Archive

for September, 2005

ALMENNT

Löngu búinn að segja honum upp

Fyrrverandi heimilislæknirinn minn, Gunnar Ingi, sem er læknir. Kallar sig heimilislæknir. Veit ekki alveg hvernig hann fer af því þar sem hann gerir bara vitleysur og sendir fólk í sund ef eitthvað bjátar á. Hann sem sagt skrifaði grein í fréttablaðið í dag þar sem hann er að rausa eitthvað um að hann hafi alltaf treyst mogganum og bla bla bla og svo núna sé hann búinn að segja upp áskriftinni að Mogganum. Það er svo löngu langt síðan ég sagði Gunnari Inga upp sem misheppnuðum lækni að það nær engri átt. Reyndar er ég ekki búinn að segja honum upp því það er ekki hægt. Ég bara bið alltaf um einhvern annan lækni.

Gunnar Ingi minn… hér með er þér sagt upp.

Posted on 29. September 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Ánægður með Jacko

Djöfull er ég ánægður með Michael Jackson. Hann er að vinna í því að breyta ímynd sinni frá því að vera barnaperri yfir í það að vera massaður rappari umlukinn kvenfólki. Hann æfir víst eins og brjálæðingur og er að reyna að koma vöðvunum sínum í gang að nýju. Hann á eftir að verða fáránlega frægur aftur. Ánægður með kallinn.

Ég spái því að hann eigi eftir að mæta til leiks svartur og með venjulegt andlit. Það verði búið til bara nýtt andlit eða grætt á hann. Þetta verður rosalegt.

Posted on 27. September 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Aron Pálmi

Er ekki nóg komið með þennan Aron Pálma. Hann kann ekki einu sinni íslensku. Þetta er svona eins og þegar við ákváðum að eigna okkur geimfarann sem var að hoppa upp í geim þarna um árið. Meira ruglið alltaf hreint.

Posted on 26. September 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Vikan í myndum

Er að velta því fyrir mér að vera með myndaúrdrátt á sunnudögum. Taka saman vel valdar myndir sem ég tók á símann minn í vikunni og smella smá texta við. Frekar stutt núna þar sem ég var búinn að birta eitthvað hérna áður fyrr. Hvernig líst ykkur á þessa hugmynd mína?

Miðvikudagurinn 21. september: Michael Bolton

Við Páll skelltum okkur á Michael Bolton. Vinstra megin erum við hressir fyrir utan höllina spenntir að fara á Boltoninn. Til hægri bíður Páll spenntur eins og engill að Boltoninn stígi á svið. Svo kom í ljós að það átti eftir að sjóða lambið. Þannig að það var ekkert svið.

Laugardagurinn 24. september: Innflutningsgleði

Skelltum okkur út á lífið. Innflutningspartý hjá Erni og Völu. Til vinstri er Páll E. að reyna að drekka bjórinn sinn sem var inni á borðinu. Páll var úti. Til hægri er Auður að smella á sig smá varalit og ég er að taka mynd.

Þarna sitja Páll E., að segja sjálfum sér frá einhverri sjóara sögu, og hægra megin við hann sitja Auður og Brynja og ræða málin.

Posted on 25. September 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Ég er atvinnulæknir

Nú hef ég lengi pælt í orðinu atvinnubílstjóri. Einu sinni var talað um skúringakonu en núna er talað um ræstitækni. Atvinnubílstjórar eru bara ekkert annað en bílstjórar. Læknar eru ekki atvinnulæknar, bændur eru ekki atvinnubændur, ræstitæknar eru ekki atvinnuræstitæknar. Atvinnubílstjóri er bara orð til að reyna að upphefja bílstjóra og ekkert annað.

Nú hugsa margir með sér að það séu margir bílstjórar því við keyrum flest í okkar daglega lífi og þess vegna er orðið atvinnubílstjóri notað fyrir þá sem hafa þetta að atvinnu. Ég elda mat og er því að kokka. Ekki kalla ég mig kokk og þar af leiðandi þarf ekki að nota orðið atvinnukokkur.

Posted on 25. September 2005 by Árni Torfason Read More
1 2 3