Archive

for October, 2005

ALMENNT

Þarna er ástæðan

Þarna er held ég ástæðan fyrir því að konur eru yfirleitt með lægri laun er karlar. Þær eru að taka sér bara frí eftir klukkan 14:08 í dag. Sem þýðir að þær vinna færri tíma en karlar yfir mánuðinn. Gengur ekkert að ætlast til að fá hærri laun en vilja ekki vinna nema til 14:08.

Posted on 24. October 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Og þá var hátíðin öll

Síðasti daguri Iceland Airwaves hátíðarinnar 2005 var í gær. Miðvikudagur, fimmtudagur, föstudagur, laugardagur. Það var mikið reykt. Ekki ég en á mig. Það flæddi dýr bjór um allar trysstur og þar á meðal yfir vélina mína í lítratali. Held samt að hún hafi ekki skaðast svo mjög. Kynntist fullt af ljósmyndurum fínum mjög. Misjöfnum þó. Þá ekki í skemmtilegheitum heldur í ljósmyndastíl. Flestir góðir, fæstir rauðir.

Miðvikudagur:
Dogdaze, Nilfisk, Býdrýgindi, Dimma, Dikta, Hermigervill, Annie.

Þetta var upphafið á hátíðinni og byrjaði vel. Gaman að sjá Nilfisk aftur með glæsilega klippingu og góðan skeggvöxt. En ekki allir þó. Hvað uppúrstóð var augljóslega Hermgervill. Sá restina af honum og hann var mjög magnaður. Stemmningin var góð og kátínan í fyrirrúmi. Annie var ágæt en ekki eins góð og ég hafði heyrt.

Fimmtudagur:
Bryndís, Dýrðin, Bob Volume, TMC, Cell 7, Daníel Deluxe & Dóri DNA, The Perceptionists, Apparat Organ Quartet, New Radio.

Myndir upp á vegg? Nei því miður. Bryndís kom á óvart. Mikið efni þar á ferð. Ekki það að hún sé feit eða neitt svoleiðis. Var sem sagt að segja að hún væri efnileg. Ekki að hún væri með mikið af efni á sér. Ekki frá því að Apparat Organ Quartet hafi verið ansi líflegir og góðir en ekki síðri voru piltarnir blökku í The Perceptionists. Ætlaði að sjá Daníel Ágúst… en hann var tveimur mánuðum og snemma.

Föstudagur:
Hölt Hóra, The End, Ben Frost with Valgeir Sigurðsson, Stórsveit Nix Noltes, Brúðarbandið, Tony the Pony, Juliette & The Licks, The Fiery Furnaces.

Þetta var góður dagur. Halta hóran var ekki það hölt því að hún hoppaði. Juliette Lewis mætti á sviðið með horn og hala. Engan hala samt. Fiery Furnaces voru með læti. En ég var samt með tappa í eyrum þannig að það var í góðu.

Laugardagur:
Hairdoctir, Dr. Mister & Mr. Handsome, Rass, Nine Elevens, Future Future, Worm is Green, Bang Gang, Zoot Woman, Ratatat.

Án efa besta kvöldið. Kalt í bænum en heitt á stöðunum.

Á heildina litið er ég ánægður með hátíðina. Mjög svo bara. 33 tónleikar að baki hjá mér. Eflaust færri og eflaust fleiri hjá sumum. Takk fyrir mig og sjáumst á næsta ári.

Juliette and the Licks

Posted on 23. October 2005 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4