Archive

for May, 2005

ALMENNT

Ken jú show mí the way?

Fór seint að sofa í nótt og vaknaði snemma. Náði samt góðum 2 tímum sem er ekki svo slæmt. Annars er ferðinni heitið af landi von bráðar. Ekki seinna en á eftir ætlum við Auður að skella okkur til Lúndúna og vera þar yfir helgi og 2 daga gott betur. Páll E. ætlar að vera svo almennilegur að skutla okkur en þess má geta að hann ristaði sér brauð og fékk sér Rækju ofan á brauð. Humar er ekki slæmur í hádeginu skal ég segja ykkur. Hann kenndi mér líka góða setningu þegar ég heyrði í honum í síma áðan. Gott að kunna sagði hann, “Ken you show me the way tú the wav mjúsíum”. Er á leiðinni út í Nóatún að æfa mig. Þetta kemur manni rakleyðist á vaxmyndasafn. Svo kann ég líka orðið heat sem getur þýtt bæði hiti og riðill. Closeheat… er það orð?

Annars kveð ég ykkur með söknuði. Hver veit nema að ég láti heyra í mér í London.

Posted on 27. May 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Skák og mát

Nú er umtalað um allan bæ að þeir félagar Boris Spassky og Bobby Fischer áttu fund á Hótel Loftleiðum í dag. Herra Boris er að reyna að fá Herra Bobby til að tefla aftur en fiskurinn er búinn að segja að hann muni aldrei aftur tefla hefðbundna skák. Hann vill bara tefla svonefnda slembiskák sem hann fann upp.

Er ekki doldið lélegt að þegar maður finnur að maður er að verða lélgur í einhverju að finna bara upp nýjan leik sem heitir eitthvað svipað. Og þá býr maður sjálfur til reglurnar og getur ráðið öllu sjálfur og því ekkert tapað.

Ég er sko hættur að spila fótbolta ég spila bara megarassbolta þar sem maður vinnur ef maður heitir Árni og á önd sem heitir Rasmus. Viltu spila?

Posted on 26. May 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Ég verð seint leiður

Ég mun seint verða leiður á næstu dögum þar sem að ég er með sár innan á vörinni þannig að ég get ekki gert leiðansvip. Þetta sár fékk ég þegar ég var að mynda KR-Fram. Ég var á leiðinni út í hálfleik þegar þrír sterkir karlmenn komu og héldu mér á meðan sá fjórði sparkaði í mig. Og hann var í takkaskóm. Og þegar ég segi þrír sterkir karlmenn og fjórði sparkaði í mig meina ég að ég lamdi sjálfan mig í andlitið með linsu. Þar sem það blæddi svo mikið úr mér þá var ég viss um að ég hefði gert gat í gegn en svo kom í ljós að svo var ekki sem betur fer. En það kúkaði fugl á bílinn minn. Held að það hvíli bölvun á þessum velli.

Posted on 26. May 2005 by Árni Torfason Read More
1 2 3 5