Archive

for June, 2005

ALMENNT

5 daga frí á enda

Síðasti dagurinn í dag á 5 daga vaktafríi. Hötum ekki 5 daga vaktafrí skal ég segja þér. Þetta er búið að vera gott frí. Fín ferð á Snæfellsnesið og svo bara tjill og smá vinna myndir inn á milli. Fór áðan í Tæknival og ætlaði að kaupa mér harðan disk. En þá voru allir stóru Lacie diskarnir búnir þannig að ég er að pæla að panta mér tvo 500gb diska af bhphoto.com. Ekki svo dýrt. Þyrfti samt helst að fá þessa diska í dag því það er allt að fyllast hjá mér.

Annars lenti ég í 2. sæti á dpchallenge.com í fuglakeppninni með þessa mynd. Nokkuð sáttur með það bara.

Er að velta fyrir mér að horfa á sjónvarpið og hafa það gott það sem eftir er dags.

Posted on 20. June 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Hestar, konur, karlar

Nú þekki ég ekki vel til hestaíþrótta. Ekki eitthvað sem ég hef gaman af. Sé engan mun á hoppi, brokki, slikki eða skeiði. Efast samt um að þessi hugtök séu öll til. En annað sem ég hef verið að velta fyrir mér. Er keppt í kvenna og karlaflokki? Og eru þá hestarnir konur og karlar? Þurfa konur að keppa á hryssum? Það væri gaman ef einhver gæti sagt mér hvernig þetta allt saman er. Takk fyrir.

Posted on 19. June 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Sirkus

24. júní opnar ný sjónvarpsstöð sem heitir Sirkus. Veit nú ekki mikið um þetta. Hefur alveg farið framhjá mér að ný stöð sé á leiðinni. En þetta hlýtur að vera eitthvað tengt SkjáEINUM þar sem að Sirkus.is fer inn á s1.is/sirkus. Veit einhver meira um þessa stöð og hvað verður á henni?

Posted on 19. June 2005 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 5