Archive

for September, 2005

ALMENNT

Sjitturinn titturinn

Ég var að klára að skrifa langan pistil um hvað hefur drifið á mína daga síðustu daga á mína daga síðustu daga en var að smella á staðfesta en smellti óvart á hliðina á músinni og þar með fór ég til baka og allt þurkaðist út. Sjitturinn titturinn segi ég. En ég læt ekki bugast og byrja upp á nýtt. Einn tveir og bingó.

Posted on 20. September 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Livestrong

Fyrir nokkrum dögum. All nokkrum dögum pantaði ég af netinu fyrir mig og hana Auði svona LiveStrong armbönd til styrktar krabbameinsrannsóknum. Fannst ekki vitlaust að panta tvö. Ekki nema 10 dollarar stykkið og það er nú ekki miklir peningar og alltaf gott að styrkja gott málefni. Fékk tilkynningu í gær frá póstinum um að pakki væri til mín kominn. Ég út á pósthús fór og náði í pakkann. Hann var aðeins stærri en ég bjóst við. Bjóst við bara litlu umslagi með tveimur litlum armböndum í. Fór með pakkann heim og hófst þá mikil barátta við hann því hann vildi ekki láta opna sig. Að sjálfsögðu nennti ég ekki að fara niður að sækja skæri því ég er latur stundum oft eiginlega alltaf þannig að ég togaði og reif og beitti öllum mínum kröftum sem eru nú ekki miklir. En á endanum opnaðist pakkinn með miklum látum og útúr pakkanum þeystust armbönd í allar áttir. Armböndin voru ekki tvö heldur 20. Þannig að núna sit ég uppi með 18 auka armbönd. Datt í hug að kaupa svona milljón í viðbót og byggja mér fljótandi eyju.

Posted on 13. September 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Með öndina í hálsinum

36 helgi þessa árs að baki og hún var viðurburðaurðarurburðarrík. Á föstudaginn var gleði heima hjá Brynju þar sem fagnar var afmæli og það var ekki bara hvaða afmæli sem er heldur afmælið hennar Brynju. Hún er mikið afmælisbarn og í tilefni dagsins ákvað ég að útbúa gjöf handa henni úr pappa og klemmum. Vakti ágætis lukku held ég bara. Ég var ekki einn í afmæli, því miður, því þá hefði ég getað drukkið bjórinn allan einn. Þá sem helst ber að nefna er Páll, nýkominn af sjónum, Birta, með beikonvafinn tjillandi strák í bumbunni, Daði, stórstjana úr Flag of our Fathers fagnandi í nærmynd að kyssa East Clintwood, Garðar Steinn, tölvan féll, Freymar, gaurinn sem allir æla í skóna hjá, Obba, sem leikur við hvern sinn fingur, Hannes Óli, systurdóttir þýska dátans, Friðgeir, sem kom keila í mjódd til skila til almennings, Gestur, frændi minn og sjóari, Karel, sem sprautar út um allt og helst á bíla, Helgi, sem fór fyrr en ég aldrei þessu vant. Ég er ábyggilega að gleyma einhverjum slatta en mér er bara skítsama.

Laugardagurinn var ekki mjög þykkur. Fór á Ísland-Króatía. Leikurinn byrjaði vel en svo fór allt á verri veg. Því miður. Ég er Íslendingur og held með Íslandi þannig að þetta var frekar leiðó. Ekki jafn leiðinlegt að helvítis fjarstýringin af bílnum virkaði ekki þegar ég kom út. Fékk mér þá sæti og ákvað bara að vinna myndirnar úr leiknum á meðan ég beið eftir að ég yrði sóttur. Og þá fór auðvitað að rigna. Sem kom mér ekkert svo á óvart. Svo þegar ég var kominn in í bíl og ætlaði að klára að ganga frá myndunum kláraðist batterýið í tölvunni. Sem kom mér heldur ekki á óvart. Heppnin mín þessa helgina var ekki hress ef ég á að segja alveg eins og er.

Í gærnótt tók ég mig til og lagaði skápinn með sjónvarpsdótinu hjá mér og xboxinu og tengdi allt saman í eitt box sem ég skipti á milli. Mjög sniðugt. Er líka þráðlaus sendir þannig að ég get móttekið merkið á öðru sjónvarpi í herberginu. Eða jafnvel frammi á gangi. Sem gæti verið sniðugt. T.d. sniðugt að senda fram eitthvað sem ég er að horfa á í xboxinu og leyfa foreldrum mínum að horfa á líka.

Í dag tók ég sjónvarpsskápinn frammi á gangi í gegn með honum pápa mínum og festum sjónvarp á vegg. Þá vantar bara stóla svo hægt sé að horfa á sjónvarpið.

Morgundagurinn fer í vinnslu á myndum og hönnun á vef. Ég hlakka til. Góða nótt.

Posted on 4. September 2005 by Árni Torfason Read More
1 2 3