Archive

for March, 2005

ALMENNT

Ljósashow ársins 2005

Á laugardagskvöldið skelltum við Auður okkur ásamt honum Pálusi á tónleika á Bar 11. Þar litu dagsins… kvöldsins ljós hljómsveitirnar Dikta og Days of our Lives. Eða held að þeir síðari hafi heitið það. Það var margt um manninn og þegar ég segi margt um manninn þá meina ég ég, auður og páll. Bar 11 er mjög langt frá því að vera besti tónleikastaður á Íslandi. Allir á efri hæðinni sitja ofan í hljómsveitinni. Sumir hljómsveitarmeðlimir þurfa svo að sitja bakvið hátalara til að allir komist fyrir. Svo er þetta allt of hátt og furðulegt. Þegar smá var liðið á fyrri leikana fóru ljósin að styrkjast og veikjast til skiptist. Nú hélt ég að gamanið… eða ekki gamanið væri búið og rafmagnið væri á leiðinni af. En svo var ekki. Þetta var sem sagt ljósamaðurinn að gera vinnuna sína. Sem sagt hreyfa dimmerinn upp og niður í takt við trymbilslátt trommarans. Virkilega furðulegt verð ég að viðurkenna. Svo byrjuðu Dikta sem voru alveg hreint fínir bara. Einn gaurinn í hljómsveitinn lítur alveg út eins og læknir í seinni heimstyrjöldinni. Og þá með Hitler og félögum í liði.

Posted on 22. March 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Kominn aftur í bæinn

Já kallinn er bara kominn aftur í bæinn. Er búinn að vera síðustu daga fastur á gúmmíbát fyrir utan Horn á ströndum. Planið var að fara rétt út fyrir til að ná betra skoti af ísnum sem er að lúra sér þarna. Planið gekk frekar illa þar sem að það var ekki pláss fyrir myndavélina í gúmmíbátnum. Þannig að ég tók með mér blað og blýant til að skissa mynd af þessu. Þegar ég var búinn að skissa í svona 2 mínútur þá brotnaði blýið og ég var ekki með yddara. Þá ætlaði ég að smella mér bara í land en árarnar sem ég keypti mér á www.ararnarhansarna.org voru ekki að virka sem skyldi þar sem þær voru gerðar úr þýskum eyrnamerg. Ég rak lengra og lengra út á sjó. Fannst fyrir tveimur dögum í höfninni í Rotterdam. Ég var hættur að geta talað vegna kulda en sem betur fer var ég með merkimiða kisunnar minnar um hálsinn á mér þannig að það var hægt að skila mér til Íslands. Ég missti tvær tær og fjóra putta og er það ástæðan fyrir því hversu lengi ég hef verið að skrifa þetta. Einn dagur og 3 klukkustundir. Er að hita mér jarðarberjastafasúpu til að hlýja mér. Ég kannast samt ekki við fólkið sem á heima hérna. Er ekki 100 prósent viss um að ég sé heima hjá mér. Kemur í ljós í kvöld þegar ofnarnir fara að hitna.

Posted on 17. March 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Idolið

Við Páll E. spáðum Hildi Völu sigri í Idolinu í fyrra þegar hin keppnin var í gangi. Vissum þá ekki einu sinni að hún myndi taka þátt. En það er ekki til ritað neins staðar þannig að enginn trúir okkur sem er hið besta mál. Við erum stórir og sterkir og lemjum ykkur bara.

Hins vegar sagði ég þetta 10. febrúar.

Posted on 12. March 2005 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 6