Archive

for February, 2005

ALMENNT

Örn Torfason

Fór í viðtal í dag á 90,9 sem er útvarpsstöð sem heitir held ég Talstöðin eða eitthvað svoleiðis. Þetta var í tengslum við sýningu blaðaljósmyndara sem er í Gerðarsafni. Konan spjallaði við mig um hitt og þetta sem tengist blaðaljósmyndun og síðan um sýninguna sjálfa. Svo endaði þetta á því að hún kallaði mig Örn Torfason. Talaði fyrst um Þorvald Örn Kristmundsson sem Þorvald Örn Kristinsson og svo klúðraði hún nafninu mínu algjörlega. Ætti ekki að vera mikið vandamál að muna eins og eitt nafn. Greinilega ekki.

Posted on 14. February 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Buxnalausi sýningarstjórinn?

Fyrir nokkrum mánuðum síðan tók ég það að mér að sjá um sýningarstjórn á Sýningu Blaðaljósmyndara, Mynd ársins 2004, í ár. Þetta byrjaði rólega en síðustu 2-3 vikur er búið að vera heldur betur mikið að gera. Þetta er búið að ganga vonum framar og er ég búinn að læra helling á þessu og kynnast helling af fólki.

Á morgun, laugardag, opnar sem sagt sýningin í Gerðarsafni klukkan 15:00 og mun Forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson opna sýninguna.

Á sýningunni eru rúmlega 210 myndir. Fréttamyndir, daglegt líf, tímaritamyndir, skop, portrett, íþróttir, tímaritamyndir og myndaseríur. Á jarðhæð Gerðarsafns verður gestasýning Ragnars Axelssonar, Framandi Heimur. All svakaleg sýning þar á ferð verð ég að segja. Sýningin stendur yfir í c.a. fjórar vikur þannig að það er nægur tími til að skella sér.

Svo er að koma út í fyrsta skipti ljósmyndabók samhliða sýningunni með myndunum sem eru á sýningunni. Allir verða að grípa sér eina svoleiðis. Svo kemur þetta út árlega héðan í frá. Þannig að þetta verða nettir safngripir til að sýna barnabörnunum. Uss segi ég… uss.

Í kvöld ætla ég að taka því rólega og slappa af. Stór dagur á morgun og ég mun klæðast jakkafötum í fyrsta skiptið í mjög langan tíma. Mjög langan tíma.

En það er ennþá spurning hvort ég verði buxnalausi sýningarstjórinn þar sem eina sem ég gleymdi í dag var að sækja jakkafatabuxurnar mínar úr styttingu. Hresst það.

Sjáumst síðar…

Já og ég gleymdi. Presssphoto.is. Fáránlega góður þar með hárið út í loftið. Og að sjálfsögðu góður á því með hvíta hanska.

Posted on 11. February 2005 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 5 6