Archive

for November, 2005

ALMENNT

Og verðlaunin hljóta…

Besti íslenki vefurinn: mbl.is/embla
Besti fyrirtækjavefurinn: www.isb.is
Besta útlit- og viðmótshönnun: www.isb.is
Besti afþreyingarvefurinn: www.skjarinn.is
Besti einstaklingsvefurinn: arni.hamstur.is

Ég fór á hátíðina í Iðnó áðan með hormjoni. Fín afgreiðsla á verðlaunum og tók fljótt af. Þorsteinn Guðmundsson stóð sig vel sem kynnir og skemmti fólk sér vel.

Ég þakka fyrir mig enn og aftur. Takk.

Posted on 30. November 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Árbæjarskóli árgangur 1981

Ég var í Árbæjarskóla og útskrifaðist ábyggilega 1997. Eða ekkert ábyggilega heldur útskrifaðist ég þá. Maður er bara orðinn svo gamall að minnið er farið að bregðast mér. Annars eru einhverjir úr þessum árgangi búnir að opna bloggsíðu þar sem planið er að safna saman linkum á bloggsíður allra þeirra sem voru í þessum árgangi. Þannig að maður getur haft uppi á þessu fólki auðveldlega. Svo á líklegast líka að koma með tilkynningar um endurmót og eitthvað fleira. Ekki frá því að þetta sé bara nokkuð gott framlag hjá þeim þannig að ef þú varst í Árbæjarskóla og útskrifaðist 1997 þá smellirðu þér endilega hingað og lætur vita af þér og fylgist með.

Posted on 28. November 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Takk

Heyrðu já og meðan ég man þá vil ég þakka fyrir mig. Vefurinn minn er í úrslitum Íslensku Vefverðlaunanna 2005. Það þýðir bara eitt og það er það að einhver hafi tilnefnt vefinn minn og mig grunar væntanlega einhverja sem lesa vefinn minn. Sjálfur tilnefndi ég sigurjon.com félaga minn því hann er með fína og flotta síðu sem á vel skilið að vera í úrslitum og viti menn… hann er í úrslitum með mér. Andstæðingar okkar bræðra eru ekki minni menn en Björn Bjarnason, Þorsteinn Guðmundsson og svo ungur og efnilegur piltur að nafni Jónas Reynir Gunnarsson. Verðlaunin verða afhent þriðjudaginn 29.nóvember.

Takk fyrir mig.

Posted on 27. November 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Helgin

Ég held að það sé kominn tími fyrir helgarblogg. Þetta var annasöm helgi. Nokkrar myndatökur sem er alltaf hresst. Á föstudagskvöldið skelltum við Auður okkur á Dillons þar sem við hlustuðum á þá pilta í Dikta spila á minnsta sviði í heimi því það var ekki svið heldur veggur. Þeir voru að vanda góðir þráttir fyrir síðbúið strengjaslit. Laugardagskvöldið var ekki síður skemmtilegt. Fórum til Brynju og Palla sem hópur fólks var kominn til að spila á spil. Póker var spilaður og nýtt spil sem ég er með í láni sem heitir Scene It? og það er eitt skemmtilegasta spil sem ég hef nokkurn tíman spilað. Þetta er sem sagt kvikmyndaspurningaspil og dvd diskur fylgir með. Það vakti þvílíka lukku og allt ætlaði um koll að keyra. Sunnudagurinn var sæmilega rólegur og endaði hann með myndatöku á Sigur Rósar tónleikunum. Þeir voru eins og við var að búast mjög góðir. Var ábyggilega svona 9-10 lög og svo lét ég það gott heita og dreif mig heim á leið. Þeir fá A+ frá mér. Virkilega gott band og landinu til sóma. Nú er bara að taka myndirnar inn og kíkja á hvernig til tókst.

Posted on 27. November 2005 by Árni Torfason Read More
1 2 3 7