Archive

for August, 2005

ALMENNT

PGA töf

Ég held að þessu frestun til mánudags á PGA mótinu í golfinu verði til þess að Tiger Woods sigri þetta. Tiger er á -2 og lauk keppni í dag. Í efsta sætinu er Phil Mickelson á -4 og búinn að leika 13 holur. Á eftir honum kemur Steve Elkington á -3 og á 15 holu og svo Thomas Björn líka á -3 og hann er búinn að leika 14 holur. Þetta stressar þá upp og þeir mun kúka á sig á morgun og Tiger Woods verður jafn einhverjum af þessum köppum. Og svo sigrar hann þá í umspili. Þetta er mín spá.

Posted on 14. August 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Arrested Development

Ég vil bara minna fólk á að fyrsti þátturinn af Arrested Development er á dagskrá stöðvar 2 í kvöld klukkan 20:00. Þetta er eitthvað sem þið skuluð ekki láta framhjá ykkur fara. Ef þið ætlið að fylgjast með einum framhaldsþætti þá er þetta þátturinn. Þetta eru án efa einir af fyndnustu þáttum sem ég hef horft á.

Posted on 12. August 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Enski boltinn ekki í boði

Svo virðist vera sem að það að horfa á enska boltann í vetur verði hreinlega ekki í boði á mínu heimili. Það voru nokkrir kostir í boði varðandi enska boltann.

Kostur 1 – Breiðbandið
Hægt er að nálgast enska boltann á Breiðbandi Símans. Já það er hægt fyrir þá sem eru með breiðbandið sem eru hreint út sagt ekki nærrum því allir. Ég fer á siminn.is og athuga hvort að breiðbandið sé í brekkubænum sem ég á heima. Leitin skilar mér þessum niðurstöðum: “Gagnvirkt sjónvarp um ADSL í vinnslu”.

Kostur 2 – ADSL
Með stafrænum sjónvarpsútsendingum Símans opnast áhorfendum nýr gagnvirkur heimur. Fjöldi sjónvarpstöðva, leiga á kvikmyndum og framhaldsþáttum, getraunir og leikir, allt í frábærum mynd- og hljóðgæðum! Þetta hljómar vel. Ég er með ADSL þannig að ég get fengið Enska boltann… eða er það? Ég fer á síðuna “Get ég tengst?” og skrifa símanúmerið heima hjá mér og athuga málið. Leitin skilar mér þessum niðurstöðum:

“Villa! Ekki tókst að framkvæma síðustu aðgerð.

Ekki næst samband við undirliggjandi kerfi.
Tæknimenn Símans hafa verið látnir vita.
Vinsamlegast reynið aftur síðar.

Nánari villuboð:
Connection refusedServer.userException”

Degi seinna fer ég aftur inn á síðuna og þá loks virkar þetta og leitin skilar mér þeim niðurstöðum að símalínan hjá mér sé of löng og því er ekki hægt að flytja það magn af upplýsingum um hana sem sjónvarpið krefst. Sem sagt… ekki í boði fyrir mig að vera með enska boltann hjá símanum.

Kostur 3 – Sky Digital
Lokaúrræðið hjá mér var að segja upp öllum viðskiptum við símann sem ég hef verið hjá með net og síma frá því að ég man eftir mér og kaupa mér Gervihnatadisk og áskrift af Sky Digital og þar með enska boltanum. Þetta er dýrasti kosturinn og því var þetta lokaúrræði en fyrst að síminn ætlaði ekki að bjóða mér upp á enska boltann ákvað ég að skella mér á þetta. Svo sé ég í fréttunum í dag að það sé búið að loka á öll íslensk krítarkort hjá Sky í Bretlandi. Þetta gerðu þeir því að Samtök myndrétthafa á Ísland (SMÁÍS) fór eitthvað að ibba gogg.

Úrræði:
Búinn að hafa samband við þjónustuver símans og þeir hafa engin svör og svíkja að hringja í mig aftur og láta mig vita hvað þeir ætli að gera fyrir mig.

Ég neyðist til að fá mér nýtt áhugamál. Kannski ég taki upp prjónana og prjóni stórar poka til að troða símanum eins og hann leggur sig ofaní og henda honum í ruslið. Ekki sáttur ég!

Posted on 11. August 2005 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4