Archive

for August, 2005

ALMENNT

DV

Alltaf gaman hvað DV eru duglegir að flytja réttar fréttir. T.d. með mormálið um daginn. Þetta er bara klassablaðamennska sem á heiður skilið. Þeir tjékka alltaf á öllum staðreyndum svo þær séu pottþétt réttar. Þeir skrifa aldrei neitt nema að hafa fengið leyfi til að hafa það eftir fólki. Þeir ljúga aldrei um neitt og búa aldrei neitt til. Svo eins og með málið um heimildarmyndina um Ásu Ömmu sem Þorsteinn J gerði. Klassablaðamennska og gáfuleg. Hreint út sagt frábær.

Posted on 26. August 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Ása Amma

Mynd eftir Þorstein Joð. ,,Ömmu minni var rænt” segir Tómas Hermansson í upphafi heimildarmyndarinnar Ása amma. Hann segir að amma sín hafi viljað komast á elliheimili en í staðinn hafi dóttir hennar flutt hana á heimili sitt, án þess að ráðfæra sig við nokkurn annan í fjölskyldunni. Ása gamla er farin að missa minnið og Tómas telur að dóttir hennar sé að reyna að ná af henni íbúðinni og notfæra sér þannig veikindi hennar. Myndin um Ásu ömmu hefst þar sem Tómas stendur fyrir utan hús, þar sem hann telur að ömmu sinni sé haldið nauðugri. Síðan er fylgst með því hvernig honum og Ásu frænku hans gengur að ná samband við ömmu sína.

Í sjónvarpinu klukkan 22:20 í kvöld, fimmtudag.

Posted on 18. August 2005 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4