Archive

for October, 2005

ALMENNT

Svalar hljómsveitir ná lengra

Fór á tónleika í gær á Grand Rokk sem byrjuðu þúsund klukkutímum of seint. Lenti m.a. annars í fullum manni sem ég sagði að annar fullur gaur hafi verið að hlægja að. Held að hann hafi slegið til hans eftir það. Lenti svo í öðrum fullum asnalegum gaur sem hélt að hann væri að tefla við kærustuna sína. Endaði með að hann tefldi við einhvern strák. Ekki frá því að þeir hafi verið kærastar. Allavega þetta voru hljómsveitirnar The Telepathetics og Dikta. TT eins og ég kalla þá eiga eitt gott lag sem er vinsælt í útvarpinu og hitt er bara bölvað rusl. En það er nú önnur saga. Þó þeir væru með góða tónlist þá eru þeir bara ekki kúl hljómsveit. Bassagaurinn og trommarinn eru bara ekki að lúkka og ættu betur heima í lúðrasveit Kópavogs. Ef hún er þá til. Best væri samt ef hún væri ekki til því þá væru þessir gaurar hvergir… sem væri jú best.

Annars var mikið um asnalegt fólk á tónleikunum. Það var parið sem voru bæði í lopapeysum. Bara í stíl og annað með húfu. Það var gaurinn sem trommaði við öll lögin en kann ekki á trommur. Ekki frekar en Davíð Oddsson. Það var stelpan sem var í fíling og fór að dansa ein og yfirgefin. Það voru gaurarnir sem sátu aftast og hrópuðu að trommarinn ætti að fara úr að ofan. Frekar samkynhneigt ef ég á að segja alveg eins og er. Þá er þetta skjalfest og innmúrað. Takk fyrir mig.

Posted on 2. October 2005 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4