Archive

for October, 2005

ALMENNT

Dulbúnar vandræðalegar vörur

Núna finnst mörgum manninum vandræðalegt að kaupa ýmsa hluti. Má þar kannski helst nefna getnaðavarnir. Skil reyndar ekki afhverju fólki finnst þetta svona vandræðalegt. En mörgum finnst þetta vandræðalegt og þá er þetta vandamál. Og hvað gerir maður við vandamál. Maður leysir þau. Nema ef það eru sprungin egg þá svúbbar maður þeim bara undir kókkæli og setur tóman bakkann aftur í eggjahylluna. En allavega… getnaðavarnir, þungunarpróf, einhver smyrsl til að bera á bossann á þér, jafnvel handjárn (lenti einu sinni í því en já tölum ekki um það), einhvers konar legkrem eins og í me myself and irene.

Ég er allavega kominn með lausnina á þessu. Dulbúa vörunar í öðrum umbúðum. T.d. smokkar væru í svona nettum snickersumbúðum og þungunarpróf í toblerone umbúðum. Svo stæði bara litlum stöfum hvort þetta væri toblerone eða í raun og veru þungunarpróf. Ég ætla að senda durex e-mail og kanna þetta.

Posted on 27. October 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Hærri laun til kvenna

Ég styð það að konur fái hærri laun. Það er ein og aðeins ein ástæða fyrir því. Hér kemur stutt raunasaga sem hjálpar að útskýra mál mitt.

Ég beið í röð fyrir utan skemmtistaðinn Nasa þar sem þúsundir manns reyndu að komast inn til að sjá piltana í Ratatat slá strengi rúmlega 0:00 á laugardaginn á airwaves hátíðinni góðu. Það var troðist og trommað á mig. Á endanum komumst við Auður inn og um leið og við komum inn voru Ratatat að stíga á svið. Samt ekki sem maður borðar. Við tróðum okkur í gegnum mannhafið. Þegar við nálguðumst sviðið gekk stúlka með hendur upp fyrir haus og í annarri höndinni var stúlka með bjór í hönd. Ég flaut með fjöldanum í átt að stúlkunni og ég gat ekkert gert. Fyrst hellti hún bjór yfir myndavélina mína þegar einhver rakst í hana og svo nálgaðist sveittur, eins dags skeggs handakriki andlit mitt á ógnarhraða og ég gat ekkert gert. Handakrikinn small í andlitinu á mér og ég er ekki frá því að hárin hafi haldið í mig í eins langan tíma og hann mögulega gat. Ég var sveittur í framan og svitinn var ekki minn. Þetta var viðbjóður með meiru.

Hefði þessi unga stúlka verið með meira en 200kr á tímann í Bónus hefði hún ábyggilega haft efni á betri svitalyktaeyði sem hefði dugað henni lengur og ég ekki orðið annarramannasveittur í framan.

Áfram stelpur!!!

Posted on 24. October 2005 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4