Archive

for March, 2005

ALMENNT

Hver sagði að maður skyldi ávallt vanda val sitt á óvininum?

Ég hef það ágætt fyrir utan að ömmu minni var rænt. Þetta er stórfurðulegt og ótrúleg saga. Fengum ekki að hitta ömmu í meira en ár og þar á meðal yfir jólin. Henni var haldið í gíslingu af skyldmenni mínu. Reyndum allt hvað við gátum en kerfið á Íslandi er bara svo meingallað að það nær engri átt.

Ég lét það bara vera að segja fólki frá þessu þar sem þetta var svo ótrúlegt að ég efaðist hreinlega að fólk myndi trúa mér.

Þorsteinn J. er að gera heimildarmynd um ofbeldi á gömlu fólki og er amma þar í aðalhlutverki.

Getið séð video-in á vef Þorsteins J.
Ása Amma I
Ása Amma II

Posted on 30. March 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Allt í drasli

Í dag eru páskarnir og skemmtilegt er sjónvarpið ekki. Einhver prestkona að tala eitthvað “líkklæðin ein” á RÚV. Ekki gaman af því. Sjálfstætt fólk og ballettdansari á Stöð 2 og Pizzaauglýsing á PoppTíví. Þannig að ég er að horfa á “Allt í drasli”. Þessi þáttur er svo mikið drasl að það nær engri átt. Þetta á líklegast að vera að herma eftir þáttum eins og Queer Eye for the Straight Guy eða eitthvað. En klósettpappírselskandinn og hvíthærða furðukonan eru ekki að gera neitt nema bara að taka til í húsinu hjá fólki. Það er ekki verið að gera neitt flott. Bara þrífa kúk og piss af klósettgólfinu og dauða ketti og kanínur úr eldhúsvaskinum. Svo er komið að fólkinu sem tekur þátt í þessu. Það bara hlýtur að vera eitthvað aðeins skrítið í kollinum. Og þegar ég segi skrítið meina ég snargeðveikt! Ef fólk þrífur heimilið sitt og sjálft sig svona illa þá getur ekki verið að það vilji auglýsa það í sjónvarpinu. T.d. núna var einhver Helgi sem er forritari og piparsveinn. Þær stúlkur sem sáu þennan þátt eru held ég ekki að fara að hoppa í fangið á honum næst þegar þær sjá hann á Linuxráðstefnu í Safninu í Kópavogi.

Posted on 27. March 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Bobby Fischer í landsliðið

Ég held að það sé deginum ljósara að við eigum að neyða Bobby Fischer til að velja á milli þess að spila með íslenska landsliðinu í handbolta eða íslenska landsliðinu í fótbolta. Ef hann neitar þá verður hann framseldur til Gyðingalands þar sem hann verður líklegast borðaður á næstu páskum.

Posted on 27. March 2005 by Árni Torfason Read More
1 2 3 6