gæti flutt. Sumir voru með ISDN sem voru 2 símalínur og þá var fólk að tapa sér hvað hraðinn var mikill. Já og maður þurfti auðvitað að tengjast internetinu og borga svo símakostnað sem gat farið ansi hátt við mikla notkun. Þannig að maður fór kannski mesta lagi klukkutíma á dag.

INTERNETIÐ: NÚ
Fólk eru bara lúðar ef þeir eru ekki með allavega 4mb tengingu og ótakmarkað niðurhal. Fólk er tengt netinu stöðugt allan daginn bæði í vinnu og heima við. Svo eru heitir reitir út um allt þannig að maður getur næstum alls staðar fundið net til að tengjast. Hraðinn er auðvitað svo mikill að maður er enga stund að ná í alls konar stóra file-a. Sjónvarpi er streymt í gegnum netið og fer það létt með það.

LEIKJATÖLVUR: ÞÁ
Fyrsta leikjatölvan mín var Nintendo. Super Mario Bros ferðaðist til hægri á ógnarhraða og allt í tvívídd. Það var heitast þá að modda tölvuna þannig að hún gæti tekið erlenda leiki og diska/plötur/þykkildi sem innihéldu kannski 100 leiki. Svo ef það virkaði ekki að spila leik þá bara blés maður inn í tölvuna og inn í leikinn sjálfan. Næsta tölva sem ég eignaðist var Sega Mega Drive sem var rosalegt kvikindi. Sensible Soccer var leikurinn sem ég spilaði mest. Lófaleikjatölvan á þessum tíma var Game Boy þar sem allir leikir voru svart/hvítir. En sjitt hvað maður var heitur með tösku sem leit út eins og stór game boy tölva.

LEIKJATÖLVUR: NÚ
Playstation 2 eða XBOX. Tölvur sem taka dvd diska og gæðin eru svona þúsundfalt betri heldur en í gömlu tölvunum. Og svo eins og xboxið spilar ekki bara leiki heldur bíómyndir sem maður hefur tekið upp á tölvuna sína. Það er löglegt að taka upp eigin dvd diska. Svo getur maður líka fært leikina inn á tölvuna þannig að maður þurfi ekki að spila af disknum. Leyfilegt að gera það við sína eigin leiki. Svo er auðvitað hægt að tengja tölvurnar við netið og spila við aðra netverja einhvers staðar úti í rassgati. Svo er það PSP tölvan þar sem maður er með rosalega öfluga leikjatölvu í rassvasanum. Á eftir að kanna hana betur.

FARSÍMAR: ÞÁ
Mjög einfalt. Þeir voru eiginlega bara ekki til. Einn og einn sem átti farsíma þegar ég var lítill og þá er ég að meina fullorðið fólk sem átti. Ekki krakkar.

FARSÍMAR: NÚ
Krakkar fá liggur við gsm síma í fæðingargjöf. Flest allir grunnskólanemar eru með farsíma sem er auðvitað fáránlegt. Farsímar í dag eru ekki bara farsímar heldur myndavélar líka og hljóðupptökutæki og videupptökutæki og nettæki sem maður getur browsað netið.

MYNDAVÉLAR: ÞÁ
Fyrsta digital myndavélin mín var 1,3Mpx og tók svo góðar myndir að ég var að tapa mér. Fljótlega komu samt betri vélar þannig að mín varð fljótlega úrelt með bilað batterýlok þannig að það var tape-að fast á.

MYNDAVÉLAR: NÚ
Annar hver maður á SLR digitalvél sem kosta skít á priki núna. Og þær eru flestar 5-8mpx sem er töluvert meira en fyrsta vélin mín sem ég á enn reyndar. Síminn minn er með 2mpx vél sem segir meira en margt um tæknibreytingarnar.

Posted on 25. November 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Virkilega sáttur

Ég er virkilega sáttur hvert ár þegar ég sé hversu margir myndarlegir og klárir strákar taka þátt í Herra Ísland. Metnaðarfullir og bara virkilega smart strákar. Finnst í rauninni skrítið afhverju ég hef ekki skráð mig að taka þátt eða einhver af vinum mínum.

Fór í gegnum þessa fögru pilta á ungfruisland.is og þar sést t.d. á svörunum við spurningunum hversu snjallir þeir virkilega eru.

Af hverju tekur þú þátt
- Gaman að prófa eitthvað nýtt og óvenjulegt, einnig til að kynnast nýju fólki. (alltaf skemmtilegt og gott svar. Því maður getur bara kynnst fólki með því að vera í herra ísland. Það bara er staðreynd)
- Er að taka áskorunn (margir vilja halda að áskorun sé með einu n-i en þessi virðist vita betur)
- Mér finnst að fólk ætti að reyna að gera eins mikið og það getur á meðan það er lifandi, svo er ég að taka áskorun félaga míns, fékk að velja úr: Idol – Bachelor – Herra Ísland. Ég hafði líka heyrt að þetta væri alveg þrælskemmtilegt, sem þetta er. (Annar sem er að taka áskorun. Ánægður að skella sér í þetta svona á eigin forsendum. Ekki láta mana sig upp í eitthvað. Gott flipp félagar.)

Hvernig er rómantískt kvöld?
- Alskonar. (Bæti gott og gáfulegt og rétt skrifað svar)

Áhugamál:
- allt sem er skemmtilegt. (ekki væri það nú gott ef maður ætti leiðinlegt áhugamál)

Draumabíllinn:
Ég er nú bara mjög sáttur með minn einsog er J Honda Accord nýr. (Ég er bara á J Honda Accord. Bara láta ykkur vita)

Nám-vinna:
- vinna (Svona á að svara. Stutt og laggott og fullt af upplýsingum)

Kærasta?
Enginn. (Aðeins að misskilja kynin.)

Þetta var svona brot af því besta frá þessum frábæru strákum. Ánægður með ykkur! Líka margir sem eru að nota þetta sem stökkpall í eitthvað betra og meira. Flest allir sem hafa tekið þátt hafa náð langt á sviði sætlega og fegurðar. T.d…. æji þarna gaurinn sem… það var einhver allavega í hagkaupsbæklingi… var ekki svo annar… nei það var stóll sem ég sá. Þeir hafa allavega allir náð langt.

Posted on 25. November 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Gáfulegur sparnaður

Sá auglýsingu áðan á mbl.is þar sem stendur “Dastu í það?… við flytjum bílinn heim… aðeins 6.000kr… vaka.is”

Planið að borga 6.000 fyrir að láta skutla bílnum sínum í heim í staðin fyrir að sækja hann sjálfur daginn eftir að maður er ölvaður niðri í bæ. Og fyrir það borgar maður í mesta lagi svona 2.000kr ef maður tekur leigubíl. En yfirleitt fær maður bara einhvern til að skutla sér eða labbar eða tekur strætó.

“Dastu í það? við flytjum bílinn heim… aðeins 15.000.000… geimskipið Enterprise.is”

Posted on 24. November 2005 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 7