Archive

for March, 2005

ALMENNT

Teiknimyndaþáttur

Það er einn gaur í Survivor sem er fáránlega líkur einni teiknimyndapersónu. Ég hef ekki hugmynd hvað hún heitir eða neitt. Sé bara fyrir mér feitan lítinn gaur og hávaxinn mjóan gaur á fleka úti á sjó. Og svo fara þeir að sjá ofsjónir og einn gaurinn sér hinn sem pylsu og hinn hinn sem hamborgara. Og svo sér hann lærið á honum og saltar það og ætlar að fá sér bita. Svo fara þeir á land og eitthvað. Man einhver eftir þessu?

Posted on 7. March 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Bryggjuhverfið hið svikula

Núna man ég þegar talað var um að reisa ætti hverfi hér í bæ sem kallað yrði Bryggjuhverfið. Eins og var talað um þetta á þessum tíma þá er skuggahverfið og alþingishúsið bara prump og kúkur og kanill í samanburði við Bryggjuhverfið ógurlega. Fólk var strax farið að panta íbúðir þrátt fyrir að ekki væri búið að kaupa skrúfur eða einn einasta nagla. Ég veit ekki hvernig þeim sem voru að byggja þetta tókst að lúra fólk svona svakalega. Hef farið þarna nokkrum sinnum og alltaf verð ég jafn hissa að einhver skuli hafa viljað kaupa íbúð þarna. Húsin eru svo þétt saman að ekki er pláss fyrir nema einn að labba í einu úti á götum. Ef tveir menn mætast verður annar þeirra að leggjast á götuna á meðan hinn klöngrast yfir hann. 70% af öllum svölunum snúa í átt að öðrum svölum og því er útsýnið ekki það besta. Og þetta eru 70% sem eru heppin því að útsýnið hjá hinum 30% er annaðhvort gullinbrúin sem er ekki mjög myndarleg eða þá sandhólar sem eru þó skárri en gullinbrúin. Bílar, sandur og svalir. Þetta er útsýnið. Svo er einhver bátahöfn þarna… það notar enginn bát á Íslandi nema að maður eigi heima úti á landi og sé sjómaður. Þannig að þetta er bara slæm hugmynd.

Þeir sem létu narra sig og keyptu sér íbúð í þessu hverfi þora auðvitað ekki að viðurkenna að þau hafi verið svikin.

Á vil taka ofan af fyrir snillingnum eða snillingunni sem kom af stað þeim orðrómi að Bryggjuhverfið yrði það alla svakalegasta í fasteignum sem sést hefur á Íslandi.

Posted on 7. March 2005 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 5 6