Archive

for August, 2005

ALMENNT

Tækjaóði Árni er ég kallaður

Eins og flestir vita þá er ég svona frekar tækjaóður maður. Til að byrja með langar mig að spyrja hvort þið vitið um einhverjar svona nettar síður sem eru með nýjum tækjum og tólum á. Svona tölvu, sjónvarp, myndavéla eitthvað.

Allavega ég var að skoða tæki á netinu. Mig hefur alltaf langað til að vera með ogguponsulítinn sjónvarpsskjá við hliðina á rúminu mínu svo ég geti legið á hlið og horft á eitthvað áður en ég fer að sofa. Fann líka þennan fína Xenarc 700TSV skjá sem væri alveg tilvalinn við hliðina á rúminu. Þegar ég var búinn að finna skjáinn þá fór ég að hugsa hvort það væri ekki hægt að nota hann eitthvað meira. Það er hægt að tengja hann við bíl þannig að mér datt í hug hvort það væri ekki sniðugt að kaupa sér AivX DivX spilara. Þá gæti maður verið með þetta í bílnum á ferðalögum.

Posted on 6. August 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Sendingin kom í dag

Pósturinn kom með Blaðið og fleira klukkan svona 13 í dag. Traust að blaðið komi svona seint því þá er maður pottþétt búinn að lesa allar fréttirnar sem hugsanlega gætu verið í því þannig að maður getur látið það beint í ruslið. Mjög hentugt verð ég að segja. Annað sem kom með póstinum sem var öllu skemmtilegra. Það var fréttabréf um að nýjar vörur væru komnar í Stórar Stelpur en það er nú önnur saga. Þriðja og síðasta sem kom með póstinum var tilkynning um að tollskyld póstsending frá danmörku biði mín á pósthúsinu. Ég rúllaði mér á stað og náði í pakkann minn. Tók litla stund að fá afgreidda áltösku fulla af plötum. Var nokkuð stressaður um að þetta kæmist í gegn en það gekk sem betur fer. Annars hefði ég ekki verið kátur. Í töskunni voru 500 spilapeningar, 5 teningar, 2 spilastokkar og 3 hnappar. Smellti nokkrum myndum af góðgætinu sem þið getið séð hér.

Posted on 5. August 2005 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4