Archive

for February, 2005

ALMENNT

Góð skemmtun

Ef þið viljið góða skemmtun þá mæli ég eindregið með þessum þræði hérna á ljosmyndakeppni.is sem ég sagði skilið við fyrr í dag… sem sagt gær því klukkan er orðin allt of margt.

Það sem er fyndið er að lesa þvæluna í honum DanSig. Ég þarf ekkert að segja neitt um þetta. Verðið bara að lesa sjálf. Hann er með þeim allra allra allra furðulegustu manneskjum sem ég hef á ævi minn kynnst. Vitleysan sem getur komið upp úr einum manni… þetta nær engri átt.

Það væri hægt að gefa út heila bók með ógleymanlegum kommentum frá honum. Hamsturinn minn sálugi hafði meira á milli eyrnanna en þessi maður… og hamsturinn minn pissaði í matinn sinn og svaf síðan í honum.

Posted on 17. February 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Fjerðurinn bjákninglegi

Var að henda inn sjálfsmyndaseríunni minni inn á photos.mis.is. Á eftir að búa til link inn á síðunni sjálfri en þið getið komist inn á seríuna með því að smella á myndina hérna hægra megin.

Er að vinna í því að búa til fleiri albúm inn á photos.mis.is. Er að rúlla i gegnum gamlar myndir og flokka og vinna upp á nýtt. Hver veit nema að fleira læðist þarna inn á næstunni.

Smellti einni inn nýju albúmi hérna á síðuna. Þar má meðal annar finna myndina Caught Up sem hafnaði í fyrsta sæti í Pink keppninni á dpchallenge.com. Svo er einnig sjálfsmyndin sem ég er með í Self Portrait keppninni á dpchallenge.

Fátæki, ljóti, heimski maðurinn sagði: “bless”

Posted on 17. February 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Bitur

Ég virðist vera svo bitur þessa dagana. Held ég verði að leita til sálfræðings eða eitthvað. Þið sem þekkið mig vita hvað ég er bitur. Alltaf að bitrast eitthvað út í loftið. Var einu sinni bitinn af hamstrinum mínum. Kannski það sé ástæðan fyrir þessum stöðuga biturleika mínum.

Posted on 16. February 2005 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Montrassálfur

þennan link inn á einhverja bílasíðuviðbjóð. Live 2 Cruz. Gerist ekki glataðra held ég. Allavega þarna byrjaði einhver þráð sem sem kallar sig Raggi M5 og þetta stóð:

“Langaði bara svona athuga að ganni mínu hvað sumir hérna inn hafa farið hraðast í bíl? Sem farðþegi og ökumaður og á hvernig bíl? ;)

Svo fer fólk eitthvað að metast þarna og segja hitt og þetta. Og hvort þau hafi verið undir stýri eða ekki. En svo kemur montrassinn hann Raggi M5 sem stofnaði þráðinn einungis til þess að geta komið seinna inn í umræðuna með mesta hraðann. Hann skrifar svona 10 póstum neðar:

“Ég hef farið hraðast í bíl sem ökumaður og það var á Bimmanum mínum setti hann í 270km/klst á Reykjanesbrautinni. ”

Afhverju sagði hann ekki bara strax í byrjun:
“Sjáiði mig sjáiði mig ég hef keyrt á 270 og er ógislega kúl. Enginn hefur örugglega farið hraðar en ég. Sjáiði mig sjáiði mig ég er bestur þið eruð kúkur. Ég er á live 2 cruz heimasíðunni. 270 km/klst ég er bestur þið eruð asnar. Ég keyri hraðast”

Þó það sé ljótt að segja það þá á svona fólk bara skilið að keyra útaf á ofsahraða. Það er að setja annað fólk í hættu með því að gera þetta og ætti því bara að vera utan vegar.

Posted on 15. February 2005 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 6