Archive

for April, 2005

ALMENNT

Djúpa djúpa laugin sögin

Haha. Var að skipta yfir á Skjá Einn. Sá akkúrat þar sem var verið að taka viðtal við stúlkuna sem var í síðasta þætti. Og þau voru að spyrja hana út í afhverju hún hefði ekki valið þann sem fékk flest stig. Og hún var eitthvað að tala um að hún hefði ákvað að velja þann sem fékk fæst því hún vildi eitthvað allt öðruvísi. Og stjórnendurnir spurðu hana þá “Fékkstu ekkert merki utan úr sal að þú ættir að velja hann”. Og hún “Nei ég nota gleraugu þannig að ég hefði ekki getað séð það”. Greinilega fékk hún merki út úr sal því þetta var furðulegt mjög og fólk hefur kvartað. Og þau hafa ákveðið að taka á þessu svona að spyrja hana út í þetta. Það vita allir að þetta er þannig að vinirnir utan úr sal gefa viðkomandi merki og það er öllum held ég nokk sama.

Posted on 30. April 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Ljóshærð og einstaklega gáfuð

“Pamela Anderson óttast að geta aldrei gifst aftur, því enginn maður standist samanburð við fyrrverandi eignmann hennar Tommy Lee. Fyrrum strandavarðagellan, sem skildi við Tommy eftir að hann barði hana fyrir framan syni þeirra tvo, segir að hann sé enn þá stærsta ást lífs síns.”mbl.is

Það er svo gaman að heyra svona frásögn um hana elsku bestu Pamelu. Sýnir bara hvað hún er einstaklega gáfuð og klár. Auðvitað elskar maður þann mann mest sem ber mann fyrir framan sem flest börn. Kid Rock hefur ábyggilega bara lamið hana svo enginn sæi til. Þannig að hann kemst ekki nærri Tommy í elskulegheitum.

Posted on 28. April 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Netfrelsisfurðufuglar

Var að lesa almennilega þessar athugasemdir sem netfrelsi.is sendi þingmönnum varðandi breytingar á höfundarlögum. Þið getið lesið þetta hjá þeim hérna.

Ég hafði aðallega áhuga á breytingum sem þeir vilja gera á rétti ljósmyndara. Samkvæmt tillögu þeirra vilja þeir hafa það þannig að ljósmyndari afsali sér algjörlega höfundarétti á ljósmynd eftir að þeir hafi tekið hana fyrir þann aðila sem bað um hana.

Þetta er brot úr klausunni hjá þeim: “Eðlilegt er að ljósmyndari sem tekur myndir samkvæmt beiðni og gegn þóknun afsali sér öllum rétti til ákvarðanatöku um hvort birta megi myndina enda er í þeim tilvikum sem hér um ræðir einungis um að ræða mann sem tekur að sér visst verk.”

Þetta er svo mikil vitleysa að ég trúi ekki öðru en að þingmenn fleygi þessu í ruslið hjá hinu draslinu.

Ég ætla ekki einu sinni að ræða þetta frekar þetta er svo rosalega heimskulegt.

Veit einhver hvaða furðufuglar standa fyrir netfrelsi.is. Ef svo er þá er spurning um að afneita þeim sem fyrst ef þið þekkið vel.

Posted on 26. April 2005 by Árni Torfason Read More
1 2 3 6