Archive

for October, 2005

ALMENNT

Ætlar MJ aldrei að læra?

Aðdáendur þyrptust að bandarísku poppstjörnunni Michael Jackson þegar hann heimsótti vaxmyndasafn Madame Tussauds í Lundúnum um helgina. Fyrr um helgina fór hann að sjá söngleikinn Billy Elliot sem sýndur er í West End hverfinu í borginni og var einnig umkringdur aðdáendum. – Tekið af mbl.is

Sko… ætlar aumingja Michael Jackson minn aldrei að læra. Ef maður er nýbúinn að vera kærður fyrir að misnota unga drengi þá er ekki málið að skella sér á söngleik sem fjallar um ballettdansandi ungan pilt. Ekki frá því að það þurfi að taka MJ á teppið og hreinlega útskýra hlutina aðeins fyrir honum. Þetta er ekki flókið. Reglurnar kæmust ábyggilega fyrir á lítið blað sem hann gæti verið með fast aftan á glimmerhanskann sinn.

Posted on 10. October 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Vikan í myndum

Hafði ekki tíma síðustu helgi til að smella inn myndum vikunnar þannig að þetta verða bara myndir síðustu tveggja vikna. Ég vona að þið fyrirgefið mér það.

Mánudagurinn 26. september: Taflan Blaðamenn
Vikan í myndum
Sama dag og taflan fór upp á vegg voru æstir blaðamenn fyrir utan moggann. Held að þeir hafi viljað ná tali af mér til að vita hvernig tafla þetta var sem ég setti upp.

Laugardagurinn 1.október: Smá gleði í skipholti
Vikan í myndum
Við Auður skelltum okkur heim til Sveinlaugar sem var reyndar ekki heima og heilsuðum upp á Pál Helga og Brynju Ingu. Helgi hljóp í burtu frá okkur snemma til að heilsa upp á einhverjar svía eða ísfirðinga eða fólk frá Nepal. Frétti að hann hafi samt síðar komið og klæðst búning. Við Auður skelltum okkur hins vegar á leika. Tónleika.

Vikan í myndum
Á meðan á dvölinni stóð var sopið öl og farið í leikinn “Hver er ég?” Ég valdi að Páll ætti að vera Valli í eins og “Hver er Valli?” Hann var óhress með að geta ekki og eftir rauðröndótta vísbendingu gat pilturinn þetta.

Fimmtudagurinn 6. október: Útgáfugleði
Vikan í myndum
Páll e. og ég sjálfur skelltum okkur í útgáfugleði á bók sem nefnist “Sögur Tómasar Frænda” sem er frekar fín bók og fyndin. Við byrjuðum að kanna hurðamál á listaháskólabyggingu og eftir að Páll reyndi að klífa inn um glugga hálf nakinn og festi sig í einhverju bandi hættum við að reyna. Áður en við vissum vorum við mættir í fjölmiðlafár á efri hæðinni á Grand Rokk með bjór í annarri og bjór í hinn og einn bjór uppi í gluggakistu í felum og annan undir borði og þann sjöunda í vasanum. Það var mikil gleði og mikið sungið og jú að sjálfsögðu dansað.

Vikan í myndum
Páll tók sig einkar vel út með ísland í dag og stuðmenn í bakgrunn.

Föstudagurinn 7. október: Októberfest
Það var komið að Októberfest sem fór vel fram fyrir utan bjánann sem hellti á mig bjór. Hann fékk nú að kenna á því líka pilturinn atarna.

Vikan í myndum
Páll átti í smá vandræðum að átta sig á því að maður fer fyrst í sokka og svo leðurbuxur.

Vikan í myndum
Það var Bjartmar, ég sjálfur og Páll E. sem skipuðum stormsveitina þetta kvöldið.

Vikan í myndum
Sést það að mér þykir gaman að taka svona panorama myndir?

Vikan í myndum
Skálað og Síg Hælað fyrir framan þýska sendiráðið.

Vikan í myndum
Loksins kominn í sæti með stóra krús af bjór. Kvöldið fór vel og enginn usli.

Posted on 10. October 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Októberfest

Það er október og hvað gerist í október. Jú það er fest sem kennd er við október og nefnist októberfest. Og hvað hötum við ekki… októberfest. Piltar í leðurbuxum og stúlkur í Helgubúning og bjór flæðandi út um allt. Einn líter í hvert skipti og skiptin eru mörg. Eins mörg og maður getur og svo aðeins meira en það.

Ég stefni á festina eins og fleiri. Fimmtudagur og föstuagur. The guy is a pro.

Posted on 5. October 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Sveittur Borgari – Hamborgarabúlla Tómasar

Við Páll E. höfum tekið upp á því að nýju að fara á sveittar hamborgarabúllur og dæma borgarana, aðstöðuna, lesefnið og hvaðeina.

Við Páll lögðum upp í leiðangur í fjörðinn sem betur er þekktur sem Hafnarfjörður. Í sigtinu var staður sem margir þekkja. Staðurinn heitir Hamborgarabúlla Tómasar. Það var komið að því að dæma þennan fræga stað sem hefur átt sína góðu og slæmu daga.

Hamborgarabúll a Tómasar
Hamborgarabúlla Tómasar

Maturinn:
Hamborgarabúll a Tómasar
Ég get ekki annað en hafið skrif mín á þeim óbjóð sem ég fann á hamborgaranum. Mörgum hefði hryllt við því að finna eitt eða tvö punghár á borgaranum sínum. Það hefði ekki verið neitt mál miðað við það sem ég fann. Hefði ég fundið dauða, hauslausa dúfu þá hefði ég bara kippt henni af og láti sem ekkert væri. En það sem ég fann þegar ég tók brauðið af borgaranum var heimsins stærsta tómatsneið sem er bara ósættanlegt. Getið séð hana á myndinni fyrir ofan. Ég bað starfsfólkið um skóflu til að ná henni af og það var ekkert mál. Fyrir utan þessa flykki var borgarinn góður. Hann var greinilega eldsteiktur sem gaf honum fínt bragð. Tommi er greinilega með einhverja sérstaka sósu sem gefur borgaranum skemmtilegt en öðruvísi bragð.
Hamborgarabúll a Tómasar
Umbúðirnar voru góðar. Það var karfa sem okkur Páli þykir skemmtilegt. Þá er allt á sama staðnum og maður er ekki að missa franskar og borgara út um allt. Eina sem við vorum ekki sáttir við var að það fylgdi ekki kokteilsósa með. Sem er alls ekki nógu gott. Við vorum líka ekki sáttir með fjöldann af frösnkum kartöflum sem við fengum sem og var kókskammturinn í það minnsta. Hálfur líter er algjört lágmark þegar maður er að gæða sér á góðum borgara. Hitastigið á frönskunum var samt mjög gott. Ekki of heitt og ekki of kalt. Við vorum samt ekki sáttir með að maður gat ekki valið á milli salts og frönskukrydds. Það var bara salt.

Staðurinn:
Staðurinn lítur vel út. Það er fjölbreytilegt sætaval. Það er hægt að sitja á háum stól, í bás sem við Páll gerðum eða við borð. Eða jafnvel við barborðið. Þannig að það er nóg um að velja. Lesefnið var ekki upp á marga fiska. Það voru bara einhver dagblöð en engin tímarit af viti.
Hamborgarabúll a Tómasar
Eina sem bjargaði lesefninu er að það er búið að hengja upp á töflu alls konar miða og skilaboð sem var hægt að lesa svona eitt og eitt á milli franska…

Staðsetning:
Staðsetningin er fín. Ekki of langt inni í Hafnarfirði þannig að það tekur ekki ár og aldir að komast þangað. Það var nóg af bílastæðum sem er alltaf gott. Vesen að fá ekki stæði og þá jafnvel hættir maður bara við að koma.

Samantekt:
- Borgarinn smakkaðist mjög vel.
- Frekar lítið af frönskum og kóladrykk.
- Ekki hægt að lesa nett.
- Sáttir með að geta setið í bás.
- Verðið var frekar hátt.
- Ósáttur með heimsins stærstu tómatsneið!!!

Stjörnugjöf:
Við gefum í hamborgurum og frönskum. Einn hamborgari jafngildir einni stjörnu og franskar jafngildir hálfri stjörnu. Við gefum mest fimm hamborgara.

Hamborgarabúlla Tómasar fær HamborgariHamborgariHamborgariHamborgari

Fyrri dómar:
- Brautarstöðin
- Anna Frænka
- Eikaborgarar

Posted on 4. October 2005 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4