Archive

for July, 2005

ALMENNT

Bjánabófi dagsins

Það var sem sagt tannlaus maður í Brasilíu sem tók upp á því að ræna 7 tannburstum úr búð. Hann reyndi fyrst að neita að hafa stolið burstunum og sýndi þeim að hann var tannlaus. Að lokum játaði hann þó verknaðinn.

“I know it is a stupid thing to do, I have no teeth, what was I thinking?”

Posted on 29. July 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Vinna allan sólarhringinn og Kárahnjúkar

Þessi vika er búin að vera algjört rugl bara. Á mánudaginn var ég í vaktafríi niðri á Mogga. Það var ekki meira vaktafrí en það að ég var að leysa af frá 9-11. Strax eftir það fór ég að mynda Kabarett. Sú taka stóð fram á miðjan dag. Skrapp heim í smá stund og borðaði en var svo mættur aftur að mynda Kabarettinn góða klukkan 20:00. Var kominn heim hálf tólf c.a. Þriðjudaginn var ekki síður langur. Mætti klukkan 10 á millivakt. Var síðan sendur um miðjan dag að mynda þegar ný flugstöð opnaði á Bakka. Var kominn úr þeirri ferð rúmlega 1900 og átti þá eftir að ganga frá öllum myndum dagsins. Þegar það var búið brunaði ég niður í Íslensku Óperu til að mynda seinna rennslið af Kabarett. Á leiðinni heim hringdi Júlli niðri á mogga í mig og spurði mig hvort ég gæti tekið flug á Egilsstaði 8 næsta morgun. Ég játti því og vaknaði hress og kátur klukkan 6:30 daginn eftir til að athuga hvort það væri flug laust. Klukkan rúmlega 9 var ég mættur á Egilsstaði og eftir rúmlega klukkustundarakstur á Suzuki Jimny sem er allra smæsti bíll á jörðinni horfðist ég í augun ásamt blaðamanni Morgunblaðsins við illskeytta og harða mótmælendur. Tilbúnir að hlekkja sig við vinnuvélar, brjóta glugga, ráðast gegn lögreglu af fullum krafti, berjast til síðasta manns og jafnvel… láta lífið fyrir málstaðinn. Þetta voru jú mótmælendurnir á Kárahnjúkum. Alíslenskir að verja landið sitt… eða 2 Íslendingar og allir hinir útlendingar. Þetta er jú einu sinni ekki landið þeirra og þess vegna kemur þetta þeim við… já. Víkingasveitin var mætt á svæðið og leið mér, veiklulega ljósmyndaranum með gleraugu, mun betur að vita af þeim. En svo kom bara á daginn að mótmælendurnir mótmæltu ekkert og fóru með skottið á milli lappanna. Their tale eins og mómælendurnir ensku kalla þetta. Þarna var tækifærið til að sýna alheiminum að þeim var alvara. Að þeir trúðu á málstaðinn og gerðu allt sem í þeirra valdi stæði til að stoppa þessa framkvæmd. Fjöldinn allur af fjölmiðlum að fylgjast með. En nei… þeir bara lumpuðust niður og víkingasveitin hafði það gott í gufu og líkamsræktarstöðinni í vinnubúðunum á Kárahnjúkum. Þetta eru allra verstu mótmælendur sem ég hef á ævi minni kynnst. Þarna var t.d. einn gaur sem kom beint af G8 mótmælunum. Ef allir mótmælendur eru eins og hann, jugglandi síðhærður skítugur furðufugl, þá veit ég ekki hvað. Of seinir, of lélegir lýsir held ég þessum mótmælendum best.

Daginn eftir, fimmtudag, var ég mættur á vakt klukkan 9. Var svo að ganga frá myndum eftir vinnu til 22:30 og þá loksins gat ég slappað af. Í fyrsta skipti frá því á sunnudag. Eftir vinnu í dag er ekkert sem ég þarf að gera. Þannig að ég ætla að slappa af og gera ekki rassgat. Jafnvel spila heilalausa xbox leiki og súpa öl. Það held ég nú.

Heyrðu já… smá viðbót. Smellti inn fyrir dálitlu albúmi frá Snoop Dogg tónleikunum í Egilshöll ef ykkur langar að skoða.

Heyrðu já… smá önnur viðbót. Smellti mynd af mér og glæsilega hárinu mínu ofvaxna. Fór í klippingu í gær þannig að ég lít ekki svona út lengur.

Posted on 29. July 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Sony spilari

Er einhver sem á sony dvd spilara sem hann/hún er tilbúin til að selja mér. Þetta þarf að vera spilari með innbyggðum magnara og heimabíói. Það má alltaf reyna. Ég á sem sagt hátalara fyrir svona en engan spilara.

Posted on 21. July 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Haha

“Íþróttaljósmyndun er eitthvað sem ég tel mig hafa nokkuð góða innsýn í enda er fátt annað myndefni sem ég skoða annað en íþróttaljósmyndun.”

Þetta finnst mér fyndnasta setning sem ég hef heyrt í langan tíma.

Posted on 20. July 2005 by Árni Torfason Read More
1 2 3 5