Archive

for September, 2005

ALMENNT

Setning dagsins

Setningu dagsins á Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins.

“Mér hafa í mínu starfi verið boðin gögn til birtingar, sem augljóslega hafa verið þjófstolin. Í slíkum tilvikum hafa þeir, sem slíkt hafa boðið, umsvifalaust verið reknir á dyr.”

- Styrmir Gunnarsson

Og þar með flengdi hann Fréttablaðið ærlega á bossann.

Posted on 24. September 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Aumingjahrollur

Ég er strax kominn með aumingjahroll. Íslenski Bachelorinn að byrja. Ég bara trúi ekki að einhverjum hafi dottið í hug að fara í þetta.

Frábært að stelpurnar flestar séu að fara í þetta útaf hópþrýstingi!!!

Nokkrar frábærar setningar úr þættinum:
- “Ég get átt það til að vera stundum svona fyndin smá”
- “Ég er svona yfirleitt… glöð”
- “Ég er svona ákveðin… stundum”
- “Bachelor… er það sem er að velja konur?”
- “The threeeee date rule”
- “Datemenning á Sauðakróki… það er ekkert mikið date á sauðakróki”
- “SkauTa”
- “Ég var einu sinni módel”
- “Ég er mjög mikið fyrir dýr”
- “Ég… æji… ég er góður”
- “Hann á að vera hávaxinn. Hann á að vera dökkhærður.”
- “Hann á að vera mjög mikil útivera.”
- “Hann á eiginlega að vilja allt sem ég vil.”

Svo segir sagan… eða Páll e. að Bachelorinn sé einhver gaur að austan sem er dyravörður á Kaffi Amor. Og að hann sé dyravörður því að honum finnist það gaman. Og svo er hann líka smiður.

Posted on 22. September 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Þegar maður elskar konu

When a Man Loves a Woman og konurnar kikknuðu í hnjánum og ég og Páll líka. Áðan var ferðinni heitið á tónleika. Tónleikarnir voru í Laugardalshöll. Tónleikarnir voru Michael Bolton. Við mættum rétt fyrir klukkan 20 en þá áttu einmitt tónleikarnir að byrja. Bílar voru lagðir alla leiðina að McDonalds… hjá Smáralindinni. Við keyrðum að sjálfsögðu framhjá bílskaranum og lögðum við innganginn á milli tveggja bíla. Fáránlega góðir á því. Við fengum okkur sæti í sætunum efri þar sem að það voru ekki nein laus nær. En það skipti engu máli því Michael Bolton er með svo frábæra rödd að hún dreyfðist eins og volgt smjör um allan salinn. Frábær í alla staði.

Það voru nokkri hápunktar í showinu. Við erum að tala um að Boltoninn tók Luftpíanósólo sem var rosalegt. Hann skipti um búning. Fór í þröngar buxur og þrengri bol. Svartur og góður. Þröngur og góður. Æðislegur. Bolton er það frægur að hann er með sér mann til að sjá til að snúran í míkrafóninn hans sé nógu löng. Ekki of stutt og ekki of löng.

Eftir að hann var búinn að syngja ítalska lagið sem hann raulaði með hvorki minni né stærri manni en Pavarotti þá misskildi fólk hann eitthvað og hélt að hann væri að fara að taka sér langa pásu. En eftir að hljómsveitin hans hafði prumpað út úr sér af krafti eins og tveimur lögum kom Michael Bolton og renndi sér inn á sviðið á hnjánum og hóf lagið “When a Man Loves a Woman”. Þannig að svona helmingurinn af eldri konunum á svæðinu sem kom bara til að sjá hann syngja til sín When a Man Loves a Woman misstu af því þar sem þær sátu væntanlega á kamrinum til að pissa örugglega ekki í sig þegar hann hæfist handa við sönginn. Hæfist vara við sönginn. Hæfist lunga við sönginn.

Þetta voru frábærir tónleikar í alla staði og mikið skemmti ég mér vel.

Posted on 22. September 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Síðustu dagar

Hvað hefur drifið á mína síðustu daga síðustu daga á mína daga hefur ýmislegt á mína daga drifið.

Laugardagurinn var góður dagur. Vaknaði hálf níu og var mættur á myndorðsvakt klukkan 9. Var þar til tæplega 14 og myndaði þá til rúmlega 17:00. Um kvöldið var fjölmennt í póker. Ég, Auður, Páll E., Bjartmar, Hörður og Viðar. Fyrsta spilið sigraði Árni og annað spilið sigraði Auður. Góður árangur hjá okkur verð ég að viðurkenna.


Þessi unnu sem sagt ekki. Nema að Bjartmar vann fyrir að vera fyllsti spilarinn.

Kíktum svo aðeins niður í bæinn þar sem við hittum á Brynský og Garðinský. Vorum hress á Dillon þangað til að við fórum heim. Ágætis bæjarferð þar á ferðinni.


Páll var hugsi hvort hann ætti að þamba meira öl og brynja hvíldi augun

Fór út á flugvöll á mánudaginn að sækja móður og systur hennar Auðuar með Auði. Snérum á röðina og förum öfugu megin inn á þetta helvítis bílastæði sem ég hata meira en flest allt. Þegar inn í flughöfnina var komið misstu tveir aðilar kúlið. Fyrsta til að tapa kúlinu var kona sem missti poka fullan af áfengi á gólfið og út vall áfengi og mikil lykt upp gaus. Hún tapaði kúlinu með því að þykjast ekki sjá þetta og labba í burtu. Annar aðili til að tapa kúlinu var gaur sem var í bol sem stóð á “Lord of the Drinks”. Og ekki bætti úr skák að hann var í hvítum buxum. Hann tapaði kúlinu á svo marga vegu að það nær eiginlega engri átt.

Framundan í þessari viku er vinna og smá meiri vinna og svo vinna.

Annað sem hefur drifið á mína daga í myndum:


Mér áskotnuðust tveir miðar á Michael Bolton og þar af leiðani mun ég vanga við Pál E. yfir laginu When A Men Loves A Woman á miðvikudaginn


Formataði lilluna mína en hún misskildi eitthvað og skipti sér í tvær tölvur. Mýtósa Meiosa… nei hvernig var þetta nú aftur.


Smellti einni af Sigurjóni þar sem hann var að pósa fyrir einhverjar stelpur fyrir utan Kringluna


Borðaði meira en ráðlagður dagsskammtur er af Sun Lolly. Missti handlegg. Hann bráðnaði af.


Páll hótaði mér að borða á mér táslurnar ef ég myndi ekki setja þessa á netið.

Posted on 21. September 2005 by Árni Torfason Read More
1 2 3