Archive

for June, 2005

ALMENNT

Fámenn formúla

Hversu fyndið er það að það eru bara 6 bílar sem eru að keppa í formúlunni. 7 lið ákváðu að hætta við að keppa í dag vegna þess að þeir fengu ekki að nota ný dekk þar sem að dekkin voru eitthvað furðuleg sem þeir voru með. Þetta er hresst. Alltaf gaman þegar eitthvað svona gerist í íþróttum.

Posted on 19. June 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Furðulegasta og áhugaverðasta frétt sem ég hef lesið

Var næstum búinn að gleyma. Sá í Fréttablaðinu á miðvikudaginn… eða fimmtudaginn í blaðahluta sem heitir Allt eða eitthvað svoleiðis furðulegustu og áhugaverðustu umfjöllun sem ég hef á ævi minni séð. Þetta var viðtal við einhvern gaur sem var að tala um að hann hafi keypt sér styttri sokka við kvartbuxurnar sínar og að hann ætti fleiri en eitt par. Í fyrsta lagi þá eiga strákar ekki að ganga í kvartbuxum því það er virkilega ljótt og asnalegt. Og hverjum er ekki sama hvort einhver gaur úti í bæ hafi keypt sér stutta sokka við annars ljótu buxurnar sínar.

Posted on 18. June 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Flautað á Snæfellsnesi

Ég og Auður ákváðum að yfirgefa borgina á fimmtudaginn var og lá leið okkar á Snæfellsnes. Eftir að hafa gleymt grillmatnum og náð í hann aftur lögðum við loks af stað rétt rúmlega 19. Leiðin út á nes var nokkuð greið eftir að við komumst í gegnum Mosfellsbæinn. Stoppuðum á nokkrum stöðum á leiðinni og mynduðum sem var plan ferðarinnar. Við höfðum hvorugt almennilega komið á Snæfellsnes þannig að þetta var allt nýtt fyrir okkur. Mikið af flottum stöðum þarna. Gistum svo í tjaldi við Álftafjörð fyrri nóttina. Það var doldið kalt en eftir smá lagfæringar á svefnpoka og teppi þá hlýnaði okkur og við hvíldumst vel. Keyrðum svo allt nesið á föstudaginn og spókuðum okkur á meðal fjölda ferðamanna. Sáum ábyggilega svona 1002 hjólhýsi. Samt ekki hjólhýsi heldur svona bílar með húsi á. Heitir það kannski hjólhýsi. Hvítt og stórt og ljótt allavega. Snæfellsjökull var ekki eins tignarlegur og ég hélt. Held að hann sé bara að bráðna meira og meira með hverju árinu. Snæfellsfjall mun hann vera kallaður eftir nokkur ár eða tvo daga. Gistum seinni nóttina í handarkrika snæfellsness og grilluðum kjöt í roki. Sofnuðum síðan við lækjarnið, bíómynd í tölvunni, snickers og draum. Héldum síðan í Borgarnes þar sem sundið var synt og pylsa borðuð. Fáfróðar starfsstúlkur í hyrnunni vissu ekkert hvað var að gerast þegar einhver stúlka var með svona flautigræju sem hljóðaði eins og fugl. Í hvert skipti sem hún falutaði litu þær við eða misstu pylsu í vaskinn.

Annars var þetta góð ferð í alla staði. Jafnvel að albúm spretti hér upp bráðlega með myndir úr ferðinni. Þarf að fara með filmur í framköllun. Fékk lánaða almennilega filmuvél og að sjálfsögðu var líka lomoinn með í för.

Posted on 18. June 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Knattspyrnuvesen

Voðalaegt vesen er á knattspyrnumönnum í dag. Davor Suker í yfirheyrslu eftir að einhver viðskiptafélagi hans fannst myrtur um helgina. Svo er búið að handtaka Robin van Persie og hann ákærður fyrir nauðgun. Ég veit ekki en mér finnst herra Robin vera doldið þess legur.

Menn með fleiri milljónir í vikulaun eiga ekki að lenda í einhverju veseni.

Posted on 14. June 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Banna ávanabindandi efni í sígarettum

Danir eru alltaf jafn hressir hvað varðar tóbaksnotkun. Nýjasta hjá þeim er að banna sígarettuframleiðendum að setja ávanabindandi efni í sígaretturnar. Ef það er ekki ávanabindani efni í sígarettum þá mun enginn reykja sígarettur. Eina ástæðan fyrir því að fólk reykir er sú að það er ávanabindandi. Ég trúi ekki að fólk reyki af neinni annarri ástæðu nema vegna þess að það er ávanabindandi.

Tóbaksframleiðendur í Danmörku fagna víst þessu frumvarpi og benda á að þau séu ekki að notast við þau ávanabindandi efni sem á að banna. Þeir eru sem sagt bara að nota eitthvað annað sem enginn veit af.

Mér finnst fínt að banna reykingar á almannafæri. Ekki hægt að bjóða fólki upp á óbeinar reykingar. Mér er skítsama þó að fólk reyki á meðan það reykir einhvers staðar ekki nálægt mér. Á meðan ég dey ekki úr reykingum eða óbeinum reyklingum þá er mér slétt sama. Endilega reykið ykkur í hel.

Posted on 14. June 2005 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 5